Vinnuskólabörnin fá loksins launahækkun Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2024 16:16 Starfsmenn vinnuskóla Reykjavíkur að störfum í Hólavallakirkjugarði. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hækka laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2024. Vinnuskólabörnin fá því sína fyrstu launahækkun í tvö ár. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að hækkun á tímakaupi nemi um 7,9 prósent. Enn fremur verði laun nemenda fest við ákveðinn launaflokk og muni í framtíðinni fylgja hækkunum á honum. Tillagan um hækkunina hafi verið lögð fyrir með fyrirvara um samþykki borgarráðs um aukafjárveitingu. Festa launin við launaflokk í kjarasamningi Laun nemenda í vinnuskólanum verða eftirfarandi: Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,5 kr. Tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 947 kr. í 1.022 kr. Tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 1.184 kr. í 1.277,5 kr. Í tilkynningu segir að launin verði fest við launaflokk 217, sem sé grunnlaunaflokkur í kjarasamningi Sameykis og Reykjavíkurborgar, dagvinnukaup 2.555 krónur á klukkustund. Nemendur í 8. bekk fái framvegis greidd 30 prósent af launaflokki 217, nemendur í 9. bekk 40 prósent og nemendur í 10. bekk 50 prósent af launaflokkinum. Þurfa 21 milljón og reykvísk börn fá sambærileg laun og önnur börn Í fjárhagsáætlun séu rúmlega 268 milljónir á launalið nemenda en með hækkun launataxta og áætlaðan fjölda nemenda fyrir sumarið 2024, 3.000 nemendur, þurfi að sækja um hækkun á launalið um 21 milljón. Hækkanirnar fylgi sömu aðferðafræði og notast er við í fleiri sveitarfélögum. Með þessum hætti verði laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sambærileg við laun í flestum vinnuskólum höfuðborgarsvæðisins. Fengu enga launahækkun í fyrra Talsverða athygli vakti í fyrra þegar nemendur mættu til vinnu í vinnuskólanum án þess að vita hver laun þeirra yrð. Viku eftir að önnin hófst samþykkti borgarráð viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Þá komust börnin að því að þau fengu enga launahækkun, þrátt fyrir mikla verðbólgu þá sem nú. Kjaramál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að hækkun á tímakaupi nemi um 7,9 prósent. Enn fremur verði laun nemenda fest við ákveðinn launaflokk og muni í framtíðinni fylgja hækkunum á honum. Tillagan um hækkunina hafi verið lögð fyrir með fyrirvara um samþykki borgarráðs um aukafjárveitingu. Festa launin við launaflokk í kjarasamningi Laun nemenda í vinnuskólanum verða eftirfarandi: Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,5 kr. Tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 947 kr. í 1.022 kr. Tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 1.184 kr. í 1.277,5 kr. Í tilkynningu segir að launin verði fest við launaflokk 217, sem sé grunnlaunaflokkur í kjarasamningi Sameykis og Reykjavíkurborgar, dagvinnukaup 2.555 krónur á klukkustund. Nemendur í 8. bekk fái framvegis greidd 30 prósent af launaflokki 217, nemendur í 9. bekk 40 prósent og nemendur í 10. bekk 50 prósent af launaflokkinum. Þurfa 21 milljón og reykvísk börn fá sambærileg laun og önnur börn Í fjárhagsáætlun séu rúmlega 268 milljónir á launalið nemenda en með hækkun launataxta og áætlaðan fjölda nemenda fyrir sumarið 2024, 3.000 nemendur, þurfi að sækja um hækkun á launalið um 21 milljón. Hækkanirnar fylgi sömu aðferðafræði og notast er við í fleiri sveitarfélögum. Með þessum hætti verði laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sambærileg við laun í flestum vinnuskólum höfuðborgarsvæðisins. Fengu enga launahækkun í fyrra Talsverða athygli vakti í fyrra þegar nemendur mættu til vinnu í vinnuskólanum án þess að vita hver laun þeirra yrð. Viku eftir að önnin hófst samþykkti borgarráð viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Þá komust börnin að því að þau fengu enga launahækkun, þrátt fyrir mikla verðbólgu þá sem nú.
Kjaramál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira