Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 07:02 Húsnæði MÍR er á fyrstu hæð Hverfisgötu 105. Það hefur meðal annars verið leigt út undir spænskukennslu. Ákvörðun aðalfundar um að selja það var ógilt í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. Samþykkt var að hætta rekstri Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) á aðalfundi sem var haldinn sumarið 2022. Samhliða var samþykkt að selja eignir félagsins, þar á meðal húsnæði þess að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og láta söluvirðið mynda stofnfé sjóðs sem var ætlað að styrkja menningarstarfsemi sem tengdist menningum og sögu Rússlands. Þrír aldnir félagsmenn, þar á meðal fyrrverandi formaður félagsins til áratuga, stefndu stjórn MÍR á þeirri forsendu að boðun aðalfundarins hefði ekki staðist lög. Kröfðust þeir þess að ákvarðanir fundarins yrðu ógiltar. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í síðasta mánuði og ógilti ákvarðanir aðalfundarins um breytingar á starfseminni og sölu eigna. Þrátt fyrir að hafa verið gerð afturreka með áform sín fyrir dómstóli er stjórn MÍR ekki af baki dottin. Einar Bragason, formaður stjórnarinnar, segir að stefna hennar sé óbreytt og til standi að leggja áformin fram aftur á nýjum aðalfundi. „Það verður fljótlega. Það er verið að undirbúa það,“ segir Einar um undirbúning aðalfundar. Boða þarf til aðalfundar MÍR með þriggja vikna fyrirvara. Hann segist ekki geta svarað því hvernig fundurinn verði auglýstur að þessu sinni en héraðsdómur taldi að ekki hafi nægt að hengja upp auglýsingu í glugga húsnæðisins að Hverfisgötu um aðalfundinn fyrir tveimur árum. Stjórnarmenn hafa sagt að sá háttur hafi verið hafður á lengi hjá félaginu. Stefnendur í málinu héldu því fram að aðeins stjórnarmenn hefðu verið viðstaddir aðalfundinn en stjórnin sagði að á bilinu fimm til tíu félagsmenn hefðu mætt. Einar sagði Vísi í fyrra að stefnendurnir þrír hefðu ekki haft nein afskipti af starfsemi MÍR í seinni tíð. Hann segir að það hafi ekki breyst eftir málaferli síðustu missera. Félagasamtök Dómsmál Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Samþykkt var að hætta rekstri Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) á aðalfundi sem var haldinn sumarið 2022. Samhliða var samþykkt að selja eignir félagsins, þar á meðal húsnæði þess að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og láta söluvirðið mynda stofnfé sjóðs sem var ætlað að styrkja menningarstarfsemi sem tengdist menningum og sögu Rússlands. Þrír aldnir félagsmenn, þar á meðal fyrrverandi formaður félagsins til áratuga, stefndu stjórn MÍR á þeirri forsendu að boðun aðalfundarins hefði ekki staðist lög. Kröfðust þeir þess að ákvarðanir fundarins yrðu ógiltar. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í síðasta mánuði og ógilti ákvarðanir aðalfundarins um breytingar á starfseminni og sölu eigna. Þrátt fyrir að hafa verið gerð afturreka með áform sín fyrir dómstóli er stjórn MÍR ekki af baki dottin. Einar Bragason, formaður stjórnarinnar, segir að stefna hennar sé óbreytt og til standi að leggja áformin fram aftur á nýjum aðalfundi. „Það verður fljótlega. Það er verið að undirbúa það,“ segir Einar um undirbúning aðalfundar. Boða þarf til aðalfundar MÍR með þriggja vikna fyrirvara. Hann segist ekki geta svarað því hvernig fundurinn verði auglýstur að þessu sinni en héraðsdómur taldi að ekki hafi nægt að hengja upp auglýsingu í glugga húsnæðisins að Hverfisgötu um aðalfundinn fyrir tveimur árum. Stjórnarmenn hafa sagt að sá háttur hafi verið hafður á lengi hjá félaginu. Stefnendur í málinu héldu því fram að aðeins stjórnarmenn hefðu verið viðstaddir aðalfundinn en stjórnin sagði að á bilinu fimm til tíu félagsmenn hefðu mætt. Einar sagði Vísi í fyrra að stefnendurnir þrír hefðu ekki haft nein afskipti af starfsemi MÍR í seinni tíð. Hann segir að það hafi ekki breyst eftir málaferli síðustu missera.
Félagasamtök Dómsmál Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00
MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00