„Heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. apríl 2024 10:57 Bergrún Íris Sævarsdóttir talaði opinskátt um lífið án áfengis í Bítinu á Bylgjunni í nóvember í fyrra. Bergrún Íris Bergrún Íris Sævarsdóttir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið. „Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að komast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegnum tilfinningar án þess að styðjast við hækju í vökvaformi,“ skrifar Bergrún Íris í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Sjálfsvinna og sjálfsást leiðin að bata „Ég tíndi upp úr öllum skúffum minningar og áföll, sorteraði og fór í gegnum það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa takinu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegnum árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sigurinn og það sem ég er hvað stoltust af. Verkefninu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði,“ segir Bergrún. „Alkahólismi er miklu flóknari sjúkdómur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómetanlegt að vita að enginn þarf að standa í þessu einn með sjálfum sér. Ef einhver er forvitin/nn/ð og vill byrja að kynna sér áfengislausan lífsstíl þá eru til alls kyns góðar bækur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyrir mig virkaði best að tala við fólk sem hefur upplifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta.“ Hún segir að ferðalagið snúist minnst um áfengi. Það snúist mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa sig, allsgáð, með öllum sínum eiginleikum. Hún segir skrefin ekki hafa verið auðveld en þau séu stór og í rétta átt. Mamma ekki lengur þreytt Bergrún talaði opinskátt um ákvörðun sína um að hætta drekka í Bítínu á Bylgjunni í nóvember fyrra. þar sem hún meðal annar frá því að börnin hennar hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ „Þannig, hlustum á börnin.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að komast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegnum tilfinningar án þess að styðjast við hækju í vökvaformi,“ skrifar Bergrún Íris í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Sjálfsvinna og sjálfsást leiðin að bata „Ég tíndi upp úr öllum skúffum minningar og áföll, sorteraði og fór í gegnum það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa takinu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegnum árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sigurinn og það sem ég er hvað stoltust af. Verkefninu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði,“ segir Bergrún. „Alkahólismi er miklu flóknari sjúkdómur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómetanlegt að vita að enginn þarf að standa í þessu einn með sjálfum sér. Ef einhver er forvitin/nn/ð og vill byrja að kynna sér áfengislausan lífsstíl þá eru til alls kyns góðar bækur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyrir mig virkaði best að tala við fólk sem hefur upplifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta.“ Hún segir að ferðalagið snúist minnst um áfengi. Það snúist mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa sig, allsgáð, með öllum sínum eiginleikum. Hún segir skrefin ekki hafa verið auðveld en þau séu stór og í rétta átt. Mamma ekki lengur þreytt Bergrún talaði opinskátt um ákvörðun sína um að hætta drekka í Bítínu á Bylgjunni í nóvember fyrra. þar sem hún meðal annar frá því að börnin hennar hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ „Þannig, hlustum á börnin.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36