Liverpool jafnar efsta sætið að stigum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Trent Alexander-Arnold skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.
Trent Alexander-Arnold skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Julian Finney/Getty Images

Liverpool jafnaði efsta lið deildarinnar, Arsenal, að stigum með öruggum 1-3 sigri gegn Fulham á Craven Cottage í dag. 

Trent Alexander-Arnold skoraði fyrst mark leiksins beint úr aukaspyrnu. Glæsilegt skot rétt utan við teiginn sem hann krullaði yfir vegginn.

Liverpool voru óheppnir að hafa ekki bætt við áður en Timothy Castagne kom boltanum í netið fyrir Fulham rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Það kom þó ekki að sök því Liverpool mætti tvíeflt út í seinni hálfleikinn og bætti tveimur mörkum við.

Ryan Gravenberch kom boltanum í netið á 53. mínútu eftir góðan undirbúning Harvey Elliott sem vann boltanum af varnarmanni Fulham og kom honum áleiðis.

Áfram ógnuðu gestirnir marki Fulham og á 72. mínútu kom Diogo Jota boltanum í netið í þriðja sinn fyrir Liverpool og gulltryggði sigurinn.

Staðan í deildinni er því að Arsenal situr efst á markatölu með 74 stig, líkt og Liverpool. Manchester City fylgir þeim fast eftir með 73 stig og leik til góða. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira