Rodri og Foden klárir í slaginn Pep Guardiola þjálfari Manchester City staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Rodri og Phil Foden væru klárir í slaginn gegn Tottenham á morgun en þeir misstu báðir af fyrsta leik tímabilsins um síðustu helgi. Enski boltinn 22.8.2025 17:02
Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Thomas Frank, stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki vilja fá leikmenn til liðsins sem ekki vilja koma. Tottenham horfði á eftir Eberechi Eze í hendur erkifjenda sinna og granna í Arsenal. Enski boltinn 22.8.2025 16:17
Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace á Englandi, virðist þreyttur á aðgerðaleysi félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Útlit er fyrir brotthvarf tveggja lykilmanna á meðan fáir sem engir hafa komið til liðsins, þrátt fyrir sögulega góðan árangur. Enski boltinn 22.8.2025 15:31
Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Íslenski boltinn 22.8.2025 12:00
„Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Minn fyrsti bikarúrslitaleikur hérna heima, þannig að menn eru spenntir“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Hann stefnir á að lyfta báðum titlunum sem eru í boði í íslenska boltanum og vonar að skellurinn gegn ÍBV í síðasta leik lyfti liðinu upp á tærnar. Íslenski boltinn 22. ágúst 2025 10:31
„Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, harmar þann farveg sem mál Alexanders Isak er komið í en segir að allir í liðinu myndu fagna því ef hann kæmi inn að nýju. Hann verður hins vegar ekki í hópnum gegn Liverpool á mánudagskvöld enda talið líklegast að hann endi hjá Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans 1. september. Enski boltinn 22. ágúst 2025 10:02
Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Jakub Jankto, sem fyrir tveimur og hálfu ári varð fyrsti spilandi landsliðsmaðurinn í fótbolta til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna. Fótbolti 22. ágúst 2025 09:33
„Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. Íslenski boltinn 22. ágúst 2025 08:59
Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú sektað danska félagið Bröndby um jafnvirði tæplega 3,6 milljóna króna vegna ólíðandi framkomu hluta af stuðningsmannahópi liðsins á Íslandi á dögunum. Fótbolti 22. ágúst 2025 08:33
Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Ein athyglisverðasta endurkoman í langan tíma í ensku úrvalsdeildinni er sú að Eberechi Eze sé aftur orðinn leikmaður Arsenal. Enski boltinn 22. ágúst 2025 08:02
Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var í fyrsta sinn í sigurliði með bandaríska liðinu Angel City í nótt og það gegn sjálfum meisturum Orlando Pride. Langri leit liðsins að sigri er þar með lokið. Fótbolti 22. ágúst 2025 07:34
Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Varberg var í fínum málum í toppbaráttu sænsku b-deildarinnar þegar markahæsti leikmaður liðsins fór til sjúkraþjálfara með skelfilegum afleiðingum. Síðan hefur allt gengið á afturfótunum. Fótbolti 22. ágúst 2025 07:02
Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Hollenska úrvalsdeildarfélagið NEC Nijmegen var fórnarlamb bíræfna þjófa í vikunni en brotist var inn í höfuðstöðvar félagsins. Fótbolti 21. ágúst 2025 23:01
Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Franska fótboltafélagið Marseille setti tvo af leikmönnum sínum óvænt á sölulista eftir uppákomu í búningsklefa liðsins eftir tap í fyrstu umferð frönsku deildarinnar. Fótbolti 21. ágúst 2025 22:30
Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Einn fremsti umboðsmaður Íslands er nokkuð viss um það að Alexander Isak verði orðinn leikmaður Liverpool áður en leikmannaglugganum lokar um mánaðamótin. Enski boltinn 21. ágúst 2025 22:00
„Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Þór/KA vann sinn fyrsta leik eftir þriggja leikja taphrinu með öruggum 4-0 sigri á FHL í Boganum í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 21. ágúst 2025 21:05
Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ FH og Stjarnan skildu jöfn í 14. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH átti í erfiðleikum að brjóta niður skipulagða vörn og miðju Stjörnunnar. Með innkomu varamanna náðu gestirnir að snúa við gangi leiksins og tryggja sér eitt stig úr leiknum. Íslenski boltinn 21. ágúst 2025 20:46
„Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ „Ég elska þetta, djöfull er gaman að vinna loksins aftur, búið að vera langt síðan“ sagði Valgeir Valgeirsson eftir 2-1 sigur Breiðabliks gegn Virtus frá San Marínó í umspili Sambandsdeildarinnar. Valgeir var allt í öllu, skoraði jöfnunarmarkið og fiskaði vítaspyrnuna sem vann leikinn. Fótbolti 21. ágúst 2025 20:42
Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Pólska félagið Lech Poznan steinlá 1-5 á heimavelli í kvöld í fyrri leik sínum í umspili um sæti í Evrópudeildinni og geta farið að undirbúa sig fyrir að spila í Sambandsdeildinni í vetur. Fótbolti 21. ágúst 2025 20:29
Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Íslensku landsliðsmennirnir Logi Tómasson og Albert Guðmundsson voru báðir á skotskónum með liðum sínum í umspili Evrópukeppnanna tveggja í kvöld. Úrslit liða þeirra voru þó ólík. Fótbolti 21. ágúst 2025 20:06
Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Breiðablik vann 2-1 gegn Virtus frá San Marínó í fyrri umspilsleik liðanna. Blikar voru mun betri aðilinn og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur, en gáfu klaufalega vítaspyrnu og nýttu sín færi illa. Einvígið ráðast eftir viku í San Marínó en sæti í Sambandsdeildinni og um hálfur milljarður króna er undir. Fótbolti 21. ágúst 2025 19:55
Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Stjarnan og FH gerðu 2-2 jafntefli í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld og gestirnir úr Hafnarfirðinum töpuðu tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Það voru þó Stjörnukonur sem komust tvisvar yfir í leiknum en FH jafnaði í bæði skiptin. Íslenski boltinn 21. ágúst 2025 19:54
Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Þór/KA vann sinn fyrsta leik í slétta tvo mánuði með öruggum 4-0 sigri á FHL í 14. umferð bestu deildar kvenna í Boganum í kvöld. Íslenski boltinn 21. ágúst 2025 19:52
Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Íslendingaliðin Malmö FF frá Svíþjóð og Brann frá Noregi voru bæði í eldlínunni í kvöld í fyrri leik sínum í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti 21. ágúst 2025 19:01
Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Elías Rafn Ólafsson og félagar í danska félaginu Midtjylland eru komnir með annan fótinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir stórsigur á heimavelli í kvöld. Fótbolti 21. ágúst 2025 18:26