Katrín Jakobsdóttir, tilvonandi forseti Íslands? Ólafur Sveinsson skrifar 8. apríl 2024 10:30 Katrín Jakobsdóttir hefur nú boðið sig fram til forseta sem kunnugt er og sýnist sitt hverjum sem von er. Það er ekki aðeins óheyrt að sitjandi ráðherra, hvað þá sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta og erfitt að sjá hvernig hún hyggst í því valdalausa embætti tryggja framgang góðra verka sem að henni hefur ekki lánast að ná fram sem forsætisráðherra í tveimur ríkisstjórnum og á næstum tveimur kjörtímabilum. Það geta vart verið mannúðarmál því undir stjórn hennar var flogið með bjargarlausa flóttamenn, suma lamaða, til Grikklands þar sem gatan beið þeirra og öðrum bókstaflega vísað á Guð og gaddinn í Reykjavík í mun harkalegri aðgerðum en tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar og Venesúelabúum sem höfðu margir hverjir lagt mikið á sig við að aðlagast íslensku samfélagi og voru vel séðir starfsmenn í fjölmörgum fyrirtækjum og höfðu notið verndar, voru sendir nánast fyrirvaralaust heim í fátækt og kúgun. Samþykkt útlendingalaga, sem að eru á margan hátt mjög mannfjandsamleg og harðari en í nágrannalöndunum, sýna einnig að mannúðarmál eru Katrínu Jakobsdóttur ekki hugleikin þegar á reynir, þrátt fyrir fagurgala í hátíðarræðum. Neyð fjölmargra öryrkja hefur ekki verið reynt að leysa á nokkurn hátt í ríkisstjórn hennar. Neyð leigjenda er mikil, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, enda eru þeir nánast réttlausir og sennilega er hvergi jafn dýrt að vera fátækur og á Íslandi. Engin tilraun hefur verið gerð til bæta hag þeirra. Hún bar ekki hag smælingjanna fyrir brjósti í ríkisstjórn sinni, svo mikið er víst. Trúlega hafa flestir kjósendur Vinstri Grænna gert ráð fyrir að skurkur yrði gerður í því að ríkið, almenningur fengi stærri hluta af gríðarlegum hagnaði af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar í sinn hlut, en raunin hefur verið önnur. Ekkert hefur verið gert til að draga úr ágóða og völdum sjávargreifanna svokölluðu og engar lagabreytingar verið lagðar fram til að koma í veg fyrir að hagnaður erlendra auðhringa í orkufrekum iðnaði og laxeldi fari nánast skattlaus úr landi. Umhverfisvernd var eitt sinn helsta baráttu- og réttlætismál VG fyrir ríkisstjórnarsetu með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkunum. Eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrum framkvæmdastjóri Landverndar hrökklaðist úr embætti Umhverfisráðherra eftir lánlitla embættissetu, þrátt fyrir metnaðarfullt prógramm, var Guðlaugur Þór Þórðarson skipaður Orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra og hefur lagt megináherslu á nauðsyn nýrra virkjana, sem VG hefur að mestu þagað þunnu hljóði yfir. Á sama tíma hefur mjög svo umdeildu norsku laxeldi vaxið fiskur um hrygg í bókstaflegri merkingu undir forystu Svandísar Svavarsdóttur. Einnig í umhverfismálum hefur VG brugðist kjósendum sínum. Katrín Jakobsdóttir og ríkisstjórn hennar hafa ekki hreyft litla fingur til að stjórnarskrá, sem að samþykkt var í lýðræðislegum kosningum, sem voru dæmdar ólöglegar í einu stærsta réttarfarshneyksli íslenska lýðveldisins, verði samþykkt af Alþingi. Það þarf engan að furða miðað við þennan afrekalista að fyrirséð var að VG myndi að öllum líkindum þurrkast út af þingi eftir næstu kosningar og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur falla. Það má líkja VG undir forystu hennar sem skipi sem að hún hefur siglt í strand og það hefur löngum verið talin skilda skipstjórnarmanna að yfirgefa sökkvandi skip sitt síðastir til að tryggja að sem flestir og helst allir komist heilir frá borði. Í stað þess að reyna að bjarga þessu sökkvandi fleyji, flýr hún frá borði þegar allt er komið í óefni undir hennar stjórn og reynir að bjarga sjálfri sér með því að bjóða sig fram sem forseta og tryggir með því að þingflokkur VG mun örugglega þurrkast út eftir næstu kosningar. Og svo er því slegið upp í fyrirsögn yfir viðtali við hana í Heimildinni að: „Forseti á að berjast fyrir umhverfinu, lýðræði og mannréttindum.“ !!!!! Er konan ekki með öllum mjalla eða er hún svona ótrúlega óforskömmuð? Því er oft haldið á lofti að Katrín Jakobsdóttir sé mjög greind og það má til sanns vegar færa. Hún var nógu greind til að telja félögum sínum í Vinstri hreyfingunni grænt framboð trú um að hún væri hugsjónapólitíkus í „stórsóknarfórn“ eins og Megas söng um Gvend jaka, meðan hún er í reynd pólitískur tækifærissinni þegar horft er til þess hvernig hún hefur látið verkin tala sem forsætisráðherra. Hún er eiginhagsmunaseggur, svo mikið er víst og mér liggur við að segja samviskulaus í pólitísku samhengi. Hún virðist vera tilbúin að fórna nánast öllu sem að VG stóð fyrir, ef það tryggir henni einhverskonar tign, völd á varla við í því samhengi, því hin raunverulegu völd hefur hún sett í annara manna hendur - stjórnmálamanna og auðmanna sem eru hvorki í hennar eigin flokki né styðja hann. Kannski hefur sú staðreynd að hún er kona „með hina mildu móðurhönd“, komið í veg fyrir að stuðningmenn hennar hafi litið hana réttum augum, en ég er nokkuð viss um að hefði hún verið karl sem að hagaði sér svona, hefðu menn fyrir löngu séð í gegnum augljósa sérhagsmunagæsluna. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sveinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur nú boðið sig fram til forseta sem kunnugt er og sýnist sitt hverjum sem von er. Það er ekki aðeins óheyrt að sitjandi ráðherra, hvað þá sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta og erfitt að sjá hvernig hún hyggst í því valdalausa embætti tryggja framgang góðra verka sem að henni hefur ekki lánast að ná fram sem forsætisráðherra í tveimur ríkisstjórnum og á næstum tveimur kjörtímabilum. Það geta vart verið mannúðarmál því undir stjórn hennar var flogið með bjargarlausa flóttamenn, suma lamaða, til Grikklands þar sem gatan beið þeirra og öðrum bókstaflega vísað á Guð og gaddinn í Reykjavík í mun harkalegri aðgerðum en tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar og Venesúelabúum sem höfðu margir hverjir lagt mikið á sig við að aðlagast íslensku samfélagi og voru vel séðir starfsmenn í fjölmörgum fyrirtækjum og höfðu notið verndar, voru sendir nánast fyrirvaralaust heim í fátækt og kúgun. Samþykkt útlendingalaga, sem að eru á margan hátt mjög mannfjandsamleg og harðari en í nágrannalöndunum, sýna einnig að mannúðarmál eru Katrínu Jakobsdóttur ekki hugleikin þegar á reynir, þrátt fyrir fagurgala í hátíðarræðum. Neyð fjölmargra öryrkja hefur ekki verið reynt að leysa á nokkurn hátt í ríkisstjórn hennar. Neyð leigjenda er mikil, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, enda eru þeir nánast réttlausir og sennilega er hvergi jafn dýrt að vera fátækur og á Íslandi. Engin tilraun hefur verið gerð til bæta hag þeirra. Hún bar ekki hag smælingjanna fyrir brjósti í ríkisstjórn sinni, svo mikið er víst. Trúlega hafa flestir kjósendur Vinstri Grænna gert ráð fyrir að skurkur yrði gerður í því að ríkið, almenningur fengi stærri hluta af gríðarlegum hagnaði af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar í sinn hlut, en raunin hefur verið önnur. Ekkert hefur verið gert til að draga úr ágóða og völdum sjávargreifanna svokölluðu og engar lagabreytingar verið lagðar fram til að koma í veg fyrir að hagnaður erlendra auðhringa í orkufrekum iðnaði og laxeldi fari nánast skattlaus úr landi. Umhverfisvernd var eitt sinn helsta baráttu- og réttlætismál VG fyrir ríkisstjórnarsetu með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkunum. Eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrum framkvæmdastjóri Landverndar hrökklaðist úr embætti Umhverfisráðherra eftir lánlitla embættissetu, þrátt fyrir metnaðarfullt prógramm, var Guðlaugur Þór Þórðarson skipaður Orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra og hefur lagt megináherslu á nauðsyn nýrra virkjana, sem VG hefur að mestu þagað þunnu hljóði yfir. Á sama tíma hefur mjög svo umdeildu norsku laxeldi vaxið fiskur um hrygg í bókstaflegri merkingu undir forystu Svandísar Svavarsdóttur. Einnig í umhverfismálum hefur VG brugðist kjósendum sínum. Katrín Jakobsdóttir og ríkisstjórn hennar hafa ekki hreyft litla fingur til að stjórnarskrá, sem að samþykkt var í lýðræðislegum kosningum, sem voru dæmdar ólöglegar í einu stærsta réttarfarshneyksli íslenska lýðveldisins, verði samþykkt af Alþingi. Það þarf engan að furða miðað við þennan afrekalista að fyrirséð var að VG myndi að öllum líkindum þurrkast út af þingi eftir næstu kosningar og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur falla. Það má líkja VG undir forystu hennar sem skipi sem að hún hefur siglt í strand og það hefur löngum verið talin skilda skipstjórnarmanna að yfirgefa sökkvandi skip sitt síðastir til að tryggja að sem flestir og helst allir komist heilir frá borði. Í stað þess að reyna að bjarga þessu sökkvandi fleyji, flýr hún frá borði þegar allt er komið í óefni undir hennar stjórn og reynir að bjarga sjálfri sér með því að bjóða sig fram sem forseta og tryggir með því að þingflokkur VG mun örugglega þurrkast út eftir næstu kosningar. Og svo er því slegið upp í fyrirsögn yfir viðtali við hana í Heimildinni að: „Forseti á að berjast fyrir umhverfinu, lýðræði og mannréttindum.“ !!!!! Er konan ekki með öllum mjalla eða er hún svona ótrúlega óforskömmuð? Því er oft haldið á lofti að Katrín Jakobsdóttir sé mjög greind og það má til sanns vegar færa. Hún var nógu greind til að telja félögum sínum í Vinstri hreyfingunni grænt framboð trú um að hún væri hugsjónapólitíkus í „stórsóknarfórn“ eins og Megas söng um Gvend jaka, meðan hún er í reynd pólitískur tækifærissinni þegar horft er til þess hvernig hún hefur látið verkin tala sem forsætisráðherra. Hún er eiginhagsmunaseggur, svo mikið er víst og mér liggur við að segja samviskulaus í pólitísku samhengi. Hún virðist vera tilbúin að fórna nánast öllu sem að VG stóð fyrir, ef það tryggir henni einhverskonar tign, völd á varla við í því samhengi, því hin raunverulegu völd hefur hún sett í annara manna hendur - stjórnmálamanna og auðmanna sem eru hvorki í hennar eigin flokki né styðja hann. Kannski hefur sú staðreynd að hún er kona „með hina mildu móðurhönd“, komið í veg fyrir að stuðningmenn hennar hafi litið hana réttum augum, en ég er nokkuð viss um að hefði hún verið karl sem að hagaði sér svona, hefðu menn fyrir löngu séð í gegnum augljósa sérhagsmunagæsluna. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun