Liður í uppbyggingunni að fólk geti sest niður og unnið úr áfallinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. apríl 2024 11:31 Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, segir ákveðin tímamót að safnskólar verði ekki fyrir grindvísk börn næsta vetur. Vísir/Arnar Á næsta skólaári munu leik- og grunnskólabörn úr Grindavík sækja skóla næst sínu heimili og safnskólar verða lagðir af. Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir um tímamót að ræða en Grindavíkurbær tilkynnti um þetta í gær Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænum á fjórum stöðum. Fram kemur í tilkynningu bæjarins að með þessari ákvörðun vilji bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barnanna og minnka álag á fjölskyldur. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forstjóri bæjarstjórnar Grindavíkur, segir þessa ákvörðun fela í sér augljósar breytingar fyrir nemendur, fjölskyldur og starfsfólk. Nú sé í undirbúningi aðgerðapakki með þeim tillögum sem samþykktar voru í bæjarstjórn í gær. „Það eru markmið undir þeim sem grípa nemendur og fjölskyldur og starfsfólk. Við þurfum einhvern vegin að koma því frá okkur að við þurfum að halda í samfélagið og erum með leiðir fyrir nemendur til að hittast. Þetta er bara tímabundið, við erum ekki að leggja stofnanir niður heldur erum við að horfa til næsta skólaárs,“ segir Ásrún í samtali við fréttastofu. Á barnaþingi sem haldið var nýlega á vegum Umboðsmanns barna hafi grindvísk börn sjálf lagt til ýmsar leiðir fyrir þau til að hittast. Má þar nefna sumarbúðir fyrir börn frá Grindavík og félagsmiðstöð. „Það er líka verið að vinna út frá þeirra óskum. Við erum því miður líka að horfa til þess að það eru ekki allar fjölskyldur búnar að setjast niður og finna varanlegan stað. Það þarf að mæta því líka,“ segir Ásrún. „Þetta er stórt og viðamikið verkefni og við viljum fá aðstoð ríkisins við að grípa fólkið okkar.“ Það séu ákveðin tímamót að ákvörðun hafi verið tekin um að leggja safnskólana af. „Safnskólar eru ákveðið neyðarúrræði í náttúruhamförum og við vorum alltaf með þá von í brjósti að við gætum snúið heim fyrr. Við teljum það líka lið í uppbyggingunni að fólk setjist niður og fari að vinna úr áfallinu og geti stigið sterkara til baka og eyða þessari óvissu,“ segir Ásrún. „Það er líka mikil óvissa varðandi leikskólamálin, það er ekkert endilega útséð að grindvísk börn komist á leikskóla. Það eru biðlistar og við vitum bara til dæmis hvernig staðan er hérna í höfuðborginni. En það er verið að horfa til þess að gera einhverja samninga, vera kannski með einhverja fylgd og við þurfum svo bara að bregðast við þegar við vitum meira.“ Grindavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 17. apríl 2024 16:39 Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00 Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. 11. apríl 2024 13:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Grindavíkurbær tilkynnti um þetta í gær Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænum á fjórum stöðum. Fram kemur í tilkynningu bæjarins að með þessari ákvörðun vilji bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barnanna og minnka álag á fjölskyldur. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forstjóri bæjarstjórnar Grindavíkur, segir þessa ákvörðun fela í sér augljósar breytingar fyrir nemendur, fjölskyldur og starfsfólk. Nú sé í undirbúningi aðgerðapakki með þeim tillögum sem samþykktar voru í bæjarstjórn í gær. „Það eru markmið undir þeim sem grípa nemendur og fjölskyldur og starfsfólk. Við þurfum einhvern vegin að koma því frá okkur að við þurfum að halda í samfélagið og erum með leiðir fyrir nemendur til að hittast. Þetta er bara tímabundið, við erum ekki að leggja stofnanir niður heldur erum við að horfa til næsta skólaárs,“ segir Ásrún í samtali við fréttastofu. Á barnaþingi sem haldið var nýlega á vegum Umboðsmanns barna hafi grindvísk börn sjálf lagt til ýmsar leiðir fyrir þau til að hittast. Má þar nefna sumarbúðir fyrir börn frá Grindavík og félagsmiðstöð. „Það er líka verið að vinna út frá þeirra óskum. Við erum því miður líka að horfa til þess að það eru ekki allar fjölskyldur búnar að setjast niður og finna varanlegan stað. Það þarf að mæta því líka,“ segir Ásrún. „Þetta er stórt og viðamikið verkefni og við viljum fá aðstoð ríkisins við að grípa fólkið okkar.“ Það séu ákveðin tímamót að ákvörðun hafi verið tekin um að leggja safnskólana af. „Safnskólar eru ákveðið neyðarúrræði í náttúruhamförum og við vorum alltaf með þá von í brjósti að við gætum snúið heim fyrr. Við teljum það líka lið í uppbyggingunni að fólk setjist niður og fari að vinna úr áfallinu og geti stigið sterkara til baka og eyða þessari óvissu,“ segir Ásrún. „Það er líka mikil óvissa varðandi leikskólamálin, það er ekkert endilega útséð að grindvísk börn komist á leikskóla. Það eru biðlistar og við vitum bara til dæmis hvernig staðan er hérna í höfuðborginni. En það er verið að horfa til þess að gera einhverja samninga, vera kannski með einhverja fylgd og við þurfum svo bara að bregðast við þegar við vitum meira.“
Grindavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 17. apríl 2024 16:39 Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00 Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. 11. apríl 2024 13:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 17. apríl 2024 16:39
Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00
Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. 11. apríl 2024 13:00