Enski boltinn

Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns

Jhon Durán hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir slæma hegðun á hliðarlínunni eftir að hann var rekinn út af í leik Aston Villa gegn Newcastle. Durán er í þriggja leikja banni sem gæti orðið lengra.

Enski boltinn

Rooney hættur að þjálfa Guð­laug Victor

Þjálfarinn Wayne Rooney og enska félagið Plymouth Argyle hafa ákveðið að slíta samstarfinu. Hann mun því ekki þjálfa landsliðsmanninn Guðlaug Victor Pálsson áfram, eins og hann hefur gert hjá tveimur mismunandi liðum undanfarin tvö ár. 

Enski boltinn

Newcastle bætti við mar­tröð Man. Utd

Vandræði Manchester United héldu áfram í kvöld en liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Newcastle, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var þriðja tap Manchester United í röð í deildinni, og markatalan úr þeim leikjum er 7-0. Aston Villa og Brighton gerðu 2-2 jafntefli.

Enski boltinn

Rashford laus úr út­legð

Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum.

Enski boltinn

Í stormi innan vallar en vann góð­verk utan hans

Þrátt fyrir að gengi Manchester United í ensku úr­vals­deildinni hafi ekki verið upp á marga fiska síðkastið er ljóst að Rúben Amorim, knatt­spyrnu­stjóri liðsins, lætur það ekki eyði­leggja fyrir sér allan daginn. Hann gerði góð­verk og gladdi ungan stuðnings­mann félagsins á dögunum.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann

Cristiano Ronaldo þekkir vel til hjá Manchester United en Portúgalinn fór frá félaginu í desember 2022 og hefur spilað síðan í Sádi-Arabíu. Ronaldo segist gera sér vel grein fyrir því hvað sé vandamálið innandyra hjá United en hann notaði fiskabúr sem dæmi í útskýringum sínum á vandræðunum á Old Trafford.

Enski boltinn

Harmur hrokagikksins Haaland

Norðmaðurinn Erling Haaland hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, frekar en liðsfélagar hans í Manchester City. Enginn hefur klúðrað fleiri marktækifærum í ensku úrvalsdeildinni frá því að Norðmaðurinn lét hrokafull ummæli falla eftir jafntefli við Arsenal í haust.

Enski boltinn

City ætlar að kaupa í janúar

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið verði að reyna að bæta í leikmannahópinn þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í næsta mánuði.

Enski boltinn

Gary sem stal jólunum

Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld.

Enski boltinn