#Katrín er minn forseti Elín Hirst skrifar 19. apríl 2024 14:31 Leiðir okkar Katrínar Jakobsdóttur lágu fyrst saman á fréttastofu RÚV fyrir rúmum 20 árum þar sem hún vann sem ungur íslenskufræðingur við að lesa yfir fréttatexta og koma með tillögur til fréttamanna um betra málfar. Ég var fréttastjóri á þessum tíma og mér féll strax vel við þessa ungu og vandvirku konu, sem tók brosandi á móti textum frá okkur fréttafólkinu sem voru margir misjafnlega góðir íslensku og færði til betri vegar. Næst urðum við samstarfsmenn á Alþingi en þingmenn fyrir ólíka flokka. Hennar fallega framkoma, rökfesta, gáfur og virðing fyrir öðru fólki heillaði mig sem fyrr. Samskipti urðu síðan nánari þegar við voru sessunautar í þingsal einn þingvetur. Minn flokkur var í stjórn en flokkur Katrínar í stjórnarandstöðu. En Katrín hafði svo mikla úgeislun og góða nærveru að það var afar gott að hafa hana við hlið sér. Glatt á hjalla á fundi í utanríkisnefnd Alþingis árið 2015. Frá vinstri: þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Elín Hirst og Birgitta Jónsdóttir. Snemma ár árinu 2023 fékk ég svo tækifæri að starfa náið með Katrínu í nokkra mánuði í forsætisráðuneytinu þar sem ég skipulagði meðal annars hringferð hennar um landið til þess að hún sem forsætisráðherra átti samtal við landsmenn um stefnumótun fyrir Sjálfbært Ísland, þ.e. um að hvernig við við snúum af þeirri vegferð að ofnýta auðlindir Jarðar sem mun koma niður á velsæld afkomenda okkar. Unga konan sem hafði staðið sig svo vel í hlutverki málfarsráðunautar á fréttastofu RÚV, var nú orðin forsætisráðherra og það var yndilegt að fylgjast með þvi hvernig hún skilaði því verki. Yfirleitt var hún mætt fyrst til vinnu í stjórnarráðshúsinu, alltaf var opið inn til hennar þegar hún var ekki með fundi, hún var afar vel inn í öllum þeim fjölmörgu málum sem heyrðu undir forsætisráðuneytið, og hafði víðtæka yfirsýn. Ég fylgdist einnig af aðdáun með glæsilegri framkomu á alþjóðavettvangi, fylltist stolti fyrir Íslands hönd og þótti hún bera af í hópi helstu leiðtoga heims og næsta dag var hún komin aftur á fullt í ráðuneytinu. Ég var því afar ánægð þegar Katrín ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands, því engan þekki ég sem myndi sóma sér betur í því embætti. #Katrín er minn forseti. Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 og RÚV sjónvarps og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Elín Hirst Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Leiðir okkar Katrínar Jakobsdóttur lágu fyrst saman á fréttastofu RÚV fyrir rúmum 20 árum þar sem hún vann sem ungur íslenskufræðingur við að lesa yfir fréttatexta og koma með tillögur til fréttamanna um betra málfar. Ég var fréttastjóri á þessum tíma og mér féll strax vel við þessa ungu og vandvirku konu, sem tók brosandi á móti textum frá okkur fréttafólkinu sem voru margir misjafnlega góðir íslensku og færði til betri vegar. Næst urðum við samstarfsmenn á Alþingi en þingmenn fyrir ólíka flokka. Hennar fallega framkoma, rökfesta, gáfur og virðing fyrir öðru fólki heillaði mig sem fyrr. Samskipti urðu síðan nánari þegar við voru sessunautar í þingsal einn þingvetur. Minn flokkur var í stjórn en flokkur Katrínar í stjórnarandstöðu. En Katrín hafði svo mikla úgeislun og góða nærveru að það var afar gott að hafa hana við hlið sér. Glatt á hjalla á fundi í utanríkisnefnd Alþingis árið 2015. Frá vinstri: þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Elín Hirst og Birgitta Jónsdóttir. Snemma ár árinu 2023 fékk ég svo tækifæri að starfa náið með Katrínu í nokkra mánuði í forsætisráðuneytinu þar sem ég skipulagði meðal annars hringferð hennar um landið til þess að hún sem forsætisráðherra átti samtal við landsmenn um stefnumótun fyrir Sjálfbært Ísland, þ.e. um að hvernig við við snúum af þeirri vegferð að ofnýta auðlindir Jarðar sem mun koma niður á velsæld afkomenda okkar. Unga konan sem hafði staðið sig svo vel í hlutverki málfarsráðunautar á fréttastofu RÚV, var nú orðin forsætisráðherra og það var yndilegt að fylgjast með þvi hvernig hún skilaði því verki. Yfirleitt var hún mætt fyrst til vinnu í stjórnarráðshúsinu, alltaf var opið inn til hennar þegar hún var ekki með fundi, hún var afar vel inn í öllum þeim fjölmörgu málum sem heyrðu undir forsætisráðuneytið, og hafði víðtæka yfirsýn. Ég fylgdist einnig af aðdáun með glæsilegri framkomu á alþjóðavettvangi, fylltist stolti fyrir Íslands hönd og þótti hún bera af í hópi helstu leiðtoga heims og næsta dag var hún komin aftur á fullt í ráðuneytinu. Ég var því afar ánægð þegar Katrín ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands, því engan þekki ég sem myndi sóma sér betur í því embætti. #Katrín er minn forseti. Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 og RÚV sjónvarps og alþingismaður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun