Gangast við því að hafa drepið Palestínumenn á strönd eftir birtingu myndskeiðs Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2024 19:01 Að sögn Al Jazeera var maðurinn óvopnaður og veifaði hvítu flaggi skömmu áður en hann var skotinn. Skjáskot/Al Jazeera Ísraelski herinn hefur staðfest að hermenn á þeirra vegum hafi skotið tvo Palestínumenn til bana og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Yfirlýsingin kemur eftir birtingu myndskeiðs sem sýnir karlmann falla til jarðar og vinnuvél ýta tveimur líkum út í sandinn. Tveir féllu í árás á tjaldbúðir við spítala á Gasa og stendur til að hefja viðræður um vopnahlé í dag. Hermálayfirvöld segja hermennina hafi skotið umrædda menn eftir að þeir hafi hunsað viðvörunarskot. Umrætt myndskeið var sýnt á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni en óljóst er hvenær það var tekið. Fullyrða fréttamenn stöðvarinnar að minnst tveir þeirra sem sjáist á myndbandinu hafi veifað hvítu flaggi áður en skotið var á þá. Ísraelski herinn segir að átt hafi verið við myndskeiðið og það sýni tvö ólík atvik sem gerðust á tveimur stöðum á Gasa. Al Jazeera segir hins vegar að báðar skotárásirnar hafi átt sér stað á svipuðum stað á strönd suðvestur af Gasaborg. Tveir féllu í loftárás við spítala Tveir Palestínumenn létust og fimmtán aðrir særðust þegar ísraelsk loftárás hæfði tjaldbúðir á lóð spítala í borginni Deir al-Balah á Gasa í dag. Þúsundir manna dvelja í tjöldum við Al-Aqsa Martyrs spítalann síðustu mánuði eftir að hafa flúið heimili sín á stríðshrjáðri Gasaströndinni. Palestínumenn bera særða manneskju í kjölfar loftárásar á Al Aqsa spítalann. Ap/Abdel Kareem Hana Tugir þúsunda hafa leitað skjóls á sjúkrahúsum á Gasa frá því að stríðið hófst þar sem þau eru talin ólíklegri til að verða fyrir loftárásum. Ísrael hefur sakað Hamas-liða um að setja upp aðstöðu í og við heilbrigðisstofnanir og ráðist inn í fjölda spítala. Egypskir fjölmiðlar greina frá því að til standi að hefja á ný viðræður Ísrael og Hamas um vopnahlé á Gasa í dag. Fara þær fram í Kaíró, höfuðborg Egyptalands eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels gaf grænt ljós á þær á dögunum. Veifað hvítu flaggi Í áðurnefndu myndbandi sem náðist á strönd utan við Gasaborg sést maður ganga í burtu frá ísraelskum hermönnum skömmu áður en hann fellur til jarðar, að því er virðist eftir að hafa verið skotinn. Á einum tímapunkti sést hann lyfta höndum fyrir ofan höfuð og að sögn Al Jazeera sveiflar hann hvítu flaggi skömmu áður en hann er skotinn. Í öðrum hluta myndskeiðsins sést annar palestínskur karlmaður nálgast ísraelska hermenn haldandi á því sem Al Jazeera lýsir einnig sem hvítu flaggi áður en hann fer út fyrir ramma myndskeiðsins. Að lokum sést ísraelsk jarðýta ýta tveimur líkum út í sorpblandaðan sandinn. Herinn segir vinnutækið hafa verið notað af ótta við að mennirnir bæru sprengiefni innanborðs. Þá eru þeir sagðir hafa borið töskur en þær voru ekki sjáanlegar á umræddu myndskeiði. Svipuð atvik náðst á myndband AP-fréttaveitan greinir frá því að önnur álíka myndbönd hafi komist í dreifingu síðustu mánuði. Þau sýni ísraelska hermenn skjóta í áttina að og í sumum tilfellum drepa nálæga Palestínumenn þrátt fyrir að lítið bendi til að hermönnum hafi staðið ógn af þeim. Í janúar birtist myndefni þar sem maður sást skotinn til bana á meðan hann gekk með hópi fólks sem veifuðu hvítu flaggi. Þá virtist annað myndskeið sem birt var af Al Jazeera í síðustu viku sýna minnst fjóra Palestínumenn gangandi á sandbornum göngustíg farast í árás Ísraela. Palestínumenn og mannréttindasamtök saka Ísraelsher um að beita óhóflegu herafli á Gasa og gera lítinn greinarmun á hernaðarlegum skotmörkum og borgaralegum innviðum. Þetta hafi leitt til mikils mannfalls meðal almennra borgara. Yfir 32 þúsund Palestínumenn hafa fallið í aðgerðum Ísrael á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Þær hófust þann 7. október í fyrra eftir að Hamas-liðar réðust inn í suðurhluta Ísrael og drápu þar 1.200 manns og rændu um 250 til viðbótar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50 Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Hermálayfirvöld segja hermennina hafi skotið umrædda menn eftir að þeir hafi hunsað viðvörunarskot. Umrætt myndskeið var sýnt á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni en óljóst er hvenær það var tekið. Fullyrða fréttamenn stöðvarinnar að minnst tveir þeirra sem sjáist á myndbandinu hafi veifað hvítu flaggi áður en skotið var á þá. Ísraelski herinn segir að átt hafi verið við myndskeiðið og það sýni tvö ólík atvik sem gerðust á tveimur stöðum á Gasa. Al Jazeera segir hins vegar að báðar skotárásirnar hafi átt sér stað á svipuðum stað á strönd suðvestur af Gasaborg. Tveir féllu í loftárás við spítala Tveir Palestínumenn létust og fimmtán aðrir særðust þegar ísraelsk loftárás hæfði tjaldbúðir á lóð spítala í borginni Deir al-Balah á Gasa í dag. Þúsundir manna dvelja í tjöldum við Al-Aqsa Martyrs spítalann síðustu mánuði eftir að hafa flúið heimili sín á stríðshrjáðri Gasaströndinni. Palestínumenn bera særða manneskju í kjölfar loftárásar á Al Aqsa spítalann. Ap/Abdel Kareem Hana Tugir þúsunda hafa leitað skjóls á sjúkrahúsum á Gasa frá því að stríðið hófst þar sem þau eru talin ólíklegri til að verða fyrir loftárásum. Ísrael hefur sakað Hamas-liða um að setja upp aðstöðu í og við heilbrigðisstofnanir og ráðist inn í fjölda spítala. Egypskir fjölmiðlar greina frá því að til standi að hefja á ný viðræður Ísrael og Hamas um vopnahlé á Gasa í dag. Fara þær fram í Kaíró, höfuðborg Egyptalands eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels gaf grænt ljós á þær á dögunum. Veifað hvítu flaggi Í áðurnefndu myndbandi sem náðist á strönd utan við Gasaborg sést maður ganga í burtu frá ísraelskum hermönnum skömmu áður en hann fellur til jarðar, að því er virðist eftir að hafa verið skotinn. Á einum tímapunkti sést hann lyfta höndum fyrir ofan höfuð og að sögn Al Jazeera sveiflar hann hvítu flaggi skömmu áður en hann er skotinn. Í öðrum hluta myndskeiðsins sést annar palestínskur karlmaður nálgast ísraelska hermenn haldandi á því sem Al Jazeera lýsir einnig sem hvítu flaggi áður en hann fer út fyrir ramma myndskeiðsins. Að lokum sést ísraelsk jarðýta ýta tveimur líkum út í sorpblandaðan sandinn. Herinn segir vinnutækið hafa verið notað af ótta við að mennirnir bæru sprengiefni innanborðs. Þá eru þeir sagðir hafa borið töskur en þær voru ekki sjáanlegar á umræddu myndskeiði. Svipuð atvik náðst á myndband AP-fréttaveitan greinir frá því að önnur álíka myndbönd hafi komist í dreifingu síðustu mánuði. Þau sýni ísraelska hermenn skjóta í áttina að og í sumum tilfellum drepa nálæga Palestínumenn þrátt fyrir að lítið bendi til að hermönnum hafi staðið ógn af þeim. Í janúar birtist myndefni þar sem maður sást skotinn til bana á meðan hann gekk með hópi fólks sem veifuðu hvítu flaggi. Þá virtist annað myndskeið sem birt var af Al Jazeera í síðustu viku sýna minnst fjóra Palestínumenn gangandi á sandbornum göngustíg farast í árás Ísraela. Palestínumenn og mannréttindasamtök saka Ísraelsher um að beita óhóflegu herafli á Gasa og gera lítinn greinarmun á hernaðarlegum skotmörkum og borgaralegum innviðum. Þetta hafi leitt til mikils mannfalls meðal almennra borgara. Yfir 32 þúsund Palestínumenn hafa fallið í aðgerðum Ísrael á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Þær hófust þann 7. október í fyrra eftir að Hamas-liðar réðust inn í suðurhluta Ísrael og drápu þar 1.200 manns og rændu um 250 til viðbótar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50 Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50
Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20