Lítið opið „bónbréf“ til forseta Alþingis Lúðvík Bergvinsson skrifar 10. apríl 2024 14:31 Kæri Birgir. Það er ekki einfalt að halda uppi skipulagi í mannlegu samfélagi, enda flóran fjölbreytt. Meðan sumir eru eigingjarnir hugsa aðrir um almannahag; meðan sumir eru góðviljaðir ræður hatur för hjá öðrum. Þá vilja sumir fá að vera í friði meðan aðrir telja sig fædda leiðtoga og elska fjölmenni. Þannig er þetta bara. Allskonar. Þetta þekkjum við báðir. Hugmyndinni um skipulag er ætlað að tryggja að sem flestir fái notið sín í okkar samfélagi á eigin forsendum. Okkar þjóðskipulag tekur mið af því að valdið sé hjá þjóðinni. Í kosningum til Alþingis er þessu valdi, a.m.k. að hluta og tímabundið, fyrirkomið hjá kjörnum fulltrúum. Þessir fulltrúar fara með lagasetningarvald og taka m.a. ákvarðanir um hvaða tekna skuli afla og hvernig þeim skuli varið. Þetta gera þeir fyrst og fremst með því að greiða atkvæði. Frá Alþingi hríslast valdið svo áfram niður til framkvæmdastjórnar, þ.e. ríkisstjórnar og einstaka ráðherra, sem á stundum virðast halda að uppspretta valdsins sé hjá þeim. Það er misskilningur. Það vitum við báðir. Þetta lýðræðislega fyrirkomulag okkar er vitaskuld ekki fullkomið, en mögulega það skásta sem við höfum. Það þarf því að gæta vel að lýðræðinu og ef við berjumst ekki fyrir því tapast það og sérhagsmunagæslan verður alfarið ofan á. Við það deyr hugmyndin um skipulag í þágu almannahags; þá er stutt í ófriðinn. Það viljum við ekki. Setning búvörulaga Þá er komið að erindinu minn kæri Birgir. Þannig er að ég hef alltaf álitið forseta þingsins helstan varðgæslumann lýðræðis hér á landi og því ábyrgð hans mikil. Hann er í mínum huga nokkurskonar stjórnarformaður í öllu kompaníinu og ætlað það hlutverk að líta til með framkvæmdastjórninni. Hann þarf að tryggja að Alþingi standi undir því hlutverki sem því er falið. Á því virðist, því miður, hafa orðið nokkur misbrestur. Ef marka má tíðindi virðist sem einn nýgræðingur á Alþingi hafi strax eftir síðustu kosningar, þ.e. sem nú situr á stóli formanns atvinnuveganefndar, misst af afar mikilvægum kynningarfundi Alþingis hvað varðar hlutverk þingsins. Þetta verður ráðið af því að margt bendir til að hann hafa skundað einn síns liðs í Skagafjörð með lagafrumvarp matvælaráðherra um búvörulög upp á vasann og falið Kaupfélagi á staðnum að endurskrifa allt efni þess. Leiðarstefið virðist hafa verið það að fulltrúar þeirra 3-4 aðila sem sjá um alla slátrun á kjöti í landinu, auk nánast alls innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt kvóta, þurfi ekki lengur að fara í Öskjuhlíðina til að taka ákvarðanir um verðmyndun. Nú megi þeir stunda sitt samráð fyrir opnum tjöldum. Með öðrum orðum að starfsemi þeirra lúti engum lögum hvað varðar samkeppni og verðmyndun. Af þeim sökum verði verslunin, almenningur og bændur að sætta sig við til framtíðar einhliða ákvarðanir einokunaraðila um verð við kaup eða sölu á kjöti. Að sögn talsmanna almannahagsmuna, sem hafa talsvert fjallað um þetta mál á opinberum vettvangi, mun á fundinum í Skagafirði hafa glitt í allan Framsóknarflokkinn og jafnvel mátt sjá til Óla Björns Kárasonar gægjast uppúr brjóstvasa kaupfélagsstjórans. Nýgræðingurinn er líka sagður hafa sagt að hann hefði fullt vald til að útvista lagasetningarvaldi Alþingis í Fjörðinn, enda njóti hann verndar bæði Katrínar og Bjarna í þessu bixi. Hann hafi því verið nokkuð hróðugur. Það undarlega við þetta allt saman, minn kæri Birgir, er það að þetta gekk allt saman eftir í þeim skilningi að útvistunarlögin úr Skagafirðinum voru samþykkt sem lög frá Alþingi. Ég er því hræddur um að hér hafi orðið alvarlegt lýðræðislegt stórslys. Bónin Það er því ekki að ástæðulausu, kæri Birgir, að ég leita nú til þín fyrir hönd þeirra sem kaupa kjöt til að neyslu, jafnvel bara um helgar. Sem helsti varðgæslumaður lýðræðis er vandséð að betri maður en þú finnist til verksins og lagfæri það sem miður fór í héraði. Í samræmi við framangreint langar mig að biðja þig, lengstra orða, að hlutast til um það fyrir mig og marga aðra í svipaðri stöðu, að þessi nýsamþykktu búvörulög verði felld úr gildi, því eins og sagt var forðum, ef við slítum í sundur lögin er hættan sú að friðurinn sé úti. Við látum það ekki gerast á þinni vakt. Þinn einlægur, Lúðvík Bergvinsson, hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Landbúnaður Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Kæri Birgir. Það er ekki einfalt að halda uppi skipulagi í mannlegu samfélagi, enda flóran fjölbreytt. Meðan sumir eru eigingjarnir hugsa aðrir um almannahag; meðan sumir eru góðviljaðir ræður hatur för hjá öðrum. Þá vilja sumir fá að vera í friði meðan aðrir telja sig fædda leiðtoga og elska fjölmenni. Þannig er þetta bara. Allskonar. Þetta þekkjum við báðir. Hugmyndinni um skipulag er ætlað að tryggja að sem flestir fái notið sín í okkar samfélagi á eigin forsendum. Okkar þjóðskipulag tekur mið af því að valdið sé hjá þjóðinni. Í kosningum til Alþingis er þessu valdi, a.m.k. að hluta og tímabundið, fyrirkomið hjá kjörnum fulltrúum. Þessir fulltrúar fara með lagasetningarvald og taka m.a. ákvarðanir um hvaða tekna skuli afla og hvernig þeim skuli varið. Þetta gera þeir fyrst og fremst með því að greiða atkvæði. Frá Alþingi hríslast valdið svo áfram niður til framkvæmdastjórnar, þ.e. ríkisstjórnar og einstaka ráðherra, sem á stundum virðast halda að uppspretta valdsins sé hjá þeim. Það er misskilningur. Það vitum við báðir. Þetta lýðræðislega fyrirkomulag okkar er vitaskuld ekki fullkomið, en mögulega það skásta sem við höfum. Það þarf því að gæta vel að lýðræðinu og ef við berjumst ekki fyrir því tapast það og sérhagsmunagæslan verður alfarið ofan á. Við það deyr hugmyndin um skipulag í þágu almannahags; þá er stutt í ófriðinn. Það viljum við ekki. Setning búvörulaga Þá er komið að erindinu minn kæri Birgir. Þannig er að ég hef alltaf álitið forseta þingsins helstan varðgæslumann lýðræðis hér á landi og því ábyrgð hans mikil. Hann er í mínum huga nokkurskonar stjórnarformaður í öllu kompaníinu og ætlað það hlutverk að líta til með framkvæmdastjórninni. Hann þarf að tryggja að Alþingi standi undir því hlutverki sem því er falið. Á því virðist, því miður, hafa orðið nokkur misbrestur. Ef marka má tíðindi virðist sem einn nýgræðingur á Alþingi hafi strax eftir síðustu kosningar, þ.e. sem nú situr á stóli formanns atvinnuveganefndar, misst af afar mikilvægum kynningarfundi Alþingis hvað varðar hlutverk þingsins. Þetta verður ráðið af því að margt bendir til að hann hafa skundað einn síns liðs í Skagafjörð með lagafrumvarp matvælaráðherra um búvörulög upp á vasann og falið Kaupfélagi á staðnum að endurskrifa allt efni þess. Leiðarstefið virðist hafa verið það að fulltrúar þeirra 3-4 aðila sem sjá um alla slátrun á kjöti í landinu, auk nánast alls innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt kvóta, þurfi ekki lengur að fara í Öskjuhlíðina til að taka ákvarðanir um verðmyndun. Nú megi þeir stunda sitt samráð fyrir opnum tjöldum. Með öðrum orðum að starfsemi þeirra lúti engum lögum hvað varðar samkeppni og verðmyndun. Af þeim sökum verði verslunin, almenningur og bændur að sætta sig við til framtíðar einhliða ákvarðanir einokunaraðila um verð við kaup eða sölu á kjöti. Að sögn talsmanna almannahagsmuna, sem hafa talsvert fjallað um þetta mál á opinberum vettvangi, mun á fundinum í Skagafirði hafa glitt í allan Framsóknarflokkinn og jafnvel mátt sjá til Óla Björns Kárasonar gægjast uppúr brjóstvasa kaupfélagsstjórans. Nýgræðingurinn er líka sagður hafa sagt að hann hefði fullt vald til að útvista lagasetningarvaldi Alþingis í Fjörðinn, enda njóti hann verndar bæði Katrínar og Bjarna í þessu bixi. Hann hafi því verið nokkuð hróðugur. Það undarlega við þetta allt saman, minn kæri Birgir, er það að þetta gekk allt saman eftir í þeim skilningi að útvistunarlögin úr Skagafirðinum voru samþykkt sem lög frá Alþingi. Ég er því hræddur um að hér hafi orðið alvarlegt lýðræðislegt stórslys. Bónin Það er því ekki að ástæðulausu, kæri Birgir, að ég leita nú til þín fyrir hönd þeirra sem kaupa kjöt til að neyslu, jafnvel bara um helgar. Sem helsti varðgæslumaður lýðræðis er vandséð að betri maður en þú finnist til verksins og lagfæri það sem miður fór í héraði. Í samræmi við framangreint langar mig að biðja þig, lengstra orða, að hlutast til um það fyrir mig og marga aðra í svipaðri stöðu, að þessi nýsamþykktu búvörulög verði felld úr gildi, því eins og sagt var forðum, ef við slítum í sundur lögin er hættan sú að friðurinn sé úti. Við látum það ekki gerast á þinni vakt. Þinn einlægur, Lúðvík Bergvinsson, hæstaréttarlögmaður.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun