„Við getum ekki beðið eftir því að hitta þig,“ skrifar parið við færsluna. Þar má sjá þegar parið sker svokallaða kynjaköku með hvítu kremi og bláu kremi að innan.
Jóhanna Helga starfar sem útvarpskona á FM957 og hefur gert tvær seríur af raunveruleikaþáttunum Samstarf ásamt bestu vinkonu sinni, Sunnevu Einarsdóttur.
Hún er með tæplega 16 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram en segist sjálf aldrei hafa titlað sig sem áhrifavald. Samhliða þessu kláraði Jóhanna Helga BS gráðu úr iðjuþjálfunarfræði í fyrra, tók síðan U-beygju og hóf diplómanám við blaða- og fréttamennsku.