Kjósum ekki Crassus Arnaldur Bárðarson skrifar 8. apríl 2024 08:15 Ég fór í tiltekt. Fyrir eitthvert ótrúlegt hirðuleysi hef ég verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í áratugi. Ég hef aðgerðarlaust horft upp á margvíslega spillingu dafna í íslensku samfélagi. Eignir skipta um hendur. Sjóðir um vasa og einn græðir á annars nauð. Ég hef leyft flokksaðild minni að liggja eins og draslið í geymslunni sem ég nenni ekki að henda. En nú sagði ég mig úr flokknum sem ég hef hvort eð er aldrei átt samleið með. Verst að ég á samleið með fáum flokkum. Ég er víst einfari og þá utan flokka maður eða jafnvel utangarðsmaður. En ég fagna tiltektinni og finnst ég á einhvern hátt frjáls eins og þegar ég hendi úr geymslunni því sem aldrei er notað og engum gagnast. Ég hef gríðarlega mikið vantraust á fólki í stjórnmálum. Það er eins og sálin hverfi oft frá slíku fólki og eitthvert svarthol komi í hennar stað. Ein aðalleikkona landsins er búin að gegna ýmsum hlutverkum nú síðast sem «leikstjóri» hjá flokknum sem ég var að segja skilið við. Áður lék hún ýmis hlutverk á vinstri vængnum með umhverfisáherslu. Greind og hæfileikarík hefur hún skilað sínum hlutverkum með mörgum leiksigrum. Stjórnmálastéttin öll er búin undangengin misseri að bjóða okkur almenningi upp á mörg leikverkin sem eru á pari við gríska harmleiki, drama- og gleði leikverk mestu leikskálda allra tíma. Og enn er samið nýtt handrit. Við erum flest áhorfendur en ekki þátttakendur í gleðileikunum. Miðann í leikhús fáránleikans greiðum við dýru verði. Með öfurvöxtum og álögum af öllu tagi. Við erum þöglu áhorfendurnir sem aldrei nenna að kasta ruslinu út úr geymslunni, - leikhúsinu. En sópum gólfin með tungunni í hver skipti er leikararnir kasta einhverju til okkar. Nú eru það ókeypis skólamáltíðir sem fá okkur til að sleikja útum og þegja. Marcus Licinius Crassus var rómverskur stjórnmálamaður (f. 115 f.kr) er myndaði bandalag með Júlíusi Sesar og Pompeiusi. Crassusi tókst að verða ríkasti maður sinnar tíðar og líklega allra tíma. Gegnum pólitísk ítök réði hann yfir slökkviliðinu í Róm. Hann lét slökkviliðið innheimta verndartolla og ef það gekk ekki þá brenndi hann hús og hirti svo lóðirnar og byggði á þeim aftur. Á þessu og ýmsu braski græddist mikið fé. Pólitísk spilling? Já auðvitað í hæstu hæðum. Fyrirmynd hins spillta og gráðuga. Crassus var hreinlega óstöðvandi í metnaði sínum og græðgi. Örlög hans urðu að hann fór í mikla herferð til að auka auðlegð sína. Hann beið mikinn ósigur þar sem nú er tyrkneski bærinn Harran en sagan segir að óvinir hans hafi drepið hann með að hella upp í hann bráðnu gulli. Það er táknrænt fyrir hinn ríka og gráðuga sem aldrei fær nóg. Crassus fékk meira gull en hann gat drukkið. Nú fer fyrrum forsætisráðherra í herferð til okkar að sækja umboð. Nýr metnaður. Ný leikrit og fleiri hlutverkaskipti. Hér er fetað í spor Marcusar Liciniusar Crassusar. Af vegtyllum fæst ei nóg. Ég segi: ekki kjósa stjórnmálamenn. Ekki stjórnmálafræðinga eða einhverja framagosa sem hafa verið eins og hundar í hverri herferð. Ég mun tilnefna Ásdísi Rán því ég veit fyrir hvað hún stendur. Annars hefði ég talið lang skynsamlegast að við nýttum nú tækifærið og endurnýjuðum Gamla sáttmála frá 1262 og gengum Noregskonungi á hönd. Áður var samið við Hákon gamla nú getum við samið við Hákon "hinn nýja" sem brátt verður glæstur kóngur Noregs og vonandi Íslands. Nema auðvitað við berum gætu til að velja Ásdísi Rán. En það er reyndar ólíklegt. Því við viljum alltaf Crassusana. Höfundur er prestur á Heydölum í Breiðdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég fór í tiltekt. Fyrir eitthvert ótrúlegt hirðuleysi hef ég verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í áratugi. Ég hef aðgerðarlaust horft upp á margvíslega spillingu dafna í íslensku samfélagi. Eignir skipta um hendur. Sjóðir um vasa og einn græðir á annars nauð. Ég hef leyft flokksaðild minni að liggja eins og draslið í geymslunni sem ég nenni ekki að henda. En nú sagði ég mig úr flokknum sem ég hef hvort eð er aldrei átt samleið með. Verst að ég á samleið með fáum flokkum. Ég er víst einfari og þá utan flokka maður eða jafnvel utangarðsmaður. En ég fagna tiltektinni og finnst ég á einhvern hátt frjáls eins og þegar ég hendi úr geymslunni því sem aldrei er notað og engum gagnast. Ég hef gríðarlega mikið vantraust á fólki í stjórnmálum. Það er eins og sálin hverfi oft frá slíku fólki og eitthvert svarthol komi í hennar stað. Ein aðalleikkona landsins er búin að gegna ýmsum hlutverkum nú síðast sem «leikstjóri» hjá flokknum sem ég var að segja skilið við. Áður lék hún ýmis hlutverk á vinstri vængnum með umhverfisáherslu. Greind og hæfileikarík hefur hún skilað sínum hlutverkum með mörgum leiksigrum. Stjórnmálastéttin öll er búin undangengin misseri að bjóða okkur almenningi upp á mörg leikverkin sem eru á pari við gríska harmleiki, drama- og gleði leikverk mestu leikskálda allra tíma. Og enn er samið nýtt handrit. Við erum flest áhorfendur en ekki þátttakendur í gleðileikunum. Miðann í leikhús fáránleikans greiðum við dýru verði. Með öfurvöxtum og álögum af öllu tagi. Við erum þöglu áhorfendurnir sem aldrei nenna að kasta ruslinu út úr geymslunni, - leikhúsinu. En sópum gólfin með tungunni í hver skipti er leikararnir kasta einhverju til okkar. Nú eru það ókeypis skólamáltíðir sem fá okkur til að sleikja útum og þegja. Marcus Licinius Crassus var rómverskur stjórnmálamaður (f. 115 f.kr) er myndaði bandalag með Júlíusi Sesar og Pompeiusi. Crassusi tókst að verða ríkasti maður sinnar tíðar og líklega allra tíma. Gegnum pólitísk ítök réði hann yfir slökkviliðinu í Róm. Hann lét slökkviliðið innheimta verndartolla og ef það gekk ekki þá brenndi hann hús og hirti svo lóðirnar og byggði á þeim aftur. Á þessu og ýmsu braski græddist mikið fé. Pólitísk spilling? Já auðvitað í hæstu hæðum. Fyrirmynd hins spillta og gráðuga. Crassus var hreinlega óstöðvandi í metnaði sínum og græðgi. Örlög hans urðu að hann fór í mikla herferð til að auka auðlegð sína. Hann beið mikinn ósigur þar sem nú er tyrkneski bærinn Harran en sagan segir að óvinir hans hafi drepið hann með að hella upp í hann bráðnu gulli. Það er táknrænt fyrir hinn ríka og gráðuga sem aldrei fær nóg. Crassus fékk meira gull en hann gat drukkið. Nú fer fyrrum forsætisráðherra í herferð til okkar að sækja umboð. Nýr metnaður. Ný leikrit og fleiri hlutverkaskipti. Hér er fetað í spor Marcusar Liciniusar Crassusar. Af vegtyllum fæst ei nóg. Ég segi: ekki kjósa stjórnmálamenn. Ekki stjórnmálafræðinga eða einhverja framagosa sem hafa verið eins og hundar í hverri herferð. Ég mun tilnefna Ásdísi Rán því ég veit fyrir hvað hún stendur. Annars hefði ég talið lang skynsamlegast að við nýttum nú tækifærið og endurnýjuðum Gamla sáttmála frá 1262 og gengum Noregskonungi á hönd. Áður var samið við Hákon gamla nú getum við samið við Hákon "hinn nýja" sem brátt verður glæstur kóngur Noregs og vonandi Íslands. Nema auðvitað við berum gætu til að velja Ásdísi Rán. En það er reyndar ólíklegt. Því við viljum alltaf Crassusana. Höfundur er prestur á Heydölum í Breiðdal.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun