Emma Hayes svaraði fyrir sig með ljóði Siggeir Ævarsson skrifar 12. apríl 2024 17:45 Emma Hayes, þjálfari Chelsea, á góðri stundu á blaðamannafundi vísir/Getty Samskipti, eða samskiptaleysi jafnvel, þeirra Emmu Hayes, stjóra Chelsea og Jonas Eidevall stjóra Arsenal, eftir bikarúrslitleik liðanna á dögunum halda áfram að rata í fjölmiðla en Hayes tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag en á nokkuð óhefðbundin hátt. Forsaga málsins er sú að Hayes neitaði að taka í hönd Eidevell eftir bikarúrslitaleik liðanna þann 31. mars. Hayes lét þá hafa eftir sér að Eidevall hefði sýnt karlrembustæla á hliðarlínunni og var ekki par hrifin af hegðun hans: „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Í dag hélt Hayes svo blaðamannafund þar sem hún fór nánar yfir atvikið og sagði hún meðal annars: „Sonur minn sagði við mig eftir leikinn: „Mamma, þegar þú hrindir einhverjum í skólanum þá ertu beðinn um að fara afsíðis og hugsa þinn gang.“ - Ég svaraði honum og sagði: „Veistu hvað elskan, þú getur ekki mætt árásargirni með árásargirni. Það eina sem þú getur gert er að segja kennaranum frá, það eina sem þú getur gert er að útskýra af hverju þér þykir eitthvað ósanngjarnt.“ Hayes var síðan spurð hvort hún stæði við allt sem hún sagði eftir leikinn og svaraði hún þá með því að lesa nokkrar ljóðlínur eftir Robert Frost úr ljóði hans, Choose something like a star: „So when at times the mob is swayed, to carry praise and blame too far, we may choose somewhere like a star, to stay our minds on and be staid.“ Blaðamaður ætlar ekki að gerast svo djarfur að gera tilraun til að þýða ljóðlínurnar en Hayes var í kjölfarið spurð hvað hún ætti eiginlega við með þessum ljóðlínum og svaraði hún á frekar kryptískan hátt. „Ég er búinn að eiga frábært frí, ég er búinn að útskýra mikilvæga samlíkingu fyrir syni mínum og hvað ég lærði af þessu og fókusinn hjá mér er á framtíðina. Ég hef haft tíma til að horfa á stjörnuna mína.“ Knattspyrnusamband Englands hefur staðfest að það muni ekki aðhafast frekar í máli Hayes og Eidevell. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Hayes neitaði að taka í hönd Eidevell eftir bikarúrslitaleik liðanna þann 31. mars. Hayes lét þá hafa eftir sér að Eidevall hefði sýnt karlrembustæla á hliðarlínunni og var ekki par hrifin af hegðun hans: „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Í dag hélt Hayes svo blaðamannafund þar sem hún fór nánar yfir atvikið og sagði hún meðal annars: „Sonur minn sagði við mig eftir leikinn: „Mamma, þegar þú hrindir einhverjum í skólanum þá ertu beðinn um að fara afsíðis og hugsa þinn gang.“ - Ég svaraði honum og sagði: „Veistu hvað elskan, þú getur ekki mætt árásargirni með árásargirni. Það eina sem þú getur gert er að segja kennaranum frá, það eina sem þú getur gert er að útskýra af hverju þér þykir eitthvað ósanngjarnt.“ Hayes var síðan spurð hvort hún stæði við allt sem hún sagði eftir leikinn og svaraði hún þá með því að lesa nokkrar ljóðlínur eftir Robert Frost úr ljóði hans, Choose something like a star: „So when at times the mob is swayed, to carry praise and blame too far, we may choose somewhere like a star, to stay our minds on and be staid.“ Blaðamaður ætlar ekki að gerast svo djarfur að gera tilraun til að þýða ljóðlínurnar en Hayes var í kjölfarið spurð hvað hún ætti eiginlega við með þessum ljóðlínum og svaraði hún á frekar kryptískan hátt. „Ég er búinn að eiga frábært frí, ég er búinn að útskýra mikilvæga samlíkingu fyrir syni mínum og hvað ég lærði af þessu og fókusinn hjá mér er á framtíðina. Ég hef haft tíma til að horfa á stjörnuna mína.“ Knattspyrnusamband Englands hefur staðfest að það muni ekki aðhafast frekar í máli Hayes og Eidevell.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira