„Við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. mars 2024 17:20 Jurgen Klopp fagnar fyrr í vetur Vísir/Getty Lið Brighton hefur haft ákveðið tak á Liverpool síðustu misseri en sigur Liverpool í dag var aðeins annar sigur liðsins í síðustu tíu viðureignum liðanna. Þetta var jafnframt 300. sigur Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool. Sigurinn kom þó ekki áreynslulaust en Brighton komst yfir strax á 2. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði virkilega laglegt mark. Klopp var þó engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna sem hann mat sem þeirra bestu gegn Brighton undir stjórn Roberto’s De Zerbi. „Frá mínum bæjardyrum séð var þetta besta frammistaða okkar gegn Brighton undir stjórn Roberto. Við héldum boltanum meira og gæðin voru góð þegar við vorum með boltann. Það var góður taktur í leiknum nema þegar við fengum markið á okkur.“ „Við töpum boltanum ofarlega á vellinum, sem á ekki endilega að þýða að við fáum á okkur mark en þeir gerðu vel. Virkilega vel klárað færi en „við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ þegar við vorum að klára okkar færi.“ Luis Diaz jafnaði leikinn á 27. mínútu en markið kom upp úr hornspyrnu „Við vorum að skapa okkur fullt af færum en vorum ekki að hitta á rammann. Við skoruðum svo eftir fast leikatriði sem er alltaf jákvætt að eiga í pokahorninu. Við fórum aðeins yfir hlutina með strákunum í hálfleik og sögðum þeim að halda áfram á sömu braut en að róa sig og að vörnin þyrfti líka að vera betra. Brighton spila af miklum ákafa og það er alvöru verkefni að halda aftur af þeim í 90 plús mínútur.“ Klopp sagði að Mo Salah væri kominn í sitt besta form eftir meiðsli, en Liverpool hefur verið að glíma við töluverð meiðsli á tímabilinu. „Hann er kominn í fullt leikform. Honum lá svolítið á í sínum færum í byrjun en sýndi stáltaugar á ögurstundu. Hann getur spilað í 90 mínútur og nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta.“ „Við þurfum á öllum okkar strákum að halda. Darwin opnaði á svæði endalaust og Lucho var frábær, þeir voru allir virkilega góðir í dag. Þetta var virkilega góður fótboltaleikur gegn andstæðingi þar sem það þarf að verjast og vera á tánum allan tímann. Hægt er að lesa svör Klopp á blaðamannafundinum í heild hér. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Sigurinn kom þó ekki áreynslulaust en Brighton komst yfir strax á 2. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði virkilega laglegt mark. Klopp var þó engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna sem hann mat sem þeirra bestu gegn Brighton undir stjórn Roberto’s De Zerbi. „Frá mínum bæjardyrum séð var þetta besta frammistaða okkar gegn Brighton undir stjórn Roberto. Við héldum boltanum meira og gæðin voru góð þegar við vorum með boltann. Það var góður taktur í leiknum nema þegar við fengum markið á okkur.“ „Við töpum boltanum ofarlega á vellinum, sem á ekki endilega að þýða að við fáum á okkur mark en þeir gerðu vel. Virkilega vel klárað færi en „við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ þegar við vorum að klára okkar færi.“ Luis Diaz jafnaði leikinn á 27. mínútu en markið kom upp úr hornspyrnu „Við vorum að skapa okkur fullt af færum en vorum ekki að hitta á rammann. Við skoruðum svo eftir fast leikatriði sem er alltaf jákvætt að eiga í pokahorninu. Við fórum aðeins yfir hlutina með strákunum í hálfleik og sögðum þeim að halda áfram á sömu braut en að róa sig og að vörnin þyrfti líka að vera betra. Brighton spila af miklum ákafa og það er alvöru verkefni að halda aftur af þeim í 90 plús mínútur.“ Klopp sagði að Mo Salah væri kominn í sitt besta form eftir meiðsli, en Liverpool hefur verið að glíma við töluverð meiðsli á tímabilinu. „Hann er kominn í fullt leikform. Honum lá svolítið á í sínum færum í byrjun en sýndi stáltaugar á ögurstundu. Hann getur spilað í 90 mínútur og nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta.“ „Við þurfum á öllum okkar strákum að halda. Darwin opnaði á svæði endalaust og Lucho var frábær, þeir voru allir virkilega góðir í dag. Þetta var virkilega góður fótboltaleikur gegn andstæðingi þar sem það þarf að verjast og vera á tánum allan tímann. Hægt er að lesa svör Klopp á blaðamannafundinum í heild hér.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira