Elínborg sem biskup Björg Ágústsdóttir skrifar 10. apríl 2024 21:31 Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi. Hún gekk í verk af skörungsskap, en ekki síður af fagmennsku, hlýju og virðingu fyrir fólki og mismunandi aðstæðum þess, bæði í gleði og sorg. Hið sama má segja um störf hennar sem sveitaprests í Borgarfirði og Dómkirkjuprests, samtals í yfir 20 ár. Þann 11. apríl nk. hefst kosning til embættis biskups Íslands og hafa yfir 2.200 fulltrúar þjóðkirkjunnar þar kosningarétt. Við sem höfum fengið að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur, í þjónustu hennar við sóknarbörn og íbúa, gleðjumst innilega yfir því að hún bjóði sig nú fram til þessa mikilvæga embættis. Þjóðkirkjan og sóknirnar vítt og breitt um landið eru mikilvægt net, ofið gegnum byggðir landsins, fjölmennar og fámennar. Kjarninn er að sjálfsögðu boðun fagnaðarerindisins en ennfremur hin mikilvæga félagslega og menningarlega þjónusta; hvort sem það er sálgæslan á stöðum þar sem fjölþætt heilbrigðisþjónusta er oft ekki til staðar, barna- og unglingastarf þar sem íbúafjöldinn er takmarkaður eða stuðningur við elstu íbúana, sem í æ ríkari mæli búa einir eða upplifa einsemd. Öll þessi þjónusta er veitt óháð því hvort fólk tilheyri þjóðkirkjunni, staðreynd sem oft gleymist. Þess vegna er sóknarpresturinn svo mikilvægur og allt starf söfnuðanna sem miðar að þessu marki. Þessari samfélagsþjónustu hefur Elínborg sinnt með stakri prýði, í sveit, bæ og borg. Hún þekkir ólíkt og krefjandi starfsumhverfi, áskoranir sóknanna og starfsfólks þeirra, bæði launaðra og ólaunaðra. Skyldur biskups við þennan hóp eru fjölmargar, bæði í trúarlegri leiðsögn og á sviði stjórnsýslu. Þegar erfið mál koma upp þarf sterkt og öruggt bakland fyrir sóknarnefndirnar og trúnaðarfólk safnaðanna. Sr. Elínborg er vel heima í málefnum og uppbyggingu þjóðkirkjunnar, eins og framganga hennar á nýafstöðnum kynningarfundum um landið ber vitni. Hún hefur dýrmæta reynslu, innsæi, menntun og mannkosti sem þörf er á við að leiða þjóðkirkjuna og styðja fulltrúa hennar á vegferð breytinga og nauðsynlegrar uppbyggingar, og til að stuðla að friði og samhug, sem svo víða skortir. Við sem höfum verið svo lánsöm að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur mælum innilega með henni sem verðugu efni í næsta biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grundarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Grundarfjörður Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi. Hún gekk í verk af skörungsskap, en ekki síður af fagmennsku, hlýju og virðingu fyrir fólki og mismunandi aðstæðum þess, bæði í gleði og sorg. Hið sama má segja um störf hennar sem sveitaprests í Borgarfirði og Dómkirkjuprests, samtals í yfir 20 ár. Þann 11. apríl nk. hefst kosning til embættis biskups Íslands og hafa yfir 2.200 fulltrúar þjóðkirkjunnar þar kosningarétt. Við sem höfum fengið að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur, í þjónustu hennar við sóknarbörn og íbúa, gleðjumst innilega yfir því að hún bjóði sig nú fram til þessa mikilvæga embættis. Þjóðkirkjan og sóknirnar vítt og breitt um landið eru mikilvægt net, ofið gegnum byggðir landsins, fjölmennar og fámennar. Kjarninn er að sjálfsögðu boðun fagnaðarerindisins en ennfremur hin mikilvæga félagslega og menningarlega þjónusta; hvort sem það er sálgæslan á stöðum þar sem fjölþætt heilbrigðisþjónusta er oft ekki til staðar, barna- og unglingastarf þar sem íbúafjöldinn er takmarkaður eða stuðningur við elstu íbúana, sem í æ ríkari mæli búa einir eða upplifa einsemd. Öll þessi þjónusta er veitt óháð því hvort fólk tilheyri þjóðkirkjunni, staðreynd sem oft gleymist. Þess vegna er sóknarpresturinn svo mikilvægur og allt starf söfnuðanna sem miðar að þessu marki. Þessari samfélagsþjónustu hefur Elínborg sinnt með stakri prýði, í sveit, bæ og borg. Hún þekkir ólíkt og krefjandi starfsumhverfi, áskoranir sóknanna og starfsfólks þeirra, bæði launaðra og ólaunaðra. Skyldur biskups við þennan hóp eru fjölmargar, bæði í trúarlegri leiðsögn og á sviði stjórnsýslu. Þegar erfið mál koma upp þarf sterkt og öruggt bakland fyrir sóknarnefndirnar og trúnaðarfólk safnaðanna. Sr. Elínborg er vel heima í málefnum og uppbyggingu þjóðkirkjunnar, eins og framganga hennar á nýafstöðnum kynningarfundum um landið ber vitni. Hún hefur dýrmæta reynslu, innsæi, menntun og mannkosti sem þörf er á við að leiða þjóðkirkjuna og styðja fulltrúa hennar á vegferð breytinga og nauðsynlegrar uppbyggingar, og til að stuðla að friði og samhug, sem svo víða skortir. Við sem höfum verið svo lánsöm að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur mælum innilega með henni sem verðugu efni í næsta biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grundarfirði.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar