Dánaraðstoð: Hvers vegna skilar Læknafélag Íslands auðu? Ingrid Kuhlman, Bjarni Jónsson, Sylviane Lecoulte, Steinar Harðarson, Veturliði Þór Stefánsson og Íris Davíðsdóttir skrifa 14. apríl 2024 08:01 Miðvikudaginn 27. mars sl. var dánaraðstoð umfjöllunarefnið í Pallborðinu á Vísi. Gestir þáttarins voru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Tilefni þáttarins var m.a. að ræða nýlegt frumvarp um dánaraðstoð sem var lagt fram í byrjun mars. Hér fyrir neðan eru okkar viðbrögð við því sem kom fram í þættinum. LÍ veigrar sér við að skrifa umsögn um frumvarpið Læknafélag Íslands (LÍ) ákvað að senda ekki inn umsögn um frumvarpið, þrátt fyrir að formaður þess hafi lýst því yfir að afstaða félagsins sé skýr; það sé mótfallið því að læknar veiti dánaraðstoð. Formaður félagsins fullyrðir einnig að það hafi þó skoðanir á frumvarpinu. En hvers vegna velur félagið að láta ekki afstöðu sína endurspeglast í formlegri umsögn um frumvarpið? Er það ætlun LÍ að stýra umræðunni með því að íhuga málið, móta sér stefnu og hugsanlega taka svo þátt í samræðum eftir það? Er mögulegt að þessi tregða til að tjá sig formlega um frumvarpið sé í raun tilraun til að seinka framgangi málsins og drepa umræðunni á dreif? Breytingar á afstöðu læknafélaga Formaður LÍ bendir á að alþjóðasamtök lækna séu andvíg dánaraðstoð sem og langflest aðildarfélög samtakanna. Þess má geta, þrátt fyrir þessa andstöðu, að dánaraðstoð hefur verið lögleidd í 8 löndum í Evrópu, löndum Eyjaálfu auk Kanada, Kúbu og tveimur ríkjum í Suður-Ameríku. Auk þess hafa lög sem heimila dánaraðstoð tekið gildi í 11 fylkjum Bandaríkjanna. Í þeim löndum/fylkjum þar sem dánaraðstoð er lögleg hafa læknar verið hluti af ferlinu og gert það af fúsum og frjálsum vilja. Enginn læknir er þvingaður til að veita dánaraðstoð gangi það gegn skoðunum hans. Á undanförnum áratug hafa fjölmörg samtök lækna og hjúkrunarfræðinga í Bretlandi endurskoðað afstöðu sína til dánaraðstoðar eftir að þau létu kanna skoðanir félagsmanna. Sem dæmi þá hafa bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) fært sig frá því að vera mótfallin lögleiðingu dánaraðstoðar yfir í að taka hlutlausa afstöðu. Þessi þróun sýnir breytt viðhorf þessara heilbrigðisstarfsmanna til dánaraðstoðar, þrátt fyrir andstöðu frá læknafélögum á alþjóðavettvangi. Eitt af augljósustu merkjum um breytt viðhorf til dánaraðstoðar innan læknasamfélagsins á Íslandi er að í fyrsta skipti stíga fram fjórir læknar sem allir hafa langan starfsferil að baki og mikla starfsreynslu. Í umsögnum sínum um lagafrumvarpið lýsa þeir yfir stuðningi við frumvarpið og byggja málflutning sinn á haldgóðum rökum. Viðhorf þeirra vekur athygli og kallar á ígrundun innan LÍ um gildandi stefnu félagsins í afstöðu sinni til dánaraðstoðar. Læknafélagið hefur ekki viljað ræða málið Í Pallborðinu lýsti formaður LÍ yfir vonbrigðum með að ekki skuli hafa haft samráð við Læknafélagið við samningu og framlagningu frumvarpsins þar sem því sé beint sérstaklega að læknastéttinni. Þar gleymir hún að LÍ hefur ekki leitast við að taka virkan þátt í mótun frumvarpsins að eigin frumkvæði. Félagið gekk jafnvel svo langt árið 2021 að andmæla þingsályktunartillögu um að framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna í þeim tilgangi að fá sem gleggsta mynd af afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. Þessi staðfesta afstaða LÍ gegn dánaraðstoð vekur upp spurningar um vilja og áhuga félagsins á að vera þátttakandi í umræðunni. Lífsvirðing hefur ítrekað, frá stofnun þess árið 2017, boðið LÍ til umræðu um dánaraðstoð. Fyrsta svarið barst í febrúar 2024! Læknar sem hugsa meira um dánaraðstoð styðja hana Formaður LÍ dregur í efa niðurstöður könnunar heilbrigðisráðherra frá 2023 sem leiddu í ljós að 56,2% lækna styðja dánaraðstoð. Hún heldur því fram að þeir læknar sem hafi ígrundað málið ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að styðja dánaraðstoð hafi fremur svarað könnuninni. Með öðrum orðum tengir hún vandlega umhugsun lækna um dánaraðstoð við jákvæða afstöðu til hennar. Þessi viðurkenning af hálfu formannsins býr til ákveðna mótsögn við afstöðu hennar þar sem hún undirstrikar ómeðvitað tengslin á milli góðrar ígrundunar og stuðnings við dánaraðstoð. Ómögulegt að blanda ekki læknum inn í málið Í þættinum ræddi formaður LÍ þann möguleika að útfæra dánaraðstoð án beinnar aðkomu lækna þar sem þeirra grundvallarhlutverk – að lækna og líkna – geti þá haldist óbreytt sem og siðareglurnar. Þessi hugmynd er vandkvæðum bundin, sérstaklega í ljósi þeirra skilyrða sem sett eru fram í frumvarpinu. Þau krefjast þess m.a. að læknir meti heilsufar sjúklinga og ávísi lyfjum sem hluti af ferlinu. Þannig virðist það vera flókið, ef ekki ómögulegt, að taka lækna algjörlega út út jöfnunni við veitingu dánaraðstoðar. Hins vegar er vert að taka fram að ekki er gert ráð fyrir að marga lækna þurfi til að annast dánaraðstoð á Íslandi. Ekki er heldur gerð krafa um að ALLIR verði að veita hana heldur aðeins þeir læknar sem eru tilbúnir til þess. Hér má greina samanburð við giftingar samkynhneigðra áður fyrr en í upphafi var prestum heimilt að neita að gefa saman samkynhneigð pör og var þessi réttur þeirra kallaður „samviskufrelsi“. Hið sama ætti við í tilviki dánaraðstoðar. Hvetjum til opinnar og gagnsærrar umræðu Við hvetjum LÍ til að efna til opinnar og gagnsærrar umræðu um dánaraðstoð innan félagsins. Byggt á þeim samtölum sem við í Lífsvirðingu höfum átt við lækna höfum við ástæðu til að ætla að stuðningur þeirra við dánaraðstoð sé meiri en formaður LÍ gefur til kynna. Við hvetjum því LÍ til að taka tillit til og virða sjónarmið meirihluta lækna eins og þau birtast í nýlegri viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti ætti að hefja samtalið og leyfa umræðunni að þroskast áfram. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru í nafni félagsins endurspegli raunverulegan vilja og afstöðu lækna. Lífsvirðing leggur einnig ríka áherslu á mikilvægi þess að LÍ undirbúi og framkvæmi ítarlega viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um dánaraðstoð. Áður en slík könnun fari fram er grundvallaratriði að félagið bjóði félagsmönnum upp á víðtæka fræðslu um þann stranga lagaramma og það faglega verklag sem er við lýði í þeim löndum sem hafa leyft dánaraðstoð auk kynningar á þeim ólíku útfærslum sem þjóðir hafa valið. Finnska læknafélagið er nú þegar að taka þessi skref. Könnun sem var framkvæmd í vetur meðal félagsmanna þess leiddi í ljós að 55% finnskra lækna eru hlynntir dánaraðstoð. Í maí er fyrirhugað að efna til umræðu innan félagsins um dánaraðstoð og hvaða stefnu finnska læknafélagið ætti að hafa. Slík nálgun auðgar ekki aðeins umræðuna innan læknastéttarinnar heldur stuðla einnig að vel upplýstri og ígrundaðri ákvörðunartöku varðandi mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 27. mars sl. var dánaraðstoð umfjöllunarefnið í Pallborðinu á Vísi. Gestir þáttarins voru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Tilefni þáttarins var m.a. að ræða nýlegt frumvarp um dánaraðstoð sem var lagt fram í byrjun mars. Hér fyrir neðan eru okkar viðbrögð við því sem kom fram í þættinum. LÍ veigrar sér við að skrifa umsögn um frumvarpið Læknafélag Íslands (LÍ) ákvað að senda ekki inn umsögn um frumvarpið, þrátt fyrir að formaður þess hafi lýst því yfir að afstaða félagsins sé skýr; það sé mótfallið því að læknar veiti dánaraðstoð. Formaður félagsins fullyrðir einnig að það hafi þó skoðanir á frumvarpinu. En hvers vegna velur félagið að láta ekki afstöðu sína endurspeglast í formlegri umsögn um frumvarpið? Er það ætlun LÍ að stýra umræðunni með því að íhuga málið, móta sér stefnu og hugsanlega taka svo þátt í samræðum eftir það? Er mögulegt að þessi tregða til að tjá sig formlega um frumvarpið sé í raun tilraun til að seinka framgangi málsins og drepa umræðunni á dreif? Breytingar á afstöðu læknafélaga Formaður LÍ bendir á að alþjóðasamtök lækna séu andvíg dánaraðstoð sem og langflest aðildarfélög samtakanna. Þess má geta, þrátt fyrir þessa andstöðu, að dánaraðstoð hefur verið lögleidd í 8 löndum í Evrópu, löndum Eyjaálfu auk Kanada, Kúbu og tveimur ríkjum í Suður-Ameríku. Auk þess hafa lög sem heimila dánaraðstoð tekið gildi í 11 fylkjum Bandaríkjanna. Í þeim löndum/fylkjum þar sem dánaraðstoð er lögleg hafa læknar verið hluti af ferlinu og gert það af fúsum og frjálsum vilja. Enginn læknir er þvingaður til að veita dánaraðstoð gangi það gegn skoðunum hans. Á undanförnum áratug hafa fjölmörg samtök lækna og hjúkrunarfræðinga í Bretlandi endurskoðað afstöðu sína til dánaraðstoðar eftir að þau létu kanna skoðanir félagsmanna. Sem dæmi þá hafa bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) fært sig frá því að vera mótfallin lögleiðingu dánaraðstoðar yfir í að taka hlutlausa afstöðu. Þessi þróun sýnir breytt viðhorf þessara heilbrigðisstarfsmanna til dánaraðstoðar, þrátt fyrir andstöðu frá læknafélögum á alþjóðavettvangi. Eitt af augljósustu merkjum um breytt viðhorf til dánaraðstoðar innan læknasamfélagsins á Íslandi er að í fyrsta skipti stíga fram fjórir læknar sem allir hafa langan starfsferil að baki og mikla starfsreynslu. Í umsögnum sínum um lagafrumvarpið lýsa þeir yfir stuðningi við frumvarpið og byggja málflutning sinn á haldgóðum rökum. Viðhorf þeirra vekur athygli og kallar á ígrundun innan LÍ um gildandi stefnu félagsins í afstöðu sinni til dánaraðstoðar. Læknafélagið hefur ekki viljað ræða málið Í Pallborðinu lýsti formaður LÍ yfir vonbrigðum með að ekki skuli hafa haft samráð við Læknafélagið við samningu og framlagningu frumvarpsins þar sem því sé beint sérstaklega að læknastéttinni. Þar gleymir hún að LÍ hefur ekki leitast við að taka virkan þátt í mótun frumvarpsins að eigin frumkvæði. Félagið gekk jafnvel svo langt árið 2021 að andmæla þingsályktunartillögu um að framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna í þeim tilgangi að fá sem gleggsta mynd af afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. Þessi staðfesta afstaða LÍ gegn dánaraðstoð vekur upp spurningar um vilja og áhuga félagsins á að vera þátttakandi í umræðunni. Lífsvirðing hefur ítrekað, frá stofnun þess árið 2017, boðið LÍ til umræðu um dánaraðstoð. Fyrsta svarið barst í febrúar 2024! Læknar sem hugsa meira um dánaraðstoð styðja hana Formaður LÍ dregur í efa niðurstöður könnunar heilbrigðisráðherra frá 2023 sem leiddu í ljós að 56,2% lækna styðja dánaraðstoð. Hún heldur því fram að þeir læknar sem hafi ígrundað málið ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að styðja dánaraðstoð hafi fremur svarað könnuninni. Með öðrum orðum tengir hún vandlega umhugsun lækna um dánaraðstoð við jákvæða afstöðu til hennar. Þessi viðurkenning af hálfu formannsins býr til ákveðna mótsögn við afstöðu hennar þar sem hún undirstrikar ómeðvitað tengslin á milli góðrar ígrundunar og stuðnings við dánaraðstoð. Ómögulegt að blanda ekki læknum inn í málið Í þættinum ræddi formaður LÍ þann möguleika að útfæra dánaraðstoð án beinnar aðkomu lækna þar sem þeirra grundvallarhlutverk – að lækna og líkna – geti þá haldist óbreytt sem og siðareglurnar. Þessi hugmynd er vandkvæðum bundin, sérstaklega í ljósi þeirra skilyrða sem sett eru fram í frumvarpinu. Þau krefjast þess m.a. að læknir meti heilsufar sjúklinga og ávísi lyfjum sem hluti af ferlinu. Þannig virðist það vera flókið, ef ekki ómögulegt, að taka lækna algjörlega út út jöfnunni við veitingu dánaraðstoðar. Hins vegar er vert að taka fram að ekki er gert ráð fyrir að marga lækna þurfi til að annast dánaraðstoð á Íslandi. Ekki er heldur gerð krafa um að ALLIR verði að veita hana heldur aðeins þeir læknar sem eru tilbúnir til þess. Hér má greina samanburð við giftingar samkynhneigðra áður fyrr en í upphafi var prestum heimilt að neita að gefa saman samkynhneigð pör og var þessi réttur þeirra kallaður „samviskufrelsi“. Hið sama ætti við í tilviki dánaraðstoðar. Hvetjum til opinnar og gagnsærrar umræðu Við hvetjum LÍ til að efna til opinnar og gagnsærrar umræðu um dánaraðstoð innan félagsins. Byggt á þeim samtölum sem við í Lífsvirðingu höfum átt við lækna höfum við ástæðu til að ætla að stuðningur þeirra við dánaraðstoð sé meiri en formaður LÍ gefur til kynna. Við hvetjum því LÍ til að taka tillit til og virða sjónarmið meirihluta lækna eins og þau birtast í nýlegri viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti ætti að hefja samtalið og leyfa umræðunni að þroskast áfram. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru í nafni félagsins endurspegli raunverulegan vilja og afstöðu lækna. Lífsvirðing leggur einnig ríka áherslu á mikilvægi þess að LÍ undirbúi og framkvæmi ítarlega viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um dánaraðstoð. Áður en slík könnun fari fram er grundvallaratriði að félagið bjóði félagsmönnum upp á víðtæka fræðslu um þann stranga lagaramma og það faglega verklag sem er við lýði í þeim löndum sem hafa leyft dánaraðstoð auk kynningar á þeim ólíku útfærslum sem þjóðir hafa valið. Finnska læknafélagið er nú þegar að taka þessi skref. Könnun sem var framkvæmd í vetur meðal félagsmanna þess leiddi í ljós að 55% finnskra lækna eru hlynntir dánaraðstoð. Í maí er fyrirhugað að efna til umræðu innan félagsins um dánaraðstoð og hvaða stefnu finnska læknafélagið ætti að hafa. Slík nálgun auðgar ekki aðeins umræðuna innan læknastéttarinnar heldur stuðla einnig að vel upplýstri og ígrundaðri ákvörðunartöku varðandi mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar