Ungt fólk á betri upplýsingar skilið Haukur V. Alfreðsson skrifar 8. apríl 2024 09:31 Fyrir skömmu héldu háskólar landsins Háskóla Daginn víðsvegar um land. Þar gáfu háskólarnir áhugasömum færi á að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir skólanna betur með spjalli við fulltrúa skólanna. Kynningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni, til að mynda sótti ég sama eða samskonar dag þegar ég var að velja mér háskólanám fyrir um fimmtán árum. Þar fékk ég ágætis bækling sem innihélt gott ef ekki 200-300 orð um námið sem ég var að velta fyrir mér og gaf mér þannig feiki nægar upplýsingar til að taka eina af stærstu ákvörðunum míns lífs. Mikilvægustu upplýsingarnar fékk ég þó beint frá þeim sem rétti mér bæklingin, nú að félagslífið væri gott. Á þeim Háskóla Degi sem var haldinn í ár kann vel að vera að betri upplýsingar séu veittar en var þegar ég var að velja nám. Til að mynda er núna vefsíða með tenglum inn á allar námsleiðir hjá háskólunum og einnig próf sem reynir að tengja saman þinn áhuga og námsleiðir við hæfi. En eftir að hafa tekið ýmsar stikkprufur af heimasíðum háskólanna þykir mér engu að síður ýmsar mikilvægar upplýsingar vanta. Til dæmis: Hver eru meðallaun þeirra sem útskrifast úr náminu? Hvernig eru atvinnuhorfur: - Hversu margir með slíka menntun eru atvinnulausir? - Hvað tekur að meðaltali langan tíma eftir nám að fá vinnu tengda náminu? - Hversu margir starfa tengt náminu eftir 6 mánuði, 1 ár, 5 ár, 10 ár? Hvað fela vinnur byggðar á þessu námi í raun í sér? Hvernig er vinnudagurinn? Hversu langur er vinnudagurinn? Hvernig er álag í starfi? Hér mætti lengi telja upp ýmis atriði sem gott væri að vita. En mér þykir ofboðslega skrítið að við sem þjóðfélag séum sátt við það að ungt fólk geti ekki fengið haldbærar upplýsingar um atvinnuhorfur og kjör þegar það tekur stórar ákvarðanir um framtíð sína. Heldur nokkur maður að þeim fjármunum sem væri varið í að safna þessum upplýsingum saman væri illa varið? Það er gott og gilt að velja sér starfsvettvang eftir áhuga, en það er ljótt að neita fólki um að taka upplýstar ákvarðanir. Að ónefndu að það kostar okkur sem samfélag að senda fólk í nám sem það hefði ef til vill aldrei dottið í hug að fara í ef það vissi hvað biði sín eða hvað annað væri í raun í boði. Þessa sömu sögu má segja um allt nám á Íslandi en ekki eingöngu háskólanám. Upplýsingar sem þessar eigi vitanlega að liggja fyrir strax við val á námi eftir grunnskóla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að kynslóð eftir kynslóð velji framtíðin sína eingöngu út frá upplýsingum um skemmtilegt félagslíf eða því sem mamma og pabbi segja. Höfundur er eigandi Ráðsölunnar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu héldu háskólar landsins Háskóla Daginn víðsvegar um land. Þar gáfu háskólarnir áhugasömum færi á að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir skólanna betur með spjalli við fulltrúa skólanna. Kynningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni, til að mynda sótti ég sama eða samskonar dag þegar ég var að velja mér háskólanám fyrir um fimmtán árum. Þar fékk ég ágætis bækling sem innihélt gott ef ekki 200-300 orð um námið sem ég var að velta fyrir mér og gaf mér þannig feiki nægar upplýsingar til að taka eina af stærstu ákvörðunum míns lífs. Mikilvægustu upplýsingarnar fékk ég þó beint frá þeim sem rétti mér bæklingin, nú að félagslífið væri gott. Á þeim Háskóla Degi sem var haldinn í ár kann vel að vera að betri upplýsingar séu veittar en var þegar ég var að velja nám. Til að mynda er núna vefsíða með tenglum inn á allar námsleiðir hjá háskólunum og einnig próf sem reynir að tengja saman þinn áhuga og námsleiðir við hæfi. En eftir að hafa tekið ýmsar stikkprufur af heimasíðum háskólanna þykir mér engu að síður ýmsar mikilvægar upplýsingar vanta. Til dæmis: Hver eru meðallaun þeirra sem útskrifast úr náminu? Hvernig eru atvinnuhorfur: - Hversu margir með slíka menntun eru atvinnulausir? - Hvað tekur að meðaltali langan tíma eftir nám að fá vinnu tengda náminu? - Hversu margir starfa tengt náminu eftir 6 mánuði, 1 ár, 5 ár, 10 ár? Hvað fela vinnur byggðar á þessu námi í raun í sér? Hvernig er vinnudagurinn? Hversu langur er vinnudagurinn? Hvernig er álag í starfi? Hér mætti lengi telja upp ýmis atriði sem gott væri að vita. En mér þykir ofboðslega skrítið að við sem þjóðfélag séum sátt við það að ungt fólk geti ekki fengið haldbærar upplýsingar um atvinnuhorfur og kjör þegar það tekur stórar ákvarðanir um framtíð sína. Heldur nokkur maður að þeim fjármunum sem væri varið í að safna þessum upplýsingum saman væri illa varið? Það er gott og gilt að velja sér starfsvettvang eftir áhuga, en það er ljótt að neita fólki um að taka upplýstar ákvarðanir. Að ónefndu að það kostar okkur sem samfélag að senda fólk í nám sem það hefði ef til vill aldrei dottið í hug að fara í ef það vissi hvað biði sín eða hvað annað væri í raun í boði. Þessa sömu sögu má segja um allt nám á Íslandi en ekki eingöngu háskólanám. Upplýsingar sem þessar eigi vitanlega að liggja fyrir strax við val á námi eftir grunnskóla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að kynslóð eftir kynslóð velji framtíðin sína eingöngu út frá upplýsingum um skemmtilegt félagslíf eða því sem mamma og pabbi segja. Höfundur er eigandi Ráðsölunnar ehf.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar