Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 15:08 Palestínumenn á flótta undan loftárásum Ísraela á borgina Khan Younis á sunnanverðri Gasaströndinni í janúar. AP/Fatima Shbair Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. Samningamenn Hamas og ísraelskra stjórnvalda hafa fundað í Kaíró í Egyptalandi ásamt katörskum og egypskum millgöngumönnum. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur einnig verið viðstaddur viðræðurnar. Fulltrúar Hamas fóru heim frá Kaíró í gær til skrafs og ráðagerðar. Basem Naim, háttsettur Hamas-liði, sagði viðræðurnar í bið og að nýjasta tillaga Ísraela væri skref aftur á bak í gær. Tillagan gæti ekki verið grundvöllur vopnahléssamkomulags. Ríkisstjórn Ísraels fundar um gang viðræðnanna í dag, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu sem Hamas-samtökin sendu frá sér í dag segjast þau enn fara yfir tillöguna og ætla að svara milligöngumönnum viðræðnanna formlega. „Hreyfingin hefur áhuga á að því að ná samkomulagi sem bindur enda á árásina á þjóð okkar. Þrátt fyrir það er afstaða Ísraela enn ósveigjanleg og uppfyllir ekki nein skilyrði þjóðar okkar og uppreisnar,“ sagði í yfirlýsingu Hamas. Forsendur Hamas fyrir vopnahléi eru að Ísraelar hætti árásum sínum á Gasa, dragi herlið sitt þaðan og leyfi íbúum að snúa aftur til síns heima. Ísraelar krefjast þess á móti að Hamas sleppi öllum gíslunum sem samtökin tóku í hryðjuverkaárás sinni 7. október og leiðtogar samtakanna gefist upp. Þeir hafa lýst sig tilbúna til þess að skipta á fangelsuðum Palestínumönnum fyrir gíslana en ekki til þess að hætta hernaðinum. Enn eru 133 af þeim 253 Hamas-liðar rændu í október í haldi samtakanna. Viðræðurnar hafa snúist um lausn á fjörutíu þeirra til að byrja með, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að um 33.360 Palestínumenn hafi fallið frá því að Ísraelar hófu hernað sinn. Ísraelar segja að vígamenn Hamas hafi drepið um 1.200 manns í hryðjuverkaárásinni í sunnanverðu landinu sem varð kveikjan að nýjasta stríði þeirra. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Samningamenn Hamas og ísraelskra stjórnvalda hafa fundað í Kaíró í Egyptalandi ásamt katörskum og egypskum millgöngumönnum. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur einnig verið viðstaddur viðræðurnar. Fulltrúar Hamas fóru heim frá Kaíró í gær til skrafs og ráðagerðar. Basem Naim, háttsettur Hamas-liði, sagði viðræðurnar í bið og að nýjasta tillaga Ísraela væri skref aftur á bak í gær. Tillagan gæti ekki verið grundvöllur vopnahléssamkomulags. Ríkisstjórn Ísraels fundar um gang viðræðnanna í dag, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu sem Hamas-samtökin sendu frá sér í dag segjast þau enn fara yfir tillöguna og ætla að svara milligöngumönnum viðræðnanna formlega. „Hreyfingin hefur áhuga á að því að ná samkomulagi sem bindur enda á árásina á þjóð okkar. Þrátt fyrir það er afstaða Ísraela enn ósveigjanleg og uppfyllir ekki nein skilyrði þjóðar okkar og uppreisnar,“ sagði í yfirlýsingu Hamas. Forsendur Hamas fyrir vopnahléi eru að Ísraelar hætti árásum sínum á Gasa, dragi herlið sitt þaðan og leyfi íbúum að snúa aftur til síns heima. Ísraelar krefjast þess á móti að Hamas sleppi öllum gíslunum sem samtökin tóku í hryðjuverkaárás sinni 7. október og leiðtogar samtakanna gefist upp. Þeir hafa lýst sig tilbúna til þess að skipta á fangelsuðum Palestínumönnum fyrir gíslana en ekki til þess að hætta hernaðinum. Enn eru 133 af þeim 253 Hamas-liðar rændu í október í haldi samtakanna. Viðræðurnar hafa snúist um lausn á fjörutíu þeirra til að byrja með, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að um 33.360 Palestínumenn hafi fallið frá því að Ísraelar hófu hernað sinn. Ísraelar segja að vígamenn Hamas hafi drepið um 1.200 manns í hryðjuverkaárásinni í sunnanverðu landinu sem varð kveikjan að nýjasta stríði þeirra.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55
Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54