Margföldun raforkuverðs Högni Elfar Gylfason skrifar 16. apríl 2024 07:01 Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna. Eftir upptöku 3.orkupakka ESB hér á landi þvert gegn alvarlegum og ítrekuðum viðvörunum þingflokks Miðflokksins hafa viðvörunarorðin verið að raungerast eitt af öðru. Líkt og flestir vita hafa nú þegar bæst við margir nýir milliliðir í smásölu raforku til neytenda og fyrirtækja hér á landi. Í kjölfarið hafa fleiri en einn þeirra farið að bjóða upp á sérstakan “afslátt” af rafmagni á nóttunni og þá gegn kröfu um uppsetningu nýrra raforkumæla sem gera það mögulegt að breyta verðinu eins oft og söluaðilarnir hafa hugmyndaflug til. Þannig styttist óðfluga í að stöðugar verðbreytingar muni dynja á fólki og fyrirtækjum. Þær verða fegraðar með orðum um allskyns afslætti, en allar munu þær hafa það raunverulega markmið að hækka arðsemi sölufyrirtækjanna sem eins og allir vita verður best gert með hækkaðri álagningu. Þegar þangað verður komið mun ástandið líkjast því sem verið hefur í Noregi og víðar þar sem raforkuverð hefur margfaldast og það er látið sveiflast mikið til að villa mönnum sýn. Þannig er það til dæmis kallað afsláttur að hafa verð lægra þegar fáir þurfa á rafmagni að halda líkt og á nóttunni, en einhver önnur orð munu höfð um miklu hærri verð á álagstímum líkt og þegar kalt er í veðri eða þegar flestir eru að elda kvöldmatinn. Jólasteikin verður svo elduð á hæsta mögulega verði vegna afleiðinga orkupakka sem ríkisstjórnarflokkarnir sögðu að myndu engin áhrif hafa hér á landi. Nýjustu afleiðingar orkustefnu eða stefnuleysi ríkisstjórnarflokkanna eru að líta dagsins ljós, en það er gangsetning uppboðsmarkaða fyrir raforku hér á landi, svonefndra “raforkukauphalla”. Þar mun raforka ganga kaupum og sölu á heildsölumarkaði með uppboðsfyrirkomulagi, sem mun ef að líkum lætur leiða til mikilla sveiflna í raforkuverði til notenda sem þó leitast helst við að fara upp fremur en niður líkt og tilhneigingin er á öðrum uppboðsmörkuðum. Þá mun stöðutaka stjórnarflokkanna síðustu tæplega sjö árin gegn aukinni framleiðslu raforku valda því að verð á slíkum uppboðum munu verða verulega hærri en ella, en lögmálið um framboð og eftirspurn skýrir allt sem skýra þarf í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að ná utan um stöðuna í orkumálum hér á landi, en það verður best gert með því að taka málaflokkinn til baka undir yfirráð eigenda orkuauðlinda landsins, sumsé íslendinga sjálfra. Sífelld eftirgjöf og undirgefni íslenskra stjórnmálamanna við erlent stofnanavald mun á endanum leiða landið í miklar ógöngur. Það er tímabært að þingmenn á Alþingi fari að taka þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til af landsmönnum öllum og fari að standa í lappirnar gegn ásælni erlendra stofnana, ríkja og ríkjasambanda í íslenskar auðlindir og íslenska hagsmuni. Ef ekkert verður að gert mun raforkuverð til heimila og fyrirtækja margfaldast í náinni framtíð. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Orkumál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna. Eftir upptöku 3.orkupakka ESB hér á landi þvert gegn alvarlegum og ítrekuðum viðvörunum þingflokks Miðflokksins hafa viðvörunarorðin verið að raungerast eitt af öðru. Líkt og flestir vita hafa nú þegar bæst við margir nýir milliliðir í smásölu raforku til neytenda og fyrirtækja hér á landi. Í kjölfarið hafa fleiri en einn þeirra farið að bjóða upp á sérstakan “afslátt” af rafmagni á nóttunni og þá gegn kröfu um uppsetningu nýrra raforkumæla sem gera það mögulegt að breyta verðinu eins oft og söluaðilarnir hafa hugmyndaflug til. Þannig styttist óðfluga í að stöðugar verðbreytingar muni dynja á fólki og fyrirtækjum. Þær verða fegraðar með orðum um allskyns afslætti, en allar munu þær hafa það raunverulega markmið að hækka arðsemi sölufyrirtækjanna sem eins og allir vita verður best gert með hækkaðri álagningu. Þegar þangað verður komið mun ástandið líkjast því sem verið hefur í Noregi og víðar þar sem raforkuverð hefur margfaldast og það er látið sveiflast mikið til að villa mönnum sýn. Þannig er það til dæmis kallað afsláttur að hafa verð lægra þegar fáir þurfa á rafmagni að halda líkt og á nóttunni, en einhver önnur orð munu höfð um miklu hærri verð á álagstímum líkt og þegar kalt er í veðri eða þegar flestir eru að elda kvöldmatinn. Jólasteikin verður svo elduð á hæsta mögulega verði vegna afleiðinga orkupakka sem ríkisstjórnarflokkarnir sögðu að myndu engin áhrif hafa hér á landi. Nýjustu afleiðingar orkustefnu eða stefnuleysi ríkisstjórnarflokkanna eru að líta dagsins ljós, en það er gangsetning uppboðsmarkaða fyrir raforku hér á landi, svonefndra “raforkukauphalla”. Þar mun raforka ganga kaupum og sölu á heildsölumarkaði með uppboðsfyrirkomulagi, sem mun ef að líkum lætur leiða til mikilla sveiflna í raforkuverði til notenda sem þó leitast helst við að fara upp fremur en niður líkt og tilhneigingin er á öðrum uppboðsmörkuðum. Þá mun stöðutaka stjórnarflokkanna síðustu tæplega sjö árin gegn aukinni framleiðslu raforku valda því að verð á slíkum uppboðum munu verða verulega hærri en ella, en lögmálið um framboð og eftirspurn skýrir allt sem skýra þarf í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að ná utan um stöðuna í orkumálum hér á landi, en það verður best gert með því að taka málaflokkinn til baka undir yfirráð eigenda orkuauðlinda landsins, sumsé íslendinga sjálfra. Sífelld eftirgjöf og undirgefni íslenskra stjórnmálamanna við erlent stofnanavald mun á endanum leiða landið í miklar ógöngur. Það er tímabært að þingmenn á Alþingi fari að taka þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til af landsmönnum öllum og fari að standa í lappirnar gegn ásælni erlendra stofnana, ríkja og ríkjasambanda í íslenskar auðlindir og íslenska hagsmuni. Ef ekkert verður að gert mun raforkuverð til heimila og fyrirtækja margfaldast í náinni framtíð. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun