Réðst á móður sem hélt á syni sínum í Kringlunni Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2024 18:00 Árásin átti sér stað í Kringlunni árið 2022. Vísir/Vilhelm Kona hlaut í síðasta mánuði þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir að ráðast á aðra konu sem hélt á syni sínum. Atvik málsins áttu sér stað í apríl 2022 fyrir framan verslun Byggt og Búið í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Konunni var gefið að sök að slá hina konuna í andlitið með krepptum hnefa, rífa í hár hennar, og slá hana í bakið. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka á höfði og á hálsi. Konan sem varð fyrri árásinni hélt á syni sínum á meðan hún átti sér stað. Ekki kemur fram í dómnum hversu gamall sonurinn var. Sú ákærða þótti með háttsemi sinni beita syninum ógnunum og sýna honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Jafnframt var konan ákærð fyrir hótanir í garð móðurinnar, sonarins og annars einstaklings. Þær áttu sér stað á sama tíma og árásin, en henni var gefið að sök að hóta þeim lífláti og draga fingur sína þvert yfir háls sinn. Ummæli hennar og háttsemi þóttu til þess fallin að vekja ótta hjá fólkinu um líf, heilbrigði og velferð sína. Konan játaði skýlaust sök, og þótti dómnum ekki ástæða til að draga hana í efa. Brot hennar þóttu því sönnuð með hliðsjón af játningunni og öðrum gögnum málsins. Konan hafði ekki hlotið dóm áður. Líkt og áður segir var hún dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er henni gert að greiða hinni konunni 250 þúsund krónur í miskabætur, en hún hafði krafist einnar milljónar króna. Dómsmál Kringlan Reykjavík Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Atvik málsins áttu sér stað í apríl 2022 fyrir framan verslun Byggt og Búið í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Konunni var gefið að sök að slá hina konuna í andlitið með krepptum hnefa, rífa í hár hennar, og slá hana í bakið. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka á höfði og á hálsi. Konan sem varð fyrri árásinni hélt á syni sínum á meðan hún átti sér stað. Ekki kemur fram í dómnum hversu gamall sonurinn var. Sú ákærða þótti með háttsemi sinni beita syninum ógnunum og sýna honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Jafnframt var konan ákærð fyrir hótanir í garð móðurinnar, sonarins og annars einstaklings. Þær áttu sér stað á sama tíma og árásin, en henni var gefið að sök að hóta þeim lífláti og draga fingur sína þvert yfir háls sinn. Ummæli hennar og háttsemi þóttu til þess fallin að vekja ótta hjá fólkinu um líf, heilbrigði og velferð sína. Konan játaði skýlaust sök, og þótti dómnum ekki ástæða til að draga hana í efa. Brot hennar þóttu því sönnuð með hliðsjón af játningunni og öðrum gögnum málsins. Konan hafði ekki hlotið dóm áður. Líkt og áður segir var hún dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er henni gert að greiða hinni konunni 250 þúsund krónur í miskabætur, en hún hafði krafist einnar milljónar króna.
Dómsmál Kringlan Reykjavík Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira