Sárir páskaeggjaleitarar ekki farið með rétt mál Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2024 14:04 Mæðginin Guðrún Kristmundsdóttir og Baldur Ingi Halldórsson eru eigendur fjölskyldufyrirtækisins Bæjarins Beztu pylsur. Fyrirtækið sér um veitingasölu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í sumar. vísir/vilhelm Bæjarins Beztu Pylsur, sem sér um páskaeggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum gefur lítið fyrir gagnrýni á framkvæmd hennar og segir hana hafa gengið vel. Eggin hafi nær ávallt dugað fram að lokun og rangt að þau hafi eitt sinn verið horfin um hádegisbil. Forstöðukona garðsins segir ungt starfsfólk hafa þurft að þola reiði og skammir að ósekju. Að sögn Baldurs Inga Halldórssonar, eiganda og framkvæmdastjóra Bæjarins Beztu sem rekur veitingasölu í garðinum fundust öll eggin fyrsta dag leitarinnar klukkan 14:30 þegar tveir og hálfur tími voru fram að lokun. „Við játuðum okkur sigruð þann daginn og gerðum enn betur daginn eftir og hefur leikurinn alltaf staðið yfir til lokunnar eftir það,“ segir í yfirlýsingu hans til Vísis. Áður var greint frá því að kona hafi staðhæft á Facebook-hópnum Mæðratips að öll eggin hafi verið horfin þegar sonur hennar mætti í garðinn um klukkan 12 og hann setið uppi með sárt ennið. Baldur segir þetta ekki stemma. Vísir greindi frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt í áðurnefndum Facebook-hópi þar sem kvartað var yfir því að of lítið af eggjum væri í boði og ekki þess virði að kaupa sér miða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í von um að finna þar páskaegg. Þá var staðhæft að börn hafi sést hamstra sérstaka gullsteina sem þátttakendur leita uppi og skipta út fyrir páskaeggin. Brotin egg fyrir alla Páskaeggjaleitin hófst á þriðjudag og lýkur á morgun, páskadag. Baldur hjá Bæjarins Beztu segir það hafa verið veglegt af Nóa Síríus að gefa yfir hundrað lítil páskaegg í leitina og fimm að stærð sjö til viðbótar sem verði dregin í happdrætti á morgun. Einnig hafi mikið magn af brotnum páskaeggjum verið í boði fyrir alla gesti. Í áðurnefndri umræðu á Facebook-hópnum Mæðratips var einnig kvartað undan háum aðgangseyri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og gerð athugasemd við að rukkað væri fullt verð á meðan hluti hans er lokaður. Baldur segir að frost valdi því að ekki sé hægt að opna öll tæki og úrbætur á garðinum takmarki tímabundið aðgengi. Þá hafi aðgangseyrir lækkað í verði á síðustu árum sé horft til þess að ekki er lengur rukkað sérstaklega í hin ýmsu tæki. Fullorðið fólk hellt sér yfir unga starfsmenn Sigrún Thorlacius, forstöðukona Fjölskyldu- og húsdýragarðsins segir í samtali við Vísi að Bæjarins Beztu hafi alfarið umsjón með páskaeggjaleitinni en gestir hafi í einhverjum tilfellum beint reiði sinni að starfsfólki garðsins. „Það er alltaf leiðinlegt að heyra þegar fullorðið fólk eys úr skálum sínum yfir ungt fólk hvort sem það er hjá okkur eða annars staðar, hvað fólk leyfir sér að koma illa fram við ungt fólk sem er bara að sinna vinnunni sinni.“ Dæmi um þetta megi raunar sjá víða í verslunar- og þjónustugeiranum. „Það er nokkuð algengt að fólk leyfi sér það og við þekkjum það ágætlega hjá okkur. Krakkarnir hjá okkur fá alls konar yfir sig sem þau eiga ekki skilið,“ segir Sigrún. Yfirleitt sé fólk þó kurteist og almennilegt. Margir hafa lagt leið sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal síðustu daga.vísir/vilhelm „Almennt séð er þetta búið að ganga rosalega vel og almennt séð er fólk bara glatt og ánægt og nýtur þess að vera þarna með börnunum sínum í páskaeggjaleit. Það vita svo sem margir að þegar það fer í páskaeggjaleit þá þarf maður ekki búast við að fá alltaf páskaegg, heldur er þetta spennandi leikur. Það vinna ekki alltaf allir leikinn, það er bara gaman að koma og taka þátt,“ bætir Sigrún við. „Það heyrist alltaf hæst í þeim sem eru óánægðir og neikvæðir en svo heyrist ekkert í hinum sem eru glaðir.“ Yfirlýsing Bæjarins Beztu í heild sinni Góðan daginn allan daginn, í ljósi umfjöllunar sem að birtist í morgun vegna páskaeggjaleitar í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum sem Bæjarins Beztu fjölskyldan stóð fyrir þá fannst okkur við knúin til að senda frá okkur tilkynningu og leiðrétta nokkur atriði sem ekki reynast rétt. Eins og sönnum blaðamanni sæmir þá ætti að sjálfsögðu að staðfesta orðróminn sem átti sér upptök á umræddum feisbúkk hóp áður en slík frétt er birt fyrir alþjóð. Við höfum staðið vaktina í garðinum síðan á þriðjudaginn og höfum nánast einungis séð hamingjusöm börn hlaupa um í sólinni þar sem við vorum blessunarlega heppin með veður. Mikið af útiveru, góðar samverustundir og nóg af D-vítamíni. Sem var megintilgangur okkar . Ef við tökum hana lið fyrir lið og svörum hverju fyrir sig: Eggin fundust ekki snemma Fyrsta daginn er eini dagurinn sem öll eggin hafa fundist og fundust þau fyrir 14:30 þegar 2.5 tímar voru eftir af opnun. Við játuðum okkur sigruð þann daginn og gerðum enn betur daginn eftir og hefur leikurinn alltaf staðið yfir til lokunnar eftir það. 20 egg á dag Okkur finnst mjög veglegt af Nóa Síríus að gefa yfir 100 egg í leitina og 5 egg númer 7. Nói Sírius gaf einnig yfir 200kg af brotnum páskaeggjum sem hafa verið gefins með kaffinum í garðinum alla vikuna svo enginn hefði átt að fara súkkulaði sár heim úr garðinum yfir páskahátíðirnar. Blaðamaður nafngreindi konu sem fullyrti ranglega að eggin hefðu klárast fyrir 12:00 Eins og áður hefur komið fram var einn dagur sem síðasta eggið fannst kl 14:30, aðra daga hefur leikurinn staðið yfir allan daginn til lokunnar. Fólk á öllum allri mátti taka þátt í leiknum. Reykjavíkurborg á og rekur Fjölskyldu og Húsdýragarðinn, verðlagning í garðinn er ákveðin af Borgarráði. 1. Verðið í garðinn er 1650kr fyrir fullorðin einstakling og hefur það hríðlækkað á undanförnum árum vegna ákvarðanna Borgaráðs þess efnis að rukka ekki sérstaklega fyrir tækin. 2. Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn er því ein ódýrasta og umfangsmesta afþreying á höfuðborgarsvæðisins. 3. Við búum á Íslandi og stjórnum ekki veðrinu og því miður er ennþá frost og var því ekki hægt að opna öll tækin. En þau tæki sem hægt var að hafa opin voru öll opin frá og með miðvikudeginum ásamt því að dýrin loka aldrei. 4. Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn er stærsta leiksvæði á Höfuðborgarvæðinu og eru yfirleitt einhverjar framkvæmdir og úrbætur í gangi. Fólk er því vinsamlegast beðið um að sýna því skilning, á stóru heimili er í mörg horn að líta. Með vonir um skilning og góðar undirtektir gleðilega páska Virðingarfyllst Baldur Ingi Halldórsson Eigandi Bæjarins Beztu Reykjavík Páskar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Eggin tuttugu búin í byrjun dags, fólk að hamstra og starfsmenn eltir uppi Mæður á Facebook-hópnum Mæðratips furða sig á skipulagi páskaeggjaleitar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Aðeins er hægt að finna tuttugu egg á dag svo þau klárast snemma. Að sögn sjónarvotta eru dæmi um fólk sem hefur hamstrað egg. 30. mars 2024 08:41 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Að sögn Baldurs Inga Halldórssonar, eiganda og framkvæmdastjóra Bæjarins Beztu sem rekur veitingasölu í garðinum fundust öll eggin fyrsta dag leitarinnar klukkan 14:30 þegar tveir og hálfur tími voru fram að lokun. „Við játuðum okkur sigruð þann daginn og gerðum enn betur daginn eftir og hefur leikurinn alltaf staðið yfir til lokunnar eftir það,“ segir í yfirlýsingu hans til Vísis. Áður var greint frá því að kona hafi staðhæft á Facebook-hópnum Mæðratips að öll eggin hafi verið horfin þegar sonur hennar mætti í garðinn um klukkan 12 og hann setið uppi með sárt ennið. Baldur segir þetta ekki stemma. Vísir greindi frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt í áðurnefndum Facebook-hópi þar sem kvartað var yfir því að of lítið af eggjum væri í boði og ekki þess virði að kaupa sér miða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í von um að finna þar páskaegg. Þá var staðhæft að börn hafi sést hamstra sérstaka gullsteina sem þátttakendur leita uppi og skipta út fyrir páskaeggin. Brotin egg fyrir alla Páskaeggjaleitin hófst á þriðjudag og lýkur á morgun, páskadag. Baldur hjá Bæjarins Beztu segir það hafa verið veglegt af Nóa Síríus að gefa yfir hundrað lítil páskaegg í leitina og fimm að stærð sjö til viðbótar sem verði dregin í happdrætti á morgun. Einnig hafi mikið magn af brotnum páskaeggjum verið í boði fyrir alla gesti. Í áðurnefndri umræðu á Facebook-hópnum Mæðratips var einnig kvartað undan háum aðgangseyri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og gerð athugasemd við að rukkað væri fullt verð á meðan hluti hans er lokaður. Baldur segir að frost valdi því að ekki sé hægt að opna öll tæki og úrbætur á garðinum takmarki tímabundið aðgengi. Þá hafi aðgangseyrir lækkað í verði á síðustu árum sé horft til þess að ekki er lengur rukkað sérstaklega í hin ýmsu tæki. Fullorðið fólk hellt sér yfir unga starfsmenn Sigrún Thorlacius, forstöðukona Fjölskyldu- og húsdýragarðsins segir í samtali við Vísi að Bæjarins Beztu hafi alfarið umsjón með páskaeggjaleitinni en gestir hafi í einhverjum tilfellum beint reiði sinni að starfsfólki garðsins. „Það er alltaf leiðinlegt að heyra þegar fullorðið fólk eys úr skálum sínum yfir ungt fólk hvort sem það er hjá okkur eða annars staðar, hvað fólk leyfir sér að koma illa fram við ungt fólk sem er bara að sinna vinnunni sinni.“ Dæmi um þetta megi raunar sjá víða í verslunar- og þjónustugeiranum. „Það er nokkuð algengt að fólk leyfi sér það og við þekkjum það ágætlega hjá okkur. Krakkarnir hjá okkur fá alls konar yfir sig sem þau eiga ekki skilið,“ segir Sigrún. Yfirleitt sé fólk þó kurteist og almennilegt. Margir hafa lagt leið sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal síðustu daga.vísir/vilhelm „Almennt séð er þetta búið að ganga rosalega vel og almennt séð er fólk bara glatt og ánægt og nýtur þess að vera þarna með börnunum sínum í páskaeggjaleit. Það vita svo sem margir að þegar það fer í páskaeggjaleit þá þarf maður ekki búast við að fá alltaf páskaegg, heldur er þetta spennandi leikur. Það vinna ekki alltaf allir leikinn, það er bara gaman að koma og taka þátt,“ bætir Sigrún við. „Það heyrist alltaf hæst í þeim sem eru óánægðir og neikvæðir en svo heyrist ekkert í hinum sem eru glaðir.“ Yfirlýsing Bæjarins Beztu í heild sinni Góðan daginn allan daginn, í ljósi umfjöllunar sem að birtist í morgun vegna páskaeggjaleitar í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum sem Bæjarins Beztu fjölskyldan stóð fyrir þá fannst okkur við knúin til að senda frá okkur tilkynningu og leiðrétta nokkur atriði sem ekki reynast rétt. Eins og sönnum blaðamanni sæmir þá ætti að sjálfsögðu að staðfesta orðróminn sem átti sér upptök á umræddum feisbúkk hóp áður en slík frétt er birt fyrir alþjóð. Við höfum staðið vaktina í garðinum síðan á þriðjudaginn og höfum nánast einungis séð hamingjusöm börn hlaupa um í sólinni þar sem við vorum blessunarlega heppin með veður. Mikið af útiveru, góðar samverustundir og nóg af D-vítamíni. Sem var megintilgangur okkar . Ef við tökum hana lið fyrir lið og svörum hverju fyrir sig: Eggin fundust ekki snemma Fyrsta daginn er eini dagurinn sem öll eggin hafa fundist og fundust þau fyrir 14:30 þegar 2.5 tímar voru eftir af opnun. Við játuðum okkur sigruð þann daginn og gerðum enn betur daginn eftir og hefur leikurinn alltaf staðið yfir til lokunnar eftir það. 20 egg á dag Okkur finnst mjög veglegt af Nóa Síríus að gefa yfir 100 egg í leitina og 5 egg númer 7. Nói Sírius gaf einnig yfir 200kg af brotnum páskaeggjum sem hafa verið gefins með kaffinum í garðinum alla vikuna svo enginn hefði átt að fara súkkulaði sár heim úr garðinum yfir páskahátíðirnar. Blaðamaður nafngreindi konu sem fullyrti ranglega að eggin hefðu klárast fyrir 12:00 Eins og áður hefur komið fram var einn dagur sem síðasta eggið fannst kl 14:30, aðra daga hefur leikurinn staðið yfir allan daginn til lokunnar. Fólk á öllum allri mátti taka þátt í leiknum. Reykjavíkurborg á og rekur Fjölskyldu og Húsdýragarðinn, verðlagning í garðinn er ákveðin af Borgarráði. 1. Verðið í garðinn er 1650kr fyrir fullorðin einstakling og hefur það hríðlækkað á undanförnum árum vegna ákvarðanna Borgaráðs þess efnis að rukka ekki sérstaklega fyrir tækin. 2. Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn er því ein ódýrasta og umfangsmesta afþreying á höfuðborgarsvæðisins. 3. Við búum á Íslandi og stjórnum ekki veðrinu og því miður er ennþá frost og var því ekki hægt að opna öll tækin. En þau tæki sem hægt var að hafa opin voru öll opin frá og með miðvikudeginum ásamt því að dýrin loka aldrei. 4. Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn er stærsta leiksvæði á Höfuðborgarvæðinu og eru yfirleitt einhverjar framkvæmdir og úrbætur í gangi. Fólk er því vinsamlegast beðið um að sýna því skilning, á stóru heimili er í mörg horn að líta. Með vonir um skilning og góðar undirtektir gleðilega páska Virðingarfyllst Baldur Ingi Halldórsson Eigandi Bæjarins Beztu
Góðan daginn allan daginn, í ljósi umfjöllunar sem að birtist í morgun vegna páskaeggjaleitar í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum sem Bæjarins Beztu fjölskyldan stóð fyrir þá fannst okkur við knúin til að senda frá okkur tilkynningu og leiðrétta nokkur atriði sem ekki reynast rétt. Eins og sönnum blaðamanni sæmir þá ætti að sjálfsögðu að staðfesta orðróminn sem átti sér upptök á umræddum feisbúkk hóp áður en slík frétt er birt fyrir alþjóð. Við höfum staðið vaktina í garðinum síðan á þriðjudaginn og höfum nánast einungis séð hamingjusöm börn hlaupa um í sólinni þar sem við vorum blessunarlega heppin með veður. Mikið af útiveru, góðar samverustundir og nóg af D-vítamíni. Sem var megintilgangur okkar . Ef við tökum hana lið fyrir lið og svörum hverju fyrir sig: Eggin fundust ekki snemma Fyrsta daginn er eini dagurinn sem öll eggin hafa fundist og fundust þau fyrir 14:30 þegar 2.5 tímar voru eftir af opnun. Við játuðum okkur sigruð þann daginn og gerðum enn betur daginn eftir og hefur leikurinn alltaf staðið yfir til lokunnar eftir það. 20 egg á dag Okkur finnst mjög veglegt af Nóa Síríus að gefa yfir 100 egg í leitina og 5 egg númer 7. Nói Sírius gaf einnig yfir 200kg af brotnum páskaeggjum sem hafa verið gefins með kaffinum í garðinum alla vikuna svo enginn hefði átt að fara súkkulaði sár heim úr garðinum yfir páskahátíðirnar. Blaðamaður nafngreindi konu sem fullyrti ranglega að eggin hefðu klárast fyrir 12:00 Eins og áður hefur komið fram var einn dagur sem síðasta eggið fannst kl 14:30, aðra daga hefur leikurinn staðið yfir allan daginn til lokunnar. Fólk á öllum allri mátti taka þátt í leiknum. Reykjavíkurborg á og rekur Fjölskyldu og Húsdýragarðinn, verðlagning í garðinn er ákveðin af Borgarráði. 1. Verðið í garðinn er 1650kr fyrir fullorðin einstakling og hefur það hríðlækkað á undanförnum árum vegna ákvarðanna Borgaráðs þess efnis að rukka ekki sérstaklega fyrir tækin. 2. Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn er því ein ódýrasta og umfangsmesta afþreying á höfuðborgarsvæðisins. 3. Við búum á Íslandi og stjórnum ekki veðrinu og því miður er ennþá frost og var því ekki hægt að opna öll tækin. En þau tæki sem hægt var að hafa opin voru öll opin frá og með miðvikudeginum ásamt því að dýrin loka aldrei. 4. Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn er stærsta leiksvæði á Höfuðborgarvæðinu og eru yfirleitt einhverjar framkvæmdir og úrbætur í gangi. Fólk er því vinsamlegast beðið um að sýna því skilning, á stóru heimili er í mörg horn að líta. Með vonir um skilning og góðar undirtektir gleðilega páska Virðingarfyllst Baldur Ingi Halldórsson Eigandi Bæjarins Beztu
Reykjavík Páskar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Eggin tuttugu búin í byrjun dags, fólk að hamstra og starfsmenn eltir uppi Mæður á Facebook-hópnum Mæðratips furða sig á skipulagi páskaeggjaleitar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Aðeins er hægt að finna tuttugu egg á dag svo þau klárast snemma. Að sögn sjónarvotta eru dæmi um fólk sem hefur hamstrað egg. 30. mars 2024 08:41 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Eggin tuttugu búin í byrjun dags, fólk að hamstra og starfsmenn eltir uppi Mæður á Facebook-hópnum Mæðratips furða sig á skipulagi páskaeggjaleitar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Aðeins er hægt að finna tuttugu egg á dag svo þau klárast snemma. Að sögn sjónarvotta eru dæmi um fólk sem hefur hamstrað egg. 30. mars 2024 08:41