Fenerbahce áfram í deildarkeppninni en Trabzonspor fær refsingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 10:00 Trabzonspor v Fenerbahce - Turkish Super Lig TRABZON, TURKIYE - MARCH 17: An aerial view of supporters entering on the pitch after the Turkish Super Lig week 30 football match between Trabzonspor and Fenerbahce at Papara Park in Trabzon, Turkiye on March 17, 2024. (Photo by Enes Sansar/Anadolu via Getty Images) Tyrkneska liðið Trabzonspor þarf að leika sex leiki fyrir luktum dyrum í refsingarskyni eftir að áhorfendur ruddust inn á völlinn í leik liðsins gegn Fenerbahce í síðasta mánuði. Óeirðir brutust út eftir 3-2 sigur Fenerbahce þegar stuðningsmenn Trabzonspor ruddust inn á völlinn og réðust á öryggisverði og leikmenn Fenerbahce. Í kjölfarið var tekin ákvörðun innan Fenerbahce um að félagið myndi ákveða með atkvæðagreiðslu hvort liðið yrði dregið úr deildarkeppninni í Tyrklandi. Sú tillaga var hins vegar felld og munu nítjánfaldir meistarar Fenerbache því halda keppni áfram í tyrknesku deildinni. „Á öllum okkar fundum var það að draga liðið úr keppni sá möguleiki sem okkur leist verst á,“ sagði Ali Koc, stjórnarformaður Fenerbahce. Leika fyrir luktum dyrum Trabzonspor hefur hins vegar fengið refsingu fyrir óeirðir sinna stuðningsmanna þetta kvöld og mun liðið þurfa að leika sex leiki fyrir luktum dyrum. Þá hefur félaginu einnig verið gert að greiða sekt upp á þrjár milljónir líra, sem samsvarar um rúmlega þrettán milljónum króna. Eins og áður segir brutust óeirðirnar út að leik loknum eftir 3-2 sigur Fenerbahce. Mikill hiti var í fólki og hófust lætin í raun á 87. mínútu leiksins þegar Michy Batshuayi skoraði sigurmark gestanna og áhorfendur grýttu hlutum í átt að honum er hann fagnaði markinu. Að leik loknum nýttu leikmenn Fenerbahce svo tækifærið til að strá salti í sár stuðningsmanna Trabzonspor með því að fagna vel og lengi inni á miðjum vellinum. Tyrkneski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Óeirðir brutust út eftir 3-2 sigur Fenerbahce þegar stuðningsmenn Trabzonspor ruddust inn á völlinn og réðust á öryggisverði og leikmenn Fenerbahce. Í kjölfarið var tekin ákvörðun innan Fenerbahce um að félagið myndi ákveða með atkvæðagreiðslu hvort liðið yrði dregið úr deildarkeppninni í Tyrklandi. Sú tillaga var hins vegar felld og munu nítjánfaldir meistarar Fenerbache því halda keppni áfram í tyrknesku deildinni. „Á öllum okkar fundum var það að draga liðið úr keppni sá möguleiki sem okkur leist verst á,“ sagði Ali Koc, stjórnarformaður Fenerbahce. Leika fyrir luktum dyrum Trabzonspor hefur hins vegar fengið refsingu fyrir óeirðir sinna stuðningsmanna þetta kvöld og mun liðið þurfa að leika sex leiki fyrir luktum dyrum. Þá hefur félaginu einnig verið gert að greiða sekt upp á þrjár milljónir líra, sem samsvarar um rúmlega þrettán milljónum króna. Eins og áður segir brutust óeirðirnar út að leik loknum eftir 3-2 sigur Fenerbahce. Mikill hiti var í fólki og hófust lætin í raun á 87. mínútu leiksins þegar Michy Batshuayi skoraði sigurmark gestanna og áhorfendur grýttu hlutum í átt að honum er hann fagnaði markinu. Að leik loknum nýttu leikmenn Fenerbahce svo tækifærið til að strá salti í sár stuðningsmanna Trabzonspor með því að fagna vel og lengi inni á miðjum vellinum.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira