Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 11:27 Meira en milljón manns dvelja í frumstæðum tjaldbúðum við borgarmörk Röfu. AP/Atem Ali Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. Talsmaður ísraelska hersins staðfesti þetta í samtali við Guardian. Þessi talsmaður veitti engar frekari upplýsingar og því er óljóst hvort þessi brottflutning feli í sér að fyrirætlaðri árás Ísraelsmanna á landamæraborgina Rafa verði frestað. Í Rafa dvelja meira en milljón manns sem flúið hafa heimili sín undan átökum Ísraela og Hamasliða. Hvíta húsið styddi ekki áhlaup Hvíta húsið hafði áður gefið út að það myndi ekki styðja við bakið á Ísraelum í ætlaðri árás sinni á Rafah án þess að Ísraelar kynni hnitmiðaða ferla til að tryggja öryggi palestínskra borgara. Rafa er sögð síðasta sterka vígi Hamasliða í Gasa. Fleiri en 33 þúsund Palestínumanna hafa látið lífið í átökunum og tæplega 76 þúsund særst, samkvæmt nýjustu tölum heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu. Átökin hófust 7. október með stórtæku áhlaupi Hamasliða inn í Ísrael fyrir akkúrat hálfu ári í dag. Flest hinna látnu og særðu eru konur og börn og talið er að þúsundir fleiri séu ótaldir í rústum borga Gasasvæðisins. Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna birti færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, til að minnast dagsins og allra þeirra sem eru eru á vergangi átakanna vegna. The war in #Gaza: 6 months of never-ending displacement. Around 1.7 million people have been forced to flee their homes.Since the onset of the war, @UNRWA facilities have been transformed to provide emergency shelter for thousands of families seeking safety with nowhere to go pic.twitter.com/fFheV488NJ— UNRWA (@UNRWA) April 7, 2024 „Um 1,7 milljón manns hefur verið neydd til að yfirgefa heimili sín. Frá upphafi stríðsins hafa aðstöður Flóttamannaaðstoðarinnar veitt þúsundum fjölskylda sem hafa í engin önnur hús að venda öryggi,“ skrifar Flóttamannaaðstoðin. Gert er ráð fyrir hungursneyð á norðanverðu Gasasvæðinu og kemur fram í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna frá í síðasta mánuði að hlutfall Palestínumanna sem standa frammi fyrir „katastrófískri“ neyð hafi tvöfaldast síðan í desember. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Talsmaður ísraelska hersins staðfesti þetta í samtali við Guardian. Þessi talsmaður veitti engar frekari upplýsingar og því er óljóst hvort þessi brottflutning feli í sér að fyrirætlaðri árás Ísraelsmanna á landamæraborgina Rafa verði frestað. Í Rafa dvelja meira en milljón manns sem flúið hafa heimili sín undan átökum Ísraela og Hamasliða. Hvíta húsið styddi ekki áhlaup Hvíta húsið hafði áður gefið út að það myndi ekki styðja við bakið á Ísraelum í ætlaðri árás sinni á Rafah án þess að Ísraelar kynni hnitmiðaða ferla til að tryggja öryggi palestínskra borgara. Rafa er sögð síðasta sterka vígi Hamasliða í Gasa. Fleiri en 33 þúsund Palestínumanna hafa látið lífið í átökunum og tæplega 76 þúsund særst, samkvæmt nýjustu tölum heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu. Átökin hófust 7. október með stórtæku áhlaupi Hamasliða inn í Ísrael fyrir akkúrat hálfu ári í dag. Flest hinna látnu og særðu eru konur og börn og talið er að þúsundir fleiri séu ótaldir í rústum borga Gasasvæðisins. Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna birti færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, til að minnast dagsins og allra þeirra sem eru eru á vergangi átakanna vegna. The war in #Gaza: 6 months of never-ending displacement. Around 1.7 million people have been forced to flee their homes.Since the onset of the war, @UNRWA facilities have been transformed to provide emergency shelter for thousands of families seeking safety with nowhere to go pic.twitter.com/fFheV488NJ— UNRWA (@UNRWA) April 7, 2024 „Um 1,7 milljón manns hefur verið neydd til að yfirgefa heimili sín. Frá upphafi stríðsins hafa aðstöður Flóttamannaaðstoðarinnar veitt þúsundum fjölskylda sem hafa í engin önnur hús að venda öryggi,“ skrifar Flóttamannaaðstoðin. Gert er ráð fyrir hungursneyð á norðanverðu Gasasvæðinu og kemur fram í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna frá í síðasta mánuði að hlutfall Palestínumanna sem standa frammi fyrir „katastrófískri“ neyð hafi tvöfaldast síðan í desember.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32
Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01