Réðst á móður sem hélt á syni sínum í Kringlunni Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2024 18:00 Árásin átti sér stað í Kringlunni árið 2022. Vísir/Vilhelm Kona hlaut í síðasta mánuði þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir að ráðast á aðra konu sem hélt á syni sínum. Atvik málsins áttu sér stað í apríl 2022 fyrir framan verslun Byggt og Búið í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Konunni var gefið að sök að slá hina konuna í andlitið með krepptum hnefa, rífa í hár hennar, og slá hana í bakið. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka á höfði og á hálsi. Konan sem varð fyrri árásinni hélt á syni sínum á meðan hún átti sér stað. Ekki kemur fram í dómnum hversu gamall sonurinn var. Sú ákærða þótti með háttsemi sinni beita syninum ógnunum og sýna honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Jafnframt var konan ákærð fyrir hótanir í garð móðurinnar, sonarins og annars einstaklings. Þær áttu sér stað á sama tíma og árásin, en henni var gefið að sök að hóta þeim lífláti og draga fingur sína þvert yfir háls sinn. Ummæli hennar og háttsemi þóttu til þess fallin að vekja ótta hjá fólkinu um líf, heilbrigði og velferð sína. Konan játaði skýlaust sök, og þótti dómnum ekki ástæða til að draga hana í efa. Brot hennar þóttu því sönnuð með hliðsjón af játningunni og öðrum gögnum málsins. Konan hafði ekki hlotið dóm áður. Líkt og áður segir var hún dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er henni gert að greiða hinni konunni 250 þúsund krónur í miskabætur, en hún hafði krafist einnar milljónar króna. Dómsmál Kringlan Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Atvik málsins áttu sér stað í apríl 2022 fyrir framan verslun Byggt og Búið í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Konunni var gefið að sök að slá hina konuna í andlitið með krepptum hnefa, rífa í hár hennar, og slá hana í bakið. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka á höfði og á hálsi. Konan sem varð fyrri árásinni hélt á syni sínum á meðan hún átti sér stað. Ekki kemur fram í dómnum hversu gamall sonurinn var. Sú ákærða þótti með háttsemi sinni beita syninum ógnunum og sýna honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Jafnframt var konan ákærð fyrir hótanir í garð móðurinnar, sonarins og annars einstaklings. Þær áttu sér stað á sama tíma og árásin, en henni var gefið að sök að hóta þeim lífláti og draga fingur sína þvert yfir háls sinn. Ummæli hennar og háttsemi þóttu til þess fallin að vekja ótta hjá fólkinu um líf, heilbrigði og velferð sína. Konan játaði skýlaust sök, og þótti dómnum ekki ástæða til að draga hana í efa. Brot hennar þóttu því sönnuð með hliðsjón af játningunni og öðrum gögnum málsins. Konan hafði ekki hlotið dóm áður. Líkt og áður segir var hún dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er henni gert að greiða hinni konunni 250 þúsund krónur í miskabætur, en hún hafði krafist einnar milljónar króna.
Dómsmál Kringlan Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira