„Sólarhringur með stúlkunni okkar sem fæddist heima í faðmi fjölskyldunnar í gærkveldi kl 21. Fæðingin var draumi líkast en 14 marka daman mætti svo friðsæl í heiminn þrátt fyrir mjög hraðan aðdraganda. Við erum orðlaus, hamingjusöm og þakklát,“ skrifar parið og birti einstaklega fallegar myndir frá fæðingunni á samfélagsmiðlum.
Fæddi börnin þrjú heima í stofu
Arna Ýr er margfaldur sigurvegari fegurðarsamkeppna hér á landi en hún hampaði titilinum Ungfrú Ísland árið 2015 og vann sömuleiðis keppnina Miss Universe Iceland árið 2017.
Vignir hefur getið sér góðs orðs sem kírópraktor en hann rekur stofuna Líf Kírópraktík.
Parið vakti mikla athygli þegar það deildi myndbandi af fæðingu yngri sonar síns sem fæddist í rósabaði í stofunni heima en fyrir eiga þau dótturina Ástrós Mettu, fædda 21. júní árið 2019. Sonurinn, Nói, fæddist sama dag tveimur árum síðar eða árið 2021.
Hér að neðan má sjá fæðingarmyndband Örnu. Myndataka var í höndum Önnu Maggýar, æskuvinkonu Örnu ásamt Dóru Dúnu. Chrissie Guðmundsdóttir, vinkona Örnu leikur á fiðlu undir myndbandinu og Einar Bjartur spilar á píanó.