Bréf til Íslands - hið fullkomna samfélag Valerio Gargiulo skrifar 2. apríl 2024 11:00 Kæra Ísland, Ég skrifa þér þetta bréf með hjarta fullt af von og þrá, og ímynda mér heillandi eyju þar sem draumar um félagslegt réttlæti og velmegun rætast. Mig langar að búa í samfélagi þar sem hvert barn hefur tækifæri til þess að komast í dagvistun án langrar biðar, þar sem aðgangur að leikskóla er ekki forréttindi sem aðeins eru áskilin þeim heppnu sem komast að. Ég sé fyrir mér stað þar sem sérhver ungur hugur getur kannað, lært og vaxið án hindrana og takmarkana. Mig langar að búa í samfélagi þar sem þak yfir höfuðið er ekki munaður heldur grundvallarréttindi. Þar sem húsaleiga eða íbúðarlán verður ekki ósjálfbær byrði fyrir fjölskyldur, þar sem framfærslukostnaður kemur ekki í veg fyrir að neinn geti notið heimilis síns án stöðugra áhyggna af fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfa ekki að reiða sig á smálán eða yfirdrátt í lok mánaðar eða fyrir stórhátíða, eð jafnvel eiga ekki pening til þess að athafna sig. Ég myndi elska að búa í samfélagi þar sem draumurinn um að eignast heimili breytist ekki í fjárhagslega martröð. Ég ímynda mér stað þar sem lánum til íbúðakaupa fylgja ekki óhóflegir vextir, þar sem fjölskyldur eru ekki kramdar af þunga afborgana og óvæntra útgjalda. Þar sem matvara (sérstaklega innlend) sé ekki skilgreind sem lúxusvara. Þar sem læknis- og önnur heilbrigðisþjónusta sé ekki af skornum skammti þar sem þú biður fyrir því að komast hjá því að veikjast eða slasa þig. Èg ímynda mér stað þar sem skattpeningarnir eru nýttir til þess að bæta innviði í samræmi við fólksfjölgun, og bæta þjónustu við samfélagsþegna. Og aftur, mig langar að búa í samfélagi þar sem hugtakið samfélag er miðlægt. Þar sem ríkir samstaða milli nágranna, gagnkvæmur stuðningur við áskoranir daglegs lífs og menning sem stuðlar að velferð allra íbúa, óháð félagslegri stöðu eða efnahagslegum bakgrunni. Ég veit að ekkert samfélag er fullkomið og að hver staður hefur sínar einstöku áskoranir sem þarf að takast á við. Ég trúi því hins vegar staðfastlega að með pólitískum vilja og sameiginlegri skuldbindingu sé hægt að gera þessar sýn að veruleika. Því kæra Ísland, ég bið þig um að þykja vænt um náttúrufegurð þína og framfaraanda og halda áfram að ganga til framtíðar þar sem allir geta fundið virðulegan og farsælan stað í þínu rausnarlega landi. Með ást og von, Valerio. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kæra Ísland, Ég skrifa þér þetta bréf með hjarta fullt af von og þrá, og ímynda mér heillandi eyju þar sem draumar um félagslegt réttlæti og velmegun rætast. Mig langar að búa í samfélagi þar sem hvert barn hefur tækifæri til þess að komast í dagvistun án langrar biðar, þar sem aðgangur að leikskóla er ekki forréttindi sem aðeins eru áskilin þeim heppnu sem komast að. Ég sé fyrir mér stað þar sem sérhver ungur hugur getur kannað, lært og vaxið án hindrana og takmarkana. Mig langar að búa í samfélagi þar sem þak yfir höfuðið er ekki munaður heldur grundvallarréttindi. Þar sem húsaleiga eða íbúðarlán verður ekki ósjálfbær byrði fyrir fjölskyldur, þar sem framfærslukostnaður kemur ekki í veg fyrir að neinn geti notið heimilis síns án stöðugra áhyggna af fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Að fjölskyldur og einstaklingar þurfa ekki að reiða sig á smálán eða yfirdrátt í lok mánaðar eða fyrir stórhátíða, eð jafnvel eiga ekki pening til þess að athafna sig. Ég myndi elska að búa í samfélagi þar sem draumurinn um að eignast heimili breytist ekki í fjárhagslega martröð. Ég ímynda mér stað þar sem lánum til íbúðakaupa fylgja ekki óhóflegir vextir, þar sem fjölskyldur eru ekki kramdar af þunga afborgana og óvæntra útgjalda. Þar sem matvara (sérstaklega innlend) sé ekki skilgreind sem lúxusvara. Þar sem læknis- og önnur heilbrigðisþjónusta sé ekki af skornum skammti þar sem þú biður fyrir því að komast hjá því að veikjast eða slasa þig. Èg ímynda mér stað þar sem skattpeningarnir eru nýttir til þess að bæta innviði í samræmi við fólksfjölgun, og bæta þjónustu við samfélagsþegna. Og aftur, mig langar að búa í samfélagi þar sem hugtakið samfélag er miðlægt. Þar sem ríkir samstaða milli nágranna, gagnkvæmur stuðningur við áskoranir daglegs lífs og menning sem stuðlar að velferð allra íbúa, óháð félagslegri stöðu eða efnahagslegum bakgrunni. Ég veit að ekkert samfélag er fullkomið og að hver staður hefur sínar einstöku áskoranir sem þarf að takast á við. Ég trúi því hins vegar staðfastlega að með pólitískum vilja og sameiginlegri skuldbindingu sé hægt að gera þessar sýn að veruleika. Því kæra Ísland, ég bið þig um að þykja vænt um náttúrufegurð þína og framfaraanda og halda áfram að ganga til framtíðar þar sem allir geta fundið virðulegan og farsælan stað í þínu rausnarlega landi. Með ást og von, Valerio. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun