Margföldun raforkuverðs Högni Elfar Gylfason skrifar 16. apríl 2024 07:01 Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna. Eftir upptöku 3.orkupakka ESB hér á landi þvert gegn alvarlegum og ítrekuðum viðvörunum þingflokks Miðflokksins hafa viðvörunarorðin verið að raungerast eitt af öðru. Líkt og flestir vita hafa nú þegar bæst við margir nýir milliliðir í smásölu raforku til neytenda og fyrirtækja hér á landi. Í kjölfarið hafa fleiri en einn þeirra farið að bjóða upp á sérstakan “afslátt” af rafmagni á nóttunni og þá gegn kröfu um uppsetningu nýrra raforkumæla sem gera það mögulegt að breyta verðinu eins oft og söluaðilarnir hafa hugmyndaflug til. Þannig styttist óðfluga í að stöðugar verðbreytingar muni dynja á fólki og fyrirtækjum. Þær verða fegraðar með orðum um allskyns afslætti, en allar munu þær hafa það raunverulega markmið að hækka arðsemi sölufyrirtækjanna sem eins og allir vita verður best gert með hækkaðri álagningu. Þegar þangað verður komið mun ástandið líkjast því sem verið hefur í Noregi og víðar þar sem raforkuverð hefur margfaldast og það er látið sveiflast mikið til að villa mönnum sýn. Þannig er það til dæmis kallað afsláttur að hafa verð lægra þegar fáir þurfa á rafmagni að halda líkt og á nóttunni, en einhver önnur orð munu höfð um miklu hærri verð á álagstímum líkt og þegar kalt er í veðri eða þegar flestir eru að elda kvöldmatinn. Jólasteikin verður svo elduð á hæsta mögulega verði vegna afleiðinga orkupakka sem ríkisstjórnarflokkarnir sögðu að myndu engin áhrif hafa hér á landi. Nýjustu afleiðingar orkustefnu eða stefnuleysi ríkisstjórnarflokkanna eru að líta dagsins ljós, en það er gangsetning uppboðsmarkaða fyrir raforku hér á landi, svonefndra “raforkukauphalla”. Þar mun raforka ganga kaupum og sölu á heildsölumarkaði með uppboðsfyrirkomulagi, sem mun ef að líkum lætur leiða til mikilla sveiflna í raforkuverði til notenda sem þó leitast helst við að fara upp fremur en niður líkt og tilhneigingin er á öðrum uppboðsmörkuðum. Þá mun stöðutaka stjórnarflokkanna síðustu tæplega sjö árin gegn aukinni framleiðslu raforku valda því að verð á slíkum uppboðum munu verða verulega hærri en ella, en lögmálið um framboð og eftirspurn skýrir allt sem skýra þarf í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að ná utan um stöðuna í orkumálum hér á landi, en það verður best gert með því að taka málaflokkinn til baka undir yfirráð eigenda orkuauðlinda landsins, sumsé íslendinga sjálfra. Sífelld eftirgjöf og undirgefni íslenskra stjórnmálamanna við erlent stofnanavald mun á endanum leiða landið í miklar ógöngur. Það er tímabært að þingmenn á Alþingi fari að taka þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til af landsmönnum öllum og fari að standa í lappirnar gegn ásælni erlendra stofnana, ríkja og ríkjasambanda í íslenskar auðlindir og íslenska hagsmuni. Ef ekkert verður að gert mun raforkuverð til heimila og fyrirtækja margfaldast í náinni framtíð. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Orkumál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna. Eftir upptöku 3.orkupakka ESB hér á landi þvert gegn alvarlegum og ítrekuðum viðvörunum þingflokks Miðflokksins hafa viðvörunarorðin verið að raungerast eitt af öðru. Líkt og flestir vita hafa nú þegar bæst við margir nýir milliliðir í smásölu raforku til neytenda og fyrirtækja hér á landi. Í kjölfarið hafa fleiri en einn þeirra farið að bjóða upp á sérstakan “afslátt” af rafmagni á nóttunni og þá gegn kröfu um uppsetningu nýrra raforkumæla sem gera það mögulegt að breyta verðinu eins oft og söluaðilarnir hafa hugmyndaflug til. Þannig styttist óðfluga í að stöðugar verðbreytingar muni dynja á fólki og fyrirtækjum. Þær verða fegraðar með orðum um allskyns afslætti, en allar munu þær hafa það raunverulega markmið að hækka arðsemi sölufyrirtækjanna sem eins og allir vita verður best gert með hækkaðri álagningu. Þegar þangað verður komið mun ástandið líkjast því sem verið hefur í Noregi og víðar þar sem raforkuverð hefur margfaldast og það er látið sveiflast mikið til að villa mönnum sýn. Þannig er það til dæmis kallað afsláttur að hafa verð lægra þegar fáir þurfa á rafmagni að halda líkt og á nóttunni, en einhver önnur orð munu höfð um miklu hærri verð á álagstímum líkt og þegar kalt er í veðri eða þegar flestir eru að elda kvöldmatinn. Jólasteikin verður svo elduð á hæsta mögulega verði vegna afleiðinga orkupakka sem ríkisstjórnarflokkarnir sögðu að myndu engin áhrif hafa hér á landi. Nýjustu afleiðingar orkustefnu eða stefnuleysi ríkisstjórnarflokkanna eru að líta dagsins ljós, en það er gangsetning uppboðsmarkaða fyrir raforku hér á landi, svonefndra “raforkukauphalla”. Þar mun raforka ganga kaupum og sölu á heildsölumarkaði með uppboðsfyrirkomulagi, sem mun ef að líkum lætur leiða til mikilla sveiflna í raforkuverði til notenda sem þó leitast helst við að fara upp fremur en niður líkt og tilhneigingin er á öðrum uppboðsmörkuðum. Þá mun stöðutaka stjórnarflokkanna síðustu tæplega sjö árin gegn aukinni framleiðslu raforku valda því að verð á slíkum uppboðum munu verða verulega hærri en ella, en lögmálið um framboð og eftirspurn skýrir allt sem skýra þarf í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að ná utan um stöðuna í orkumálum hér á landi, en það verður best gert með því að taka málaflokkinn til baka undir yfirráð eigenda orkuauðlinda landsins, sumsé íslendinga sjálfra. Sífelld eftirgjöf og undirgefni íslenskra stjórnmálamanna við erlent stofnanavald mun á endanum leiða landið í miklar ógöngur. Það er tímabært að þingmenn á Alþingi fari að taka þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til af landsmönnum öllum og fari að standa í lappirnar gegn ásælni erlendra stofnana, ríkja og ríkjasambanda í íslenskar auðlindir og íslenska hagsmuni. Ef ekkert verður að gert mun raforkuverð til heimila og fyrirtækja margfaldast í náinni framtíð. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar