Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson skrifa 11. apríl 2024 16:01 Rúmar fimm vikur eru liðnar frá aðgerðum lögreglu þann 5. mars sl., þegar veitingastöðum í eigu Davíðs Viðarssonar var lokað og þau skilaboð gefin út til ætlaðra þolenda að framtíð þeirra á Íslandi yrði tryggð. Nú í vikunni kynntu stjórnvöld loksins fyrir ætluðum þolendum útfærslu sína á því sem skiptir fólkið mestu fyrir framtíð þeirra á Íslandi, þ.e.a.s. hvaða dvalar- og atvinnuleyfi standa þeim til boða. Með útfærslu stjórnvalda er einungis hluta hópsins tryggð öll þau sömu réttindi og þau höfðu fyrir 5. mars, það er framhaldandi rétt til fjölskyldusameiningar og óskertan rétt til að sækja um ótímabundið dvalarleyfi. Sá hluti hópsins sem ekki er kominn í nýtt starf fer hins vegar, að óbreyttu, á svokallað umþóttunarleyfi fyrir þolendur mansals, að mánuði liðnum. Fólki er með öðrum orðum gefinn frestur til 15. maí til að finna nýtt starf, að öðrum kosti fara þau á síðra dvalarleyfien þau voru á þann 5. mars og í einhverjum tilfellum er fyrirhuguð fjölskyldusameining í uppnámi. Útfærsla stjórnvalda í málinu er undirrituðum mikil vonbrigði. ASÍ hefur um langt skeið bent á mikilvægi þess að í málum sem þessum sé framtíð ætlaðra þolenda tryggð og í því samhengi skiptir höfuðmáli að réttindi þolenda hvað varðar dvalar- og atvinnuleyfi verði ekki lakari en þau voru áður en ráðist var í aðgerðirnar. ASÍ hefur ítrekað gert grein fyrir þessum sjónarmiðum frá því að málið kom upp, m.a. á fundum með dómsmálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Framangreind sjónarmið byggja m.a. á hinum ýmsu skýrslum og meðmælum alþjóðastofnana og sérfræðinga um hvernig best sé að haga viðbrögðum er upp koma vinnumansalsmál. Sjónarmið sem byggja á sérstaklega flóknu eðli slíkra afbrota. Hér skiptir öllu að stjórnvöld standi með þolendum. Um er að ræða fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi. Fólkið kom til Íslands eftir að hafa selt allar eigur sínar í heimalandinu, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Að mati undirritaðra er fyrirliggjandi niðurstaða stjórnvalda afleit. Verði henni ekki breytt og sanngjarnt tillit tekið til stöðu og hagsmuna þess fólks sem málið varðar eru allar líkur á að til lengri tíma verði þolendur vinnumansals ekki tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Með vísan í allt framangreint skora undirrituð á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína, standa með þolendum og gera betur. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviðiHalldór Oddsson, sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Mansal Vinnumarkaður Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Rúmar fimm vikur eru liðnar frá aðgerðum lögreglu þann 5. mars sl., þegar veitingastöðum í eigu Davíðs Viðarssonar var lokað og þau skilaboð gefin út til ætlaðra þolenda að framtíð þeirra á Íslandi yrði tryggð. Nú í vikunni kynntu stjórnvöld loksins fyrir ætluðum þolendum útfærslu sína á því sem skiptir fólkið mestu fyrir framtíð þeirra á Íslandi, þ.e.a.s. hvaða dvalar- og atvinnuleyfi standa þeim til boða. Með útfærslu stjórnvalda er einungis hluta hópsins tryggð öll þau sömu réttindi og þau höfðu fyrir 5. mars, það er framhaldandi rétt til fjölskyldusameiningar og óskertan rétt til að sækja um ótímabundið dvalarleyfi. Sá hluti hópsins sem ekki er kominn í nýtt starf fer hins vegar, að óbreyttu, á svokallað umþóttunarleyfi fyrir þolendur mansals, að mánuði liðnum. Fólki er með öðrum orðum gefinn frestur til 15. maí til að finna nýtt starf, að öðrum kosti fara þau á síðra dvalarleyfien þau voru á þann 5. mars og í einhverjum tilfellum er fyrirhuguð fjölskyldusameining í uppnámi. Útfærsla stjórnvalda í málinu er undirrituðum mikil vonbrigði. ASÍ hefur um langt skeið bent á mikilvægi þess að í málum sem þessum sé framtíð ætlaðra þolenda tryggð og í því samhengi skiptir höfuðmáli að réttindi þolenda hvað varðar dvalar- og atvinnuleyfi verði ekki lakari en þau voru áður en ráðist var í aðgerðirnar. ASÍ hefur ítrekað gert grein fyrir þessum sjónarmiðum frá því að málið kom upp, m.a. á fundum með dómsmálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Framangreind sjónarmið byggja m.a. á hinum ýmsu skýrslum og meðmælum alþjóðastofnana og sérfræðinga um hvernig best sé að haga viðbrögðum er upp koma vinnumansalsmál. Sjónarmið sem byggja á sérstaklega flóknu eðli slíkra afbrota. Hér skiptir öllu að stjórnvöld standi með þolendum. Um er að ræða fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi. Fólkið kom til Íslands eftir að hafa selt allar eigur sínar í heimalandinu, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Að mati undirritaðra er fyrirliggjandi niðurstaða stjórnvalda afleit. Verði henni ekki breytt og sanngjarnt tillit tekið til stöðu og hagsmuna þess fólks sem málið varðar eru allar líkur á að til lengri tíma verði þolendur vinnumansals ekki tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Með vísan í allt framangreint skora undirrituð á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína, standa með þolendum og gera betur. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviðiHalldór Oddsson, sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun