Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 10:32 Madridingar leita skjóls fyrir sólinni undir tré í Retiro-garðinum í síðasta mánuði. Mars var tíundi mánuðurinn í röð sem var heitasti mánuðurinn á jörðinni. AP/Paul White Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. Meðalhiti í Evrópu undanfarin fimm ár var 2,3 gráðum hærri en viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Til samanburðar hefur hnattrænn meðalhiti hækkað um 1,3 gráður á sama tíma. Sérstök áhersla er lögð á áhrif hita á heilsu manna í skýrslunni. Öfgahiti er hættulegur heilsu þeirra sem vinna utandyra, eldra fólks og fólks sem þjáist af sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Fram kemur að dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um þrjátíu prósent á tuttugu árum. Árið 2023 var það hlýjasta frá upphafi mælinga en þá lögðu hnattræn hlýnun af völdum manna og veðurfyrirbrigðið El niño á eitt um að keyra meðalhita jarðar upp. Þegar hitinn var einna mestur í júlí voru dauðsföll sjö prósent fleiri en vanalega á sumum stöðum á Ítalíu. Sjö prósent fleiri dauðsföll í júlí Í hitabylgjunni í júlí var svokallað hitaálag mikið, mjög mikið eða öfgakennt í 41 prósentum Suður-Evrópu. Aldrei áður hafði jafnstór hluti álfunnar verið undir hitaálagi á einum degi áður. Hitaálag mælir áhrif hita og raka á mannslíkamann. Á Spáni, í Frakklandi og Grikklandi voru sum svæði sem máttu þola allt að tíu daga af öfgakenndu hitaálagi, þar sem fólk upplifir meira en 46 gráðu hita, í fyrra. Við þær aðstæður þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að komast hjá hitaslagi og öðrum kvillum. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins hefur þegar hvatt ríki til þess að búa heilbrigðiskerfi sín undir áhrif loftslagsbreytinga og kallað eftir reglugerðum til að vernda fólk sem starfar undandyra fyrir hitaöfgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lón fyrir framan Ronjökulinn í Sviss í júní í fyrra. Alpajöklar hafa misst tíu prósent massa síns á aðeins tveimur árum.AP/Matthias Schrader Ísland og Skandinavía sluppu Áætlað tjón af völdum veðurs og loftslagsbreytinga var metið á meira en 13,4 milljarða evra í fyrra, jafnvirði meira en tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Fleiri en 150 manns fórust í stormum, flóðum og gróðureldum. Þannig höfðu flóð í Slóveníu áhrif á um eina og hálfa milljón manna og gróðureldar í Grikklandi voru þeir umfangsmestu í sögu Evrópusambandsins í fyrra. Jöklar í Ölpunum töpuðu um tíu prósent af massa sínum í hita undanfarinna tveggja ára. „Sumir atburðirnir árið 2023 komu vísindasamfélaginu í opna skjöldu vegna ákafa þeirra, hversu brátt þá bar að, umfangs þeirra og hve lengi þeir stóðu,“ hefur Reuters eftir Carlo Buontempo, forstöðumanni Kópernikusar. Hitans varð þó ekki vart alls staðar í Evrópu í fyrra. Þannig var hiti í Skandinavíu, á Íslandi og Suðaustur-Grænlandi undir meðaltali á sama tíma og flestir staði voru vel yfir því í fyrra. Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Meðalhiti í Evrópu undanfarin fimm ár var 2,3 gráðum hærri en viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Til samanburðar hefur hnattrænn meðalhiti hækkað um 1,3 gráður á sama tíma. Sérstök áhersla er lögð á áhrif hita á heilsu manna í skýrslunni. Öfgahiti er hættulegur heilsu þeirra sem vinna utandyra, eldra fólks og fólks sem þjáist af sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Fram kemur að dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um þrjátíu prósent á tuttugu árum. Árið 2023 var það hlýjasta frá upphafi mælinga en þá lögðu hnattræn hlýnun af völdum manna og veðurfyrirbrigðið El niño á eitt um að keyra meðalhita jarðar upp. Þegar hitinn var einna mestur í júlí voru dauðsföll sjö prósent fleiri en vanalega á sumum stöðum á Ítalíu. Sjö prósent fleiri dauðsföll í júlí Í hitabylgjunni í júlí var svokallað hitaálag mikið, mjög mikið eða öfgakennt í 41 prósentum Suður-Evrópu. Aldrei áður hafði jafnstór hluti álfunnar verið undir hitaálagi á einum degi áður. Hitaálag mælir áhrif hita og raka á mannslíkamann. Á Spáni, í Frakklandi og Grikklandi voru sum svæði sem máttu þola allt að tíu daga af öfgakenndu hitaálagi, þar sem fólk upplifir meira en 46 gráðu hita, í fyrra. Við þær aðstæður þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að komast hjá hitaslagi og öðrum kvillum. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins hefur þegar hvatt ríki til þess að búa heilbrigðiskerfi sín undir áhrif loftslagsbreytinga og kallað eftir reglugerðum til að vernda fólk sem starfar undandyra fyrir hitaöfgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lón fyrir framan Ronjökulinn í Sviss í júní í fyrra. Alpajöklar hafa misst tíu prósent massa síns á aðeins tveimur árum.AP/Matthias Schrader Ísland og Skandinavía sluppu Áætlað tjón af völdum veðurs og loftslagsbreytinga var metið á meira en 13,4 milljarða evra í fyrra, jafnvirði meira en tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Fleiri en 150 manns fórust í stormum, flóðum og gróðureldum. Þannig höfðu flóð í Slóveníu áhrif á um eina og hálfa milljón manna og gróðureldar í Grikklandi voru þeir umfangsmestu í sögu Evrópusambandsins í fyrra. Jöklar í Ölpunum töpuðu um tíu prósent af massa sínum í hita undanfarinna tveggja ára. „Sumir atburðirnir árið 2023 komu vísindasamfélaginu í opna skjöldu vegna ákafa þeirra, hversu brátt þá bar að, umfangs þeirra og hve lengi þeir stóðu,“ hefur Reuters eftir Carlo Buontempo, forstöðumanni Kópernikusar. Hitans varð þó ekki vart alls staðar í Evrópu í fyrra. Þannig var hiti í Skandinavíu, á Íslandi og Suðaustur-Grænlandi undir meðaltali á sama tíma og flestir staði voru vel yfir því í fyrra.
Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59