Mælum með fjölbreytni Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 09:01 Áttu eftir að mæla með til forseta? Íhugaðu hvaða vald þú hefur í hendi þér. Flestir þeir frambjóðendur sem búnir eru að ná meðmælendafjölda eru þekkt andlit, pólitískt starfandi eða úr opinberum störfum. Það eru þó umtalsvert fleiri umsækjendur sem óska eftir að komast að og þar er að finna afar hæft, hugrakkt, framsækið og skapandi fólk. Hver er ávinningurinn af því að fá fjölbreyttar raddir í sjónvarpið í maí? Stórkostlegur. Hver græðir á því að veita fólki tækifæri á að sýna sig, sanna og sækja fram? Við öll - samfélagið. Forsetakosningar eru eins og Ólympíuleikarnir, á 4 ára fresti. Hér er einstakt tækifæri til að rýna stöðu og framtíð lands og þjóðar og það er okkur öllum í hag að sem flestar ólíkar raddir heyrist. Það eru mörg krefjandi mál sem á þjóðinni brenna og sitt sýnist hverjum. Fólk af erlendum uppruna er nærri 20% þjóðarinnar. Það væri einstakt afrek ef einn einstaklingur úr þeirra hópi kæmist að. Það er ennfremur afar löng leið fyrir sjálfstætt starfandi fólk að taka þátt í þessu atvinnuviðtali – á meðan konan sem fer fyrir ríkisstofnun getur óskað eftir stuttu leyfi til að fara í framboð þá þurfti ég að ráða inn fólk í minn stað í mitt fyrirtæki fyrir rúmu hálfu ári síðan til að geta tekið þátt – og ég þurfti að tilkynna snemma um framboð til að ná vöruvitund neytenda – verða þekkt. Það er ekki hægt að ganga út úr sínu eigin fyrirtæki í stutt leyfi án þess að skaða fyrirtækið. Lifibrauðið. Raunveruleikinn. Frambjóðendur sem búa við það forskot að vera þekktir fyrir opinbera þjónustu, hafa fengið sína kynningu greidda af þjóðinni í gegnum sín góðu störf í þágu samfélagsins, og gátu farið í milliriðlakeppni í meðmælendaspretti. Hver gat safnað tilskildum 1500 meðmælendum á sem stystum tíma. Gerum okkur góða grein fyrir og verum í meðvitund um ójafnræði frambjóðenda – orsakir og afleiðingar þess. Að vera þekkt andlit er ekki hæfnisþáttur í þessu samhengi – ekkert umsækjenda hefur fyrri reynslu af því að þjóna sem forseti íslensku þjóðarinnar – eina óháða sameiginlega embætti þjóðarinnar. Samtal og virkt lýðræði færir okkur nær samvinnu og samstöðu. Með því að velja fjölbreyttar raddir og lyfta þeim upp og áfram með meðmælum – þínu lýðræðislega valdi – þá ertu að iðka það sem ég stend fyrir; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Nýttu vald þitt til fulls, mæltu með fjölbreytni og lyftu samfélaginu upp með því að nýta þinn meðmælarétt til að koma ólíkum röddum að. Spurðu fólk í kringum þig „ertu búin/n að mæla með til forseta?“ og hvettu fólk til að taka þátt. Tækifærið til að læra, skapa nýjan farveg og hegðun er einstakt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Áttu eftir að mæla með til forseta? Íhugaðu hvaða vald þú hefur í hendi þér. Flestir þeir frambjóðendur sem búnir eru að ná meðmælendafjölda eru þekkt andlit, pólitískt starfandi eða úr opinberum störfum. Það eru þó umtalsvert fleiri umsækjendur sem óska eftir að komast að og þar er að finna afar hæft, hugrakkt, framsækið og skapandi fólk. Hver er ávinningurinn af því að fá fjölbreyttar raddir í sjónvarpið í maí? Stórkostlegur. Hver græðir á því að veita fólki tækifæri á að sýna sig, sanna og sækja fram? Við öll - samfélagið. Forsetakosningar eru eins og Ólympíuleikarnir, á 4 ára fresti. Hér er einstakt tækifæri til að rýna stöðu og framtíð lands og þjóðar og það er okkur öllum í hag að sem flestar ólíkar raddir heyrist. Það eru mörg krefjandi mál sem á þjóðinni brenna og sitt sýnist hverjum. Fólk af erlendum uppruna er nærri 20% þjóðarinnar. Það væri einstakt afrek ef einn einstaklingur úr þeirra hópi kæmist að. Það er ennfremur afar löng leið fyrir sjálfstætt starfandi fólk að taka þátt í þessu atvinnuviðtali – á meðan konan sem fer fyrir ríkisstofnun getur óskað eftir stuttu leyfi til að fara í framboð þá þurfti ég að ráða inn fólk í minn stað í mitt fyrirtæki fyrir rúmu hálfu ári síðan til að geta tekið þátt – og ég þurfti að tilkynna snemma um framboð til að ná vöruvitund neytenda – verða þekkt. Það er ekki hægt að ganga út úr sínu eigin fyrirtæki í stutt leyfi án þess að skaða fyrirtækið. Lifibrauðið. Raunveruleikinn. Frambjóðendur sem búa við það forskot að vera þekktir fyrir opinbera þjónustu, hafa fengið sína kynningu greidda af þjóðinni í gegnum sín góðu störf í þágu samfélagsins, og gátu farið í milliriðlakeppni í meðmælendaspretti. Hver gat safnað tilskildum 1500 meðmælendum á sem stystum tíma. Gerum okkur góða grein fyrir og verum í meðvitund um ójafnræði frambjóðenda – orsakir og afleiðingar þess. Að vera þekkt andlit er ekki hæfnisþáttur í þessu samhengi – ekkert umsækjenda hefur fyrri reynslu af því að þjóna sem forseti íslensku þjóðarinnar – eina óháða sameiginlega embætti þjóðarinnar. Samtal og virkt lýðræði færir okkur nær samvinnu og samstöðu. Með því að velja fjölbreyttar raddir og lyfta þeim upp og áfram með meðmælum – þínu lýðræðislega valdi – þá ertu að iðka það sem ég stend fyrir; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Nýttu vald þitt til fulls, mæltu með fjölbreytni og lyftu samfélaginu upp með því að nýta þinn meðmælarétt til að koma ólíkum röddum að. Spurðu fólk í kringum þig „ertu búin/n að mæla með til forseta?“ og hvettu fólk til að taka þátt. Tækifærið til að læra, skapa nýjan farveg og hegðun er einstakt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar