Líst ekkert á blikuna Bjarki Sigurðsson skrifar 9. apríl 2024 15:17 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag voru kynntar áherslubreytingar og stólaskipti ráðherra eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr embætti forsætisráðherra en hún er á leið í forsetaframboð. Fullt af málum sitja á hakanum Í kjölfar fundarins ræddi Elísabet Inga Sigurðardóttir við Kristrúnu niðri á Alþingi en sú síðarnefnda segir stöðuna erfiða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig. „Við erum með háa verðbólgu, háa vexti, dýran húsnæðismarkað. Ófjármagnaða kjarasamninga og Grindavíkuraðgerðir. Við erum með enga fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem er föst í nefnd og algjört framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum. Þetta er þessi erfiða staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig og það er ekkert sem bendir til þess að ný ríkisstjórn sé að fara að leysa þessi verkefni betur,“ segir Kristrún. Klippa: Kristrún Frostadóttir um nýja ríkisstjórn Þjóðin vill árangur Hún segir hlutverk Samfylkingarinnar vera óbreytt, það er að veita fólki von um að flokkurinn geti gert hlutina betur þegar kosið verður á næsta ári. „Þjóðinni er umhugað um verkefni og að þau séu leyst. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Samfylkingunni er fyrst og fremst umhugað um einmitt þetta, árangur og að verkefnin séu aðalmálið, en ekki valdabröltið,“ segir Kristrún. Aðalatriðið að leysa verkefnin Henni finnst ráðherrakapallinn ekki vera aðalmálið í samfélaginu í dag. „Þau hafa ákveðið að leysa þetta með þessari leið. Aðalatriðið núna er að leysa þessi stóru verkefni. Það gat fráfarandi ríkisstjórn ekki gert. Það eru mjög litlar líkur á að ný ríkisstjórn geti gert það því það hefur ekkert breyst. Við verðum að fara að sjá árangur núna framundan,“ segir Kristrún. Hefði viljað kosningar Hún kann ekki við að spá í það hvort ríkisstjórnin þrauka fram að kosningum á næsta ári. Hún hefði þó viljað að boðað yrði til kosninga núna í haust. „Ég sýni því skilning að fólk hafi ekki áhuga, eða tíma, eða tök á kosningum núna ofan í forsetakjör. En það hefði verið eðlilegra undir svona kringumstæðum að boða til kosninga í haust,“ segir Kristrún. Nýta tímann vel Hún segir stöðuna á þinginu vera ansi sérstaka. „Og af sumu leyti alvarleg einmitt út af öllum þessum verkefnum sem standa óleyst. Engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun er stopp, stór verkefni sem standa enn á hakanum og verkefni sem verið er að bíða eftir eru enn óleyst. Á meðan þessar hrókeringar standa yfir. Við í Samfylkingunni erum að nýta tímann til að undirbúa okkur,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Sjá meira
Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag voru kynntar áherslubreytingar og stólaskipti ráðherra eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr embætti forsætisráðherra en hún er á leið í forsetaframboð. Fullt af málum sitja á hakanum Í kjölfar fundarins ræddi Elísabet Inga Sigurðardóttir við Kristrúnu niðri á Alþingi en sú síðarnefnda segir stöðuna erfiða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig. „Við erum með háa verðbólgu, háa vexti, dýran húsnæðismarkað. Ófjármagnaða kjarasamninga og Grindavíkuraðgerðir. Við erum með enga fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem er föst í nefnd og algjört framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum. Þetta er þessi erfiða staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig og það er ekkert sem bendir til þess að ný ríkisstjórn sé að fara að leysa þessi verkefni betur,“ segir Kristrún. Klippa: Kristrún Frostadóttir um nýja ríkisstjórn Þjóðin vill árangur Hún segir hlutverk Samfylkingarinnar vera óbreytt, það er að veita fólki von um að flokkurinn geti gert hlutina betur þegar kosið verður á næsta ári. „Þjóðinni er umhugað um verkefni og að þau séu leyst. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Samfylkingunni er fyrst og fremst umhugað um einmitt þetta, árangur og að verkefnin séu aðalmálið, en ekki valdabröltið,“ segir Kristrún. Aðalatriðið að leysa verkefnin Henni finnst ráðherrakapallinn ekki vera aðalmálið í samfélaginu í dag. „Þau hafa ákveðið að leysa þetta með þessari leið. Aðalatriðið núna er að leysa þessi stóru verkefni. Það gat fráfarandi ríkisstjórn ekki gert. Það eru mjög litlar líkur á að ný ríkisstjórn geti gert það því það hefur ekkert breyst. Við verðum að fara að sjá árangur núna framundan,“ segir Kristrún. Hefði viljað kosningar Hún kann ekki við að spá í það hvort ríkisstjórnin þrauka fram að kosningum á næsta ári. Hún hefði þó viljað að boðað yrði til kosninga núna í haust. „Ég sýni því skilning að fólk hafi ekki áhuga, eða tíma, eða tök á kosningum núna ofan í forsetakjör. En það hefði verið eðlilegra undir svona kringumstæðum að boða til kosninga í haust,“ segir Kristrún. Nýta tímann vel Hún segir stöðuna á þinginu vera ansi sérstaka. „Og af sumu leyti alvarleg einmitt út af öllum þessum verkefnum sem standa óleyst. Engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun er stopp, stór verkefni sem standa enn á hakanum og verkefni sem verið er að bíða eftir eru enn óleyst. Á meðan þessar hrókeringar standa yfir. Við í Samfylkingunni erum að nýta tímann til að undirbúa okkur,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Sjá meira