Emma Hayes svaraði fyrir sig með ljóði Siggeir Ævarsson skrifar 12. apríl 2024 17:45 Emma Hayes, þjálfari Chelsea, á góðri stundu á blaðamannafundi vísir/Getty Samskipti, eða samskiptaleysi jafnvel, þeirra Emmu Hayes, stjóra Chelsea og Jonas Eidevall stjóra Arsenal, eftir bikarúrslitleik liðanna á dögunum halda áfram að rata í fjölmiðla en Hayes tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag en á nokkuð óhefðbundin hátt. Forsaga málsins er sú að Hayes neitaði að taka í hönd Eidevell eftir bikarúrslitaleik liðanna þann 31. mars. Hayes lét þá hafa eftir sér að Eidevall hefði sýnt karlrembustæla á hliðarlínunni og var ekki par hrifin af hegðun hans: „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Í dag hélt Hayes svo blaðamannafund þar sem hún fór nánar yfir atvikið og sagði hún meðal annars: „Sonur minn sagði við mig eftir leikinn: „Mamma, þegar þú hrindir einhverjum í skólanum þá ertu beðinn um að fara afsíðis og hugsa þinn gang.“ - Ég svaraði honum og sagði: „Veistu hvað elskan, þú getur ekki mætt árásargirni með árásargirni. Það eina sem þú getur gert er að segja kennaranum frá, það eina sem þú getur gert er að útskýra af hverju þér þykir eitthvað ósanngjarnt.“ Hayes var síðan spurð hvort hún stæði við allt sem hún sagði eftir leikinn og svaraði hún þá með því að lesa nokkrar ljóðlínur eftir Robert Frost úr ljóði hans, Choose something like a star: „So when at times the mob is swayed, to carry praise and blame too far, we may choose somewhere like a star, to stay our minds on and be staid.“ Blaðamaður ætlar ekki að gerast svo djarfur að gera tilraun til að þýða ljóðlínurnar en Hayes var í kjölfarið spurð hvað hún ætti eiginlega við með þessum ljóðlínum og svaraði hún á frekar kryptískan hátt. „Ég er búinn að eiga frábært frí, ég er búinn að útskýra mikilvæga samlíkingu fyrir syni mínum og hvað ég lærði af þessu og fókusinn hjá mér er á framtíðina. Ég hef haft tíma til að horfa á stjörnuna mína.“ Knattspyrnusamband Englands hefur staðfest að það muni ekki aðhafast frekar í máli Hayes og Eidevell. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Hayes neitaði að taka í hönd Eidevell eftir bikarúrslitaleik liðanna þann 31. mars. Hayes lét þá hafa eftir sér að Eidevall hefði sýnt karlrembustæla á hliðarlínunni og var ekki par hrifin af hegðun hans: „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Í dag hélt Hayes svo blaðamannafund þar sem hún fór nánar yfir atvikið og sagði hún meðal annars: „Sonur minn sagði við mig eftir leikinn: „Mamma, þegar þú hrindir einhverjum í skólanum þá ertu beðinn um að fara afsíðis og hugsa þinn gang.“ - Ég svaraði honum og sagði: „Veistu hvað elskan, þú getur ekki mætt árásargirni með árásargirni. Það eina sem þú getur gert er að segja kennaranum frá, það eina sem þú getur gert er að útskýra af hverju þér þykir eitthvað ósanngjarnt.“ Hayes var síðan spurð hvort hún stæði við allt sem hún sagði eftir leikinn og svaraði hún þá með því að lesa nokkrar ljóðlínur eftir Robert Frost úr ljóði hans, Choose something like a star: „So when at times the mob is swayed, to carry praise and blame too far, we may choose somewhere like a star, to stay our minds on and be staid.“ Blaðamaður ætlar ekki að gerast svo djarfur að gera tilraun til að þýða ljóðlínurnar en Hayes var í kjölfarið spurð hvað hún ætti eiginlega við með þessum ljóðlínum og svaraði hún á frekar kryptískan hátt. „Ég er búinn að eiga frábært frí, ég er búinn að útskýra mikilvæga samlíkingu fyrir syni mínum og hvað ég lærði af þessu og fókusinn hjá mér er á framtíðina. Ég hef haft tíma til að horfa á stjörnuna mína.“ Knattspyrnusamband Englands hefur staðfest að það muni ekki aðhafast frekar í máli Hayes og Eidevell.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira