Höfnum hernaðarbandalaginu! Hópur íslenskra friðarsinna skrifar 30. mars 2024 11:51 Þann 30. mars árið 1949, fyrir 75 árum, samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Með því voru háværar kröfur um að bera Nató-aðildina undir þjóðaratkvæði að engu hafðar og mörg þeirra sem tóku þátt í mótmælum þennan örlagaríka dag máttu þola harða dóma og miklar refsingar. Inngangan í Nató var óheillaspor. Með þessari ákvörðun urðu Íslendingar eina herlausa ríkið í veröldinni sem er meðlimur í hernaðarbandalagi. Á grunni aðildarinnar voru opnaðar herstöðvar í landinu og vegna hennar eru enn í dag talsverð hernaðarumsvif í og við landið, s.s. heræfingar, flug orrustuþotna og kafbátaleit. Nató er bandalag margra stærstu vopnaframleiðsluríkja heims, sem mörg hver eiga blóði drifna sögu stríðsrekstrar og hernaðaríhlutana um víða veröld. Bandalagið hefur átt beinan og óbeinan þátt í fjölda styrjalda, einkum eftir að Kalda stríðinu lauk. Þar gafst gott tækifæri til að leggja bandalagið niður, en því miður var í staðinn ákveðið að færa út kvíar þess, líkt og stríð á Balkanskaga, Afganistan og Líbýu sanna. Að auki hefur Nató átt í nánu hernaðarsamstarfi við ríki á borð við Ísrael og Sádi Arabíu. Kjarnorkuvopn eru grundvöllur hernaðarstefnu Nató og hefur bandalagið ekki útilokað beitingu þeirra að fyrra bragði. Vegna þessa hefur Ísland, líkt og önnur Nató-ríki, staðið gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Bandalagið gerir einnig kröfur um að aðildarríkin eyði svimandi háum fjárhæðum í hernaðarmál, sem tryggir vopnaframleiðendum stórgróða en kemur um leið í veg fyrir að sömu fjármunum sé varið til uppbyggilegra verkefna. Í stað þess að leggja Atlantshafsbandalaginu lið sitt og verða þar með ábyrgt fyrir verkum þess og stefnu teljum við undirrituð að Íslendingar ættu fremur að standa utan allra hernaðarbandalaga og leggja ætíð lóð sín á vogarskálar friðar og réttlætis í veröldinni. Ísland úr Nató! Andrea Helgadóttir Varaborgarfulltrúi Reykjavík Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir Næringarfræðingur og rithöfundur Reykjavík Arnaldur Grétarsson Sviðsstjóri Reykjavík Auðna Ágústsdóttir Hjúkrunarfræðingur Reykjavík Auður Lilja Erlingsdóttir Deildarstjóri Reykjavík Bergljót Kristjándsdóttir fv. prófessor Reykjavík Birna Gunnarsdóttir Verkefnastjóri Reykjavík Bjarni Harðarson Bóksali Selfossi Björk Vilhelmsdóttir Félagsráðgjafi Reykjavík Bogi Reynisson Tæknimaður Reykjavík Davíð Hörgdal Stefánsson Rithöfundur Reykjavík Drífa Snædal Talskona Stígamóta Reykjavík Einar Bergmundur Forstöðumaður Reykjavík Einar Ólafsson Rithöfundur Kópavogi Elín Oddný Sigurðardóttir Teymisstjóri Reykjavík Eygló Jónsdóttir Rithöfundur Hafnarfirði Eyrún Ósk Jónsdóttir Rithöfundur Hafnarfirði Friðfinnur Örn Hagalín Kerfisstjór Reykjavík Friðrik Atlason Tónlistarmaður Reykjavík Gestur Ásólfsson Rafvirki Reykjavík Guðbjörg Þ. Örlygsdóttir Líffræðingur Reykjavík Guðjón Ragnar Jónasson Kennari og rithöfundur Reykjavík Guðrún Þórs Verkefnastjóri Akureyri Gunna Lára Elsu Pálmadóttir Sérfræðingur Snæfellsbæ Gunnar Smári Egilsson Blaðamaður Reykjavík Gunnar Þór Jónsson Vélvirkja- og bifvélavirkjameistari á eftirlaunum Skeiða- og Gnúpverjahreppi Guttormur Þorsteinsson Formaður Samtaka hernaðarandstæðinga Reykjavík Hafdís Erla Hafsteinsdóttir Doktorsnemi í sagnfræði Arnarvatni Harpa Kristbergsdóttir Aðgerðarsinni Reykjavík Haukur Már Haraldsson Setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum Reykjavík Helgi M. Sigurðsson Sagnfræðingur Kópavogi Héðinn Björnsson Menntaskólakennari Kaupmannahöfn Hrafnkell Lárusson Sagnfræðingur Reykjavík Ingibjörg Haraldsdóttir Kennari Reykjavík Ingibjörg Stefánsdóttir Leiðsögumaður Reykjavík Ingibjörg Þórðardóttir Framhaldsskólakennari Neskaupstað Ingunn Snædal Þýðandi, skáld og kennari Reykjavík Jovana Pavlović Mannfræðingur Borgarnesi Jóhann Geirdal fv. skólastjóri Suðurnesjabæ Jón Jónsson Þjóðfræðingur Ströndum Jóna Benediktsdóttir Skólastjóri Varmárskóla Reykjavík Kari Ósk Grétudóttir Myndlistarkennari og ljóðskáld Osló Karl Héðinn Kristjánsson Fjölmiðlamaður Reykjavík Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Doktorsnemi í heimspeki Reykjavík Lea María Lemarquis Eðlisfræðikennari Reykjavík Lowana Veal Aðgerðarsinni og líffræðingur Reykjavík Lóa Hjálmtýsdóttir Myndlistarkona og rithöfundur Reykjavík Magnea J. Matthíasdóttir Þýðandi Reykjavík Níels Alvin Níelsson Sjómaður Árborg Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúi Reykjavík Sigríður Gísladóttir Dýralæknir Ísafirði Sigurbjörg Gísladóttir Efnafræðingur Reykjavík Sigurður Erlingsson Landvörður Mývatnssveit Sigurður Flosason Bifreiðastjóri Kópavogi Sigurlaug Gunnlaugsdóttir Sagnfræðingur Reykjavík Sigvarður Ari Huldarsson Framkvæmdastjóri og tæknimaður Reykjavík Snæbjörn Guðmundsson Jarðfræðingur Reykjavík Soffía Sigurðardóttir Friðarsinni Selfossi Sólveig Anna Jónsdóttir Formaður Eflingar Reykjavík Stefán Pálsson Sagnfræðingur Reykjavík Steinar Harðarson Vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri Reykjavík Steinunn Þóra Árnadóttir Alþingismaður Reykjavík Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir Lagerstarfsmaður Reykjavík Steinunn Rögnvaldsdóttir Mannauðsráðgjafi Reykjavík Steinþór Heiðarsson Bóndi Tjörnesi Steinþór Steingrímsson Verkefnisstjóri Reykjavík Sunna Björk Þórarinsdóttir Bókasafns- og upplýsingafræðingur Reykjavík Sveinn Kristinsson fv. kennari Akranesi Sverrir Jakobsson Prófessor í sagnfræði Reykjavík Tinna Þorvalds Önnudóttir Leikkona, söngkona og myndhöfundur Reykjavík Torfi Stefán Jónsson Sagnfræðingur Reykjavík Unnur Tryggvadóttir Flóvenz Verkefnastjóri Kópavogi Þorvaldur Þorvaldsson Trésmiður Reykjavík Þrándur Þórarinsson Listmálari 101 Ögmundur Jónasson fv. Alþingismaður Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Utanríkismál Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. mars árið 1949, fyrir 75 árum, samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Með því voru háværar kröfur um að bera Nató-aðildina undir þjóðaratkvæði að engu hafðar og mörg þeirra sem tóku þátt í mótmælum þennan örlagaríka dag máttu þola harða dóma og miklar refsingar. Inngangan í Nató var óheillaspor. Með þessari ákvörðun urðu Íslendingar eina herlausa ríkið í veröldinni sem er meðlimur í hernaðarbandalagi. Á grunni aðildarinnar voru opnaðar herstöðvar í landinu og vegna hennar eru enn í dag talsverð hernaðarumsvif í og við landið, s.s. heræfingar, flug orrustuþotna og kafbátaleit. Nató er bandalag margra stærstu vopnaframleiðsluríkja heims, sem mörg hver eiga blóði drifna sögu stríðsrekstrar og hernaðaríhlutana um víða veröld. Bandalagið hefur átt beinan og óbeinan þátt í fjölda styrjalda, einkum eftir að Kalda stríðinu lauk. Þar gafst gott tækifæri til að leggja bandalagið niður, en því miður var í staðinn ákveðið að færa út kvíar þess, líkt og stríð á Balkanskaga, Afganistan og Líbýu sanna. Að auki hefur Nató átt í nánu hernaðarsamstarfi við ríki á borð við Ísrael og Sádi Arabíu. Kjarnorkuvopn eru grundvöllur hernaðarstefnu Nató og hefur bandalagið ekki útilokað beitingu þeirra að fyrra bragði. Vegna þessa hefur Ísland, líkt og önnur Nató-ríki, staðið gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Bandalagið gerir einnig kröfur um að aðildarríkin eyði svimandi háum fjárhæðum í hernaðarmál, sem tryggir vopnaframleiðendum stórgróða en kemur um leið í veg fyrir að sömu fjármunum sé varið til uppbyggilegra verkefna. Í stað þess að leggja Atlantshafsbandalaginu lið sitt og verða þar með ábyrgt fyrir verkum þess og stefnu teljum við undirrituð að Íslendingar ættu fremur að standa utan allra hernaðarbandalaga og leggja ætíð lóð sín á vogarskálar friðar og réttlætis í veröldinni. Ísland úr Nató! Andrea Helgadóttir Varaborgarfulltrúi Reykjavík Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir Næringarfræðingur og rithöfundur Reykjavík Arnaldur Grétarsson Sviðsstjóri Reykjavík Auðna Ágústsdóttir Hjúkrunarfræðingur Reykjavík Auður Lilja Erlingsdóttir Deildarstjóri Reykjavík Bergljót Kristjándsdóttir fv. prófessor Reykjavík Birna Gunnarsdóttir Verkefnastjóri Reykjavík Bjarni Harðarson Bóksali Selfossi Björk Vilhelmsdóttir Félagsráðgjafi Reykjavík Bogi Reynisson Tæknimaður Reykjavík Davíð Hörgdal Stefánsson Rithöfundur Reykjavík Drífa Snædal Talskona Stígamóta Reykjavík Einar Bergmundur Forstöðumaður Reykjavík Einar Ólafsson Rithöfundur Kópavogi Elín Oddný Sigurðardóttir Teymisstjóri Reykjavík Eygló Jónsdóttir Rithöfundur Hafnarfirði Eyrún Ósk Jónsdóttir Rithöfundur Hafnarfirði Friðfinnur Örn Hagalín Kerfisstjór Reykjavík Friðrik Atlason Tónlistarmaður Reykjavík Gestur Ásólfsson Rafvirki Reykjavík Guðbjörg Þ. Örlygsdóttir Líffræðingur Reykjavík Guðjón Ragnar Jónasson Kennari og rithöfundur Reykjavík Guðrún Þórs Verkefnastjóri Akureyri Gunna Lára Elsu Pálmadóttir Sérfræðingur Snæfellsbæ Gunnar Smári Egilsson Blaðamaður Reykjavík Gunnar Þór Jónsson Vélvirkja- og bifvélavirkjameistari á eftirlaunum Skeiða- og Gnúpverjahreppi Guttormur Þorsteinsson Formaður Samtaka hernaðarandstæðinga Reykjavík Hafdís Erla Hafsteinsdóttir Doktorsnemi í sagnfræði Arnarvatni Harpa Kristbergsdóttir Aðgerðarsinni Reykjavík Haukur Már Haraldsson Setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum Reykjavík Helgi M. Sigurðsson Sagnfræðingur Kópavogi Héðinn Björnsson Menntaskólakennari Kaupmannahöfn Hrafnkell Lárusson Sagnfræðingur Reykjavík Ingibjörg Haraldsdóttir Kennari Reykjavík Ingibjörg Stefánsdóttir Leiðsögumaður Reykjavík Ingibjörg Þórðardóttir Framhaldsskólakennari Neskaupstað Ingunn Snædal Þýðandi, skáld og kennari Reykjavík Jovana Pavlović Mannfræðingur Borgarnesi Jóhann Geirdal fv. skólastjóri Suðurnesjabæ Jón Jónsson Þjóðfræðingur Ströndum Jóna Benediktsdóttir Skólastjóri Varmárskóla Reykjavík Kari Ósk Grétudóttir Myndlistarkennari og ljóðskáld Osló Karl Héðinn Kristjánsson Fjölmiðlamaður Reykjavík Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Doktorsnemi í heimspeki Reykjavík Lea María Lemarquis Eðlisfræðikennari Reykjavík Lowana Veal Aðgerðarsinni og líffræðingur Reykjavík Lóa Hjálmtýsdóttir Myndlistarkona og rithöfundur Reykjavík Magnea J. Matthíasdóttir Þýðandi Reykjavík Níels Alvin Níelsson Sjómaður Árborg Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúi Reykjavík Sigríður Gísladóttir Dýralæknir Ísafirði Sigurbjörg Gísladóttir Efnafræðingur Reykjavík Sigurður Erlingsson Landvörður Mývatnssveit Sigurður Flosason Bifreiðastjóri Kópavogi Sigurlaug Gunnlaugsdóttir Sagnfræðingur Reykjavík Sigvarður Ari Huldarsson Framkvæmdastjóri og tæknimaður Reykjavík Snæbjörn Guðmundsson Jarðfræðingur Reykjavík Soffía Sigurðardóttir Friðarsinni Selfossi Sólveig Anna Jónsdóttir Formaður Eflingar Reykjavík Stefán Pálsson Sagnfræðingur Reykjavík Steinar Harðarson Vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri Reykjavík Steinunn Þóra Árnadóttir Alþingismaður Reykjavík Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir Lagerstarfsmaður Reykjavík Steinunn Rögnvaldsdóttir Mannauðsráðgjafi Reykjavík Steinþór Heiðarsson Bóndi Tjörnesi Steinþór Steingrímsson Verkefnisstjóri Reykjavík Sunna Björk Þórarinsdóttir Bókasafns- og upplýsingafræðingur Reykjavík Sveinn Kristinsson fv. kennari Akranesi Sverrir Jakobsson Prófessor í sagnfræði Reykjavík Tinna Þorvalds Önnudóttir Leikkona, söngkona og myndhöfundur Reykjavík Torfi Stefán Jónsson Sagnfræðingur Reykjavík Unnur Tryggvadóttir Flóvenz Verkefnastjóri Kópavogi Þorvaldur Þorvaldsson Trésmiður Reykjavík Þrándur Þórarinsson Listmálari 101 Ögmundur Jónasson fv. Alþingismaður Reykjavík
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun