Ætla prófa að refsa markvörðum með innköstum eða hornspyrnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 14:30 Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, með boltann. Getty/Robbie Jay Barratt Reglugerðarsamband fótboltans, International Football Association Board, skammstafað IFAB, er alltaf að leita leiða til að útrýma leiktöfum úr fótboltanum. Nú eru nýjar hugmyndir að komast á næsta stig. Strangari reglur og fleiri gul spjöld fara á loft til að vinna á móti freistingum leikmanna til að reyna að tefja leikinn. Nú er komin fram enn ein hugmyndin að tilraunaverkefni í þá átt en þessi snýr að því að koma í veg fyrir leiktafir markvarðanna sjálfra. ESPN fjallar um þetta. Tvær refsingar eru í boði fyrir nýtt tilraunaverkefni. Það er að mótherjarnir fái annað hvort innkast eða hornspyrnu verði markvörðurinn uppvís að því að taka sér of langan tíma að sparka boltanum í leik. Tilraunin mun standa yfir á 2024-25 tímabilinu og árangurinn af því verður síðan grannskoðaður á fundi IFAB í lok næsta árs. Ef að þessi tilraun gengur vel þá gæti þessi reglubreyting tekið gildi að full fyrir 2026-27 tímabilið. Markmenn mega ekki halda boltanum lengur en í sex sekúndur samkvæmt reglunum og brjóti þeir þessa reglu þá á að dæma á þá óbeina aukaspyrnu þar sem þeir stóðu með boltann þegar dómarinn flautaði. Í ljós hefur komið að dómarar hafa verið hikandi í því að dæma á markverði vegna þess að það er svo hörð refsing að dæma á þá aukaspyrnu í eigin vítateig. Markverðir hafa því gengið á lagið og eru oft miklu lengur með boltann en sex sekúndur. Það er samt vilji hjá IFAB að þvinga þá til að koma boltanum í leik sem fyrst í stað þess að tefja. Því er ætlunin að prófa það að herða eftirlit dómara með sex sekúndunum en um leið refsa markvörðunum ekki með aukaspyrnu heldur með annað hvort innkasti við vítateiginn eða með hornspyrnu. Sick of keepers holding the ball for 30-40 seconds to waste time or slow down play?The [unenforced] law says a keeper can only hold the ball for 6 seconds. Any longer and it's an indirect FK to the opposition.We now have details of The IFAB trial to change it.Thread. pic.twitter.com/vo7tDs5mW8— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) April 16, 2024 Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Strangari reglur og fleiri gul spjöld fara á loft til að vinna á móti freistingum leikmanna til að reyna að tefja leikinn. Nú er komin fram enn ein hugmyndin að tilraunaverkefni í þá átt en þessi snýr að því að koma í veg fyrir leiktafir markvarðanna sjálfra. ESPN fjallar um þetta. Tvær refsingar eru í boði fyrir nýtt tilraunaverkefni. Það er að mótherjarnir fái annað hvort innkast eða hornspyrnu verði markvörðurinn uppvís að því að taka sér of langan tíma að sparka boltanum í leik. Tilraunin mun standa yfir á 2024-25 tímabilinu og árangurinn af því verður síðan grannskoðaður á fundi IFAB í lok næsta árs. Ef að þessi tilraun gengur vel þá gæti þessi reglubreyting tekið gildi að full fyrir 2026-27 tímabilið. Markmenn mega ekki halda boltanum lengur en í sex sekúndur samkvæmt reglunum og brjóti þeir þessa reglu þá á að dæma á þá óbeina aukaspyrnu þar sem þeir stóðu með boltann þegar dómarinn flautaði. Í ljós hefur komið að dómarar hafa verið hikandi í því að dæma á markverði vegna þess að það er svo hörð refsing að dæma á þá aukaspyrnu í eigin vítateig. Markverðir hafa því gengið á lagið og eru oft miklu lengur með boltann en sex sekúndur. Það er samt vilji hjá IFAB að þvinga þá til að koma boltanum í leik sem fyrst í stað þess að tefja. Því er ætlunin að prófa það að herða eftirlit dómara með sex sekúndunum en um leið refsa markvörðunum ekki með aukaspyrnu heldur með annað hvort innkasti við vítateiginn eða með hornspyrnu. Sick of keepers holding the ball for 30-40 seconds to waste time or slow down play?The [unenforced] law says a keeper can only hold the ball for 6 seconds. Any longer and it's an indirect FK to the opposition.We now have details of The IFAB trial to change it.Thread. pic.twitter.com/vo7tDs5mW8— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) April 16, 2024
Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira