Hvar er stóraukna fylgið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. mars 2024 10:00 Mögulega hefur það farið framhjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, en þjóðin ræður því hverjir taka sæti á Alþingi. Það er kjósendur. Þeir tveir stjórnmálaflokkar sem hafa í gegnum tíðina talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum, flokkur Þorgerðar og Samfylkingin, fengu í síðustu þingkosningum haustið 2021 samanlagt um 18% fylgi. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Fylgi Samfylkingarinnar hefur nær þrefaldast samkvæmt skoðanakönnunum. Meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að flokkurinn lagði áherzluna á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Á sama tíma mælist fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur nú áherzlu á málið, 7,5% samkvæmt síðustu könnun Gallups. Minna en í síðustu kosningum. Í stjórnarandstöðu. Væri raunverulegur áhugi málinu ætti fylgi flokksins að stóraukast. Viðreisn er ekki einungis eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Flokkurinn var beinlínis stofnaður í kringum þá stefnu. Ólíkt Samfylkingunni. Öll önnur stefnumál Viðreisnar taka í raun mið af þeirri stefnu. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi allavega ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Pólitísk tilvist flokksins er beinlínis grundvölluð á þeirri stefnu. Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Að öðrum kosti verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar, sem buðu fram fyrir síðustu kosningar með þá stefnu að taka ekki slík skref, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur. Meira að segja liggur fyrir að Evrópusambandið sjálft lítur þannig á málið. Þannig lýstu fulltrúar sambandsins ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að umsóknarferlið tekur mörg ár. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hver viðbrögð ráðamanna Evrópusambandsins yrðu ef ríkisstjórn, sem væri ekki aðeins með einn stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur væri inngöngu í sambandið heldur þar sem allir þrír stjórnarflokkarnir hefðu þá stefnu að standa áfram utan þess, stæði að umsókn um inngöngu þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Þeir yrðu varla mjög uppveðraðir. Fylgið þvert á móti dregizt saman Fylgisleysi Viðreisnar veldur Þorgerði Katrínu eðlilega bæði miklum vonbrigðum og áhyggjum. Ekki sízt þar sem kjöraðstæður ættu að vera fyrir, að vísu innistæðulausan, málflutning flokksins. Eftir að Samfylkingin setti málið á ís hvatti Þorgerður Katrín Evrópusambandssinna til þess að styðja Viðreisn í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2022. Fylgi flokksins samkvæmt Gallup mælist hins vegar talsvert minna nú en það gerði þá. Vitanlega er það eingöngu á ábyrgð Viðreisnar að vinna að eigin stefnumálum og að afla flokknum fylgis út á þau en ekki annarra. Ábyrgðin í þeim efnum liggur eðli málsins samkvæmt einkum og sér í lagi hjá formanni hans. Ekki er hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar vinni að stefnumálum Viðreisnar þvert á eigin stefnu. Nokkuð sem ætti ekki að þurfa að taka fram en þarf ljóslega miðað við málflutning forystumanna flokksins. Væri innganga í Evrópusambandið á forgangslista kjósenda ætti það líkt og áður segir að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið. Ekki sízt í ljósi þess að þingmeirihluti fyrir því að taka skref í þá átt, kosinn af íslenzkum kjósendum, er forsenda þess að slíkar ákvarðanir verði teknar. Flest bendir einfaldlega til þess að í bezta falli sé í raun afar takmarkaður áhugi á inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Evrópusambandið Samfylkingin Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Mögulega hefur það farið framhjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, en þjóðin ræður því hverjir taka sæti á Alþingi. Það er kjósendur. Þeir tveir stjórnmálaflokkar sem hafa í gegnum tíðina talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum, flokkur Þorgerðar og Samfylkingin, fengu í síðustu þingkosningum haustið 2021 samanlagt um 18% fylgi. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Fylgi Samfylkingarinnar hefur nær þrefaldast samkvæmt skoðanakönnunum. Meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að flokkurinn lagði áherzluna á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Á sama tíma mælist fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur nú áherzlu á málið, 7,5% samkvæmt síðustu könnun Gallups. Minna en í síðustu kosningum. Í stjórnarandstöðu. Væri raunverulegur áhugi málinu ætti fylgi flokksins að stóraukast. Viðreisn er ekki einungis eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Flokkurinn var beinlínis stofnaður í kringum þá stefnu. Ólíkt Samfylkingunni. Öll önnur stefnumál Viðreisnar taka í raun mið af þeirri stefnu. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi allavega ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Pólitísk tilvist flokksins er beinlínis grundvölluð á þeirri stefnu. Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Að öðrum kosti verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar, sem buðu fram fyrir síðustu kosningar með þá stefnu að taka ekki slík skref, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur. Meira að segja liggur fyrir að Evrópusambandið sjálft lítur þannig á málið. Þannig lýstu fulltrúar sambandsins ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að umsóknarferlið tekur mörg ár. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hver viðbrögð ráðamanna Evrópusambandsins yrðu ef ríkisstjórn, sem væri ekki aðeins með einn stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur væri inngöngu í sambandið heldur þar sem allir þrír stjórnarflokkarnir hefðu þá stefnu að standa áfram utan þess, stæði að umsókn um inngöngu þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Þeir yrðu varla mjög uppveðraðir. Fylgið þvert á móti dregizt saman Fylgisleysi Viðreisnar veldur Þorgerði Katrínu eðlilega bæði miklum vonbrigðum og áhyggjum. Ekki sízt þar sem kjöraðstæður ættu að vera fyrir, að vísu innistæðulausan, málflutning flokksins. Eftir að Samfylkingin setti málið á ís hvatti Þorgerður Katrín Evrópusambandssinna til þess að styðja Viðreisn í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2022. Fylgi flokksins samkvæmt Gallup mælist hins vegar talsvert minna nú en það gerði þá. Vitanlega er það eingöngu á ábyrgð Viðreisnar að vinna að eigin stefnumálum og að afla flokknum fylgis út á þau en ekki annarra. Ábyrgðin í þeim efnum liggur eðli málsins samkvæmt einkum og sér í lagi hjá formanni hans. Ekki er hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar vinni að stefnumálum Viðreisnar þvert á eigin stefnu. Nokkuð sem ætti ekki að þurfa að taka fram en þarf ljóslega miðað við málflutning forystumanna flokksins. Væri innganga í Evrópusambandið á forgangslista kjósenda ætti það líkt og áður segir að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið. Ekki sízt í ljósi þess að þingmeirihluti fyrir því að taka skref í þá átt, kosinn af íslenzkum kjósendum, er forsenda þess að slíkar ákvarðanir verði teknar. Flest bendir einfaldlega til þess að í bezta falli sé í raun afar takmarkaður áhugi á inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun