Áttu efnaða foreldra eða ekki? Thelma Lind Jóhannsdóttir skrifar 18. apríl 2024 11:30 Stéttaskipting vegna húsnæðismála er hafin og allt bendir til þess að hún muni versna næstu árin í ljósi framboðsskorts fasteigna. Áttu efnaða foreldra sem veita hjálparhönd eða ekki? Skilyrði Seðlabankans sem tóku gildi þann 1. desember 2021 fela í sér að hámark greiðslubyrðarhlutfalls fyrstu kaupenda má ekki fara yfir 40% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum. Greiðslubyrðarhlutfall = Mánaðarleg greiðslubyrði fasteignalána / Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur Eins og flest okkar vita eru meginvextir (stýrivextir) Seðlabankans í hæstu hæðum. Þeir standa í 9.25% og hafa verið óbreyttir síðustu fjóra fundi eða síðan í ágúst 2023. Áður höfðu vextir hækkað fjórtán fundi í röð, frá maí 2021 til ágúst 2023. Vextir voru vissulega í sögulegu lágmarki árin 2020 og 2021 en stýrivextir hafa ekki verið hærri síðan vorið 2009. Ákvörðun um að festa vexti getur sparað milljónir Fyrir nokkrum árum var Ásgeir seðlabankastjóri bjartsýnn á að „Ísland væri að verða eins og venjuleg þjóð í því hvernig við beitum peningastefnunni“ (8. nóvember 2019). Með þeim orðum gaf hann til kynna að almenningur mætti vænta þess að Ísland væri komið til að vera í lágvaxtaumhverfi (að minnsta kosti hefði mátt túlka það sem lengri tíma en tvö ár). Sem gat svo ekki verið fjarri lagi. Fjöldi fólks endurfjármagnaði húsnæðislánin sín og breytti yfir í óverðtryggð lán með 3-4% breytilegum vöxtum. Einhver festu vexti til þriggja eða fimm ára. Sú ákvörðun getur hafa sparað einu heimili nokkrar milljónir í vaxtakostnað. Ég tek dæmi um óverðtryggt 39 milljón króna jafngreiðslulán til 40 ára sem tekið var sumarið 2021 hjá Landsbankanum með föstum 4.7% vöxtum til 5 ára (á þeim tíma voru breytilegir vextir 3.5%). Mánaðarleg afborgun er 180.688 kr. Ef sams konar lán yrði tekið í dag stæðu breytilegir vextir í 10.75% með mánaðarlega afborgun upp á 354.415 kr (samkvæmt húsnæðislánareiknivél Landsbankans). Mismunur er því 173.727 kr. á mánuði eða rúmlega milljón ef horft er til síðustu sex mánaða. Vert er að taka fram að mismunurinn fer allur í vaxtakostnað en ekki til lækkunar á höfuðstól. Er eðlilegt að setja „spámennsku“ í hendur almennings um hvort festa eigi vexti á húsnæðisláninu eða ekki? Að fólk geti sparað eða tapað milljónum þegar uppi er staðið með þessari afdrifaríku ákvörðun? Hvernig fara fyrstu kaupendur að? Ég leyfi mér að fullyrða að staðan sem fyrstu fasteignakaupendur án fjárhagslegs baklands standa frammi fyrir í dag hafi aldrei verið jafn erfið. Ef einstaklingur í fullu starfi á lágmarkslaunum í dag hefði hug á að kaupa íbúð með einu svefnherbergi á höfuðborgarsvæðinu eru örfáar íbúðir í boði undir 40 milljónum. Í raun er aðeins um 14 íbúðir að velja sem eru verðlagðar undir 40 milljónum af tæplega 3.000 íbúðum sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu þegar þetta er skrifað, þann 17. apríl. Fyrir útreikninga miða ég við að meðalverð tveggja herbergja íbúðar á höfuðborgarsvæðinu, sem er ekki nýbygging, sé 48 milljónir. Einstaklingur á lágmarkslaunum er með 343.023 kr. í ráðstöfunartekjur eftir frádrátt vegna skatta og skyldugreiðslu í lífeyrissjóð. Ef sá einstaklingur væri að kaupa sína fyrstu íbúð á 48 milljónir þyrfti hann að eiga að lágmarki 15% í útborgun eða 7.200.000 kr. Það segir sig sjálft að það yrði ekki auðvelt að safna þeirri upphæð á þessum launum ef viðkomandi er á leigumarkaði. Samkvæmt húsnæðislánareiknivél Landsbankans er lægsta mögulega mánaðarlega afborgun 226.477 kr. á mánuði miðað við 85% veðsetningu. Þá er um að ræða 100% verðtryggt lán til 30 ára ásamt óverðtryggðu viðbótarláni til 25 ára. Það gefur augaleið að dæmið gengur ekki upp þar sem viðkomandi má ekki greiða meira en 40% af ráðstöfunartekjum í mánaðarlega afborgun af húsnæðisláni. Einstaklingurinn getur að hámarki greitt 137.209 kr. á mánuði samkvæmt reglum Seðlabankans. Til að komast í svo lága mánaðarlega afborgun, þyrfti viðkomandi að eiga tæpar 18 milljónir í eigið fé eða tæplega 37% í útborgun af þessari tilteknu eign. Það eru svo sannarlega ekki aðeins einstaklingar á lágmarkslaunum sem komast ekki í gegnum greiðslumat á tveggja herbergja íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að eiga 15% í útborgun. Einstaklingur með 800.000 kr. í heildarlaun á mánuði gæti heldur ekki keypt þessa tilteknu 48 milljón króna íbúð þrátt fyrir að hann tæki 100% verðtryggt lán hjá Landsbankanum vegna skilyrða Seðlabankans. Hækkun á fasteignaverði ekki í takt við hækkun launa Ef vaxtaumræðan er tekin út fyrir sviga og horft er eingöngu á fasteignaverð, sést svart á hvítu að laun hafa svo sannarlega ekki haldið í við hækkun fasteignaverðs. Þetta hafa flest okkar heyrt, en hver er raunverulegur munur á verðlagi fasteigna og launahækkana síðastliðinn áratug? Samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands hafa laun hækkað um 107.2% síðastliðinn áratug, frá janúar 2014–janúar 2024. Fasteignaverð fjölbýla hefur hækkað um 164.7% síðastliðinn áratug samkvæmt vísitölu íbúðarhúsnæðis HMS. Þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi sem kostaði 30 milljónir árið 2014 er því verðlögð á 79.4 milljónir í dag. Ef fasteignaverð hefði haldist í hendur við launahækkanir á sama tímabili ætti eignin að kosta 62.2 milljónir. Það tekur dágóðan tíma fyrir meðaltekjufólk að vinna sér inn fyrir rúmum 17 milljónum þegar horft er á þetta tiltekna dæmi. Ekki nóg með að fasteignaverð hafi verið mun lægra bæði að nafnvirði og raunvirði í upphafi ársins 2014, heldur voru stýrivextir 5.38% á þeim tíma og þar af leiðandi talsvert betri lánakjör í boði. Hver er lausnin við þessari alvarlegu þróun? Nánast ógerlegt er fyrir einstakling í dag að komast inn á fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu upp á eigin spýtur ef viðkomandi er í fullu starfi á lágmarks- eða jafnvel meðallaunum. Spár hagfræðinga sýna að fasteignaverð komi til með að hækka enn meira næstu árin. Bilið verður því líklega enn breiðara á milli þróun launavísitölu og þróun fasteignaverðs. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir samdrátt í uppbyggingu á húsnæði sem muni hækka verð á næstu misserum. (Sjá frétt sem birtist þann 16. apríl) Ýmsar góðar lausnir til að bæta ástandið fyrir fyrstu kaupendur komu fram í pistli Indriða Stefánssonar í síðustu viku. Það er nokkuð ljóst að stjórnvöld þurfa að setja húsnæðismálavandann í forgang og koma fram með almennilegar lausnir á borðið. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjármálastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Börn og uppeldi Fasteignamarkaður Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Sjá meira
Stéttaskipting vegna húsnæðismála er hafin og allt bendir til þess að hún muni versna næstu árin í ljósi framboðsskorts fasteigna. Áttu efnaða foreldra sem veita hjálparhönd eða ekki? Skilyrði Seðlabankans sem tóku gildi þann 1. desember 2021 fela í sér að hámark greiðslubyrðarhlutfalls fyrstu kaupenda má ekki fara yfir 40% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum. Greiðslubyrðarhlutfall = Mánaðarleg greiðslubyrði fasteignalána / Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur Eins og flest okkar vita eru meginvextir (stýrivextir) Seðlabankans í hæstu hæðum. Þeir standa í 9.25% og hafa verið óbreyttir síðustu fjóra fundi eða síðan í ágúst 2023. Áður höfðu vextir hækkað fjórtán fundi í röð, frá maí 2021 til ágúst 2023. Vextir voru vissulega í sögulegu lágmarki árin 2020 og 2021 en stýrivextir hafa ekki verið hærri síðan vorið 2009. Ákvörðun um að festa vexti getur sparað milljónir Fyrir nokkrum árum var Ásgeir seðlabankastjóri bjartsýnn á að „Ísland væri að verða eins og venjuleg þjóð í því hvernig við beitum peningastefnunni“ (8. nóvember 2019). Með þeim orðum gaf hann til kynna að almenningur mætti vænta þess að Ísland væri komið til að vera í lágvaxtaumhverfi (að minnsta kosti hefði mátt túlka það sem lengri tíma en tvö ár). Sem gat svo ekki verið fjarri lagi. Fjöldi fólks endurfjármagnaði húsnæðislánin sín og breytti yfir í óverðtryggð lán með 3-4% breytilegum vöxtum. Einhver festu vexti til þriggja eða fimm ára. Sú ákvörðun getur hafa sparað einu heimili nokkrar milljónir í vaxtakostnað. Ég tek dæmi um óverðtryggt 39 milljón króna jafngreiðslulán til 40 ára sem tekið var sumarið 2021 hjá Landsbankanum með föstum 4.7% vöxtum til 5 ára (á þeim tíma voru breytilegir vextir 3.5%). Mánaðarleg afborgun er 180.688 kr. Ef sams konar lán yrði tekið í dag stæðu breytilegir vextir í 10.75% með mánaðarlega afborgun upp á 354.415 kr (samkvæmt húsnæðislánareiknivél Landsbankans). Mismunur er því 173.727 kr. á mánuði eða rúmlega milljón ef horft er til síðustu sex mánaða. Vert er að taka fram að mismunurinn fer allur í vaxtakostnað en ekki til lækkunar á höfuðstól. Er eðlilegt að setja „spámennsku“ í hendur almennings um hvort festa eigi vexti á húsnæðisláninu eða ekki? Að fólk geti sparað eða tapað milljónum þegar uppi er staðið með þessari afdrifaríku ákvörðun? Hvernig fara fyrstu kaupendur að? Ég leyfi mér að fullyrða að staðan sem fyrstu fasteignakaupendur án fjárhagslegs baklands standa frammi fyrir í dag hafi aldrei verið jafn erfið. Ef einstaklingur í fullu starfi á lágmarkslaunum í dag hefði hug á að kaupa íbúð með einu svefnherbergi á höfuðborgarsvæðinu eru örfáar íbúðir í boði undir 40 milljónum. Í raun er aðeins um 14 íbúðir að velja sem eru verðlagðar undir 40 milljónum af tæplega 3.000 íbúðum sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu þegar þetta er skrifað, þann 17. apríl. Fyrir útreikninga miða ég við að meðalverð tveggja herbergja íbúðar á höfuðborgarsvæðinu, sem er ekki nýbygging, sé 48 milljónir. Einstaklingur á lágmarkslaunum er með 343.023 kr. í ráðstöfunartekjur eftir frádrátt vegna skatta og skyldugreiðslu í lífeyrissjóð. Ef sá einstaklingur væri að kaupa sína fyrstu íbúð á 48 milljónir þyrfti hann að eiga að lágmarki 15% í útborgun eða 7.200.000 kr. Það segir sig sjálft að það yrði ekki auðvelt að safna þeirri upphæð á þessum launum ef viðkomandi er á leigumarkaði. Samkvæmt húsnæðislánareiknivél Landsbankans er lægsta mögulega mánaðarlega afborgun 226.477 kr. á mánuði miðað við 85% veðsetningu. Þá er um að ræða 100% verðtryggt lán til 30 ára ásamt óverðtryggðu viðbótarláni til 25 ára. Það gefur augaleið að dæmið gengur ekki upp þar sem viðkomandi má ekki greiða meira en 40% af ráðstöfunartekjum í mánaðarlega afborgun af húsnæðisláni. Einstaklingurinn getur að hámarki greitt 137.209 kr. á mánuði samkvæmt reglum Seðlabankans. Til að komast í svo lága mánaðarlega afborgun, þyrfti viðkomandi að eiga tæpar 18 milljónir í eigið fé eða tæplega 37% í útborgun af þessari tilteknu eign. Það eru svo sannarlega ekki aðeins einstaklingar á lágmarkslaunum sem komast ekki í gegnum greiðslumat á tveggja herbergja íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að eiga 15% í útborgun. Einstaklingur með 800.000 kr. í heildarlaun á mánuði gæti heldur ekki keypt þessa tilteknu 48 milljón króna íbúð þrátt fyrir að hann tæki 100% verðtryggt lán hjá Landsbankanum vegna skilyrða Seðlabankans. Hækkun á fasteignaverði ekki í takt við hækkun launa Ef vaxtaumræðan er tekin út fyrir sviga og horft er eingöngu á fasteignaverð, sést svart á hvítu að laun hafa svo sannarlega ekki haldið í við hækkun fasteignaverðs. Þetta hafa flest okkar heyrt, en hver er raunverulegur munur á verðlagi fasteigna og launahækkana síðastliðinn áratug? Samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands hafa laun hækkað um 107.2% síðastliðinn áratug, frá janúar 2014–janúar 2024. Fasteignaverð fjölbýla hefur hækkað um 164.7% síðastliðinn áratug samkvæmt vísitölu íbúðarhúsnæðis HMS. Þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi sem kostaði 30 milljónir árið 2014 er því verðlögð á 79.4 milljónir í dag. Ef fasteignaverð hefði haldist í hendur við launahækkanir á sama tímabili ætti eignin að kosta 62.2 milljónir. Það tekur dágóðan tíma fyrir meðaltekjufólk að vinna sér inn fyrir rúmum 17 milljónum þegar horft er á þetta tiltekna dæmi. Ekki nóg með að fasteignaverð hafi verið mun lægra bæði að nafnvirði og raunvirði í upphafi ársins 2014, heldur voru stýrivextir 5.38% á þeim tíma og þar af leiðandi talsvert betri lánakjör í boði. Hver er lausnin við þessari alvarlegu þróun? Nánast ógerlegt er fyrir einstakling í dag að komast inn á fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu upp á eigin spýtur ef viðkomandi er í fullu starfi á lágmarks- eða jafnvel meðallaunum. Spár hagfræðinga sýna að fasteignaverð komi til með að hækka enn meira næstu árin. Bilið verður því líklega enn breiðara á milli þróun launavísitölu og þróun fasteignaverðs. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir samdrátt í uppbyggingu á húsnæði sem muni hækka verð á næstu misserum. (Sjá frétt sem birtist þann 16. apríl) Ýmsar góðar lausnir til að bæta ástandið fyrir fyrstu kaupendur komu fram í pistli Indriða Stefánssonar í síðustu viku. Það er nokkuð ljóst að stjórnvöld þurfa að setja húsnæðismálavandann í forgang og koma fram með almennilegar lausnir á borðið. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjármálastýra UN Women á Íslandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun