Alls konar og lífið Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar 29. mars 2024 17:01 Á sólríkum síðvetrardegi, sá ég alls konar og lífið. Út um gluggann, úti í garði. Hundar viðra sína mennsku húsfélaga, gangandi um með bros á vör. Svartþrestir í beðum, róta öllu sem rótað geta. Glaðværir auðnutittlingar í trjánum, hástöfum syngja sitt hamingjulag. Stöku fluga, furðu lostin, flakkar um loftið. Skilur sjálf ekki af hverju hún er á ferli. Í fjarska situr fólk á fákum og náttúrunnar nýtur. Fæstir eru fákarnir vélvæddir. Frekar knúnir áfram af knapanum sem stígur pedalana. Inn á milli birtast þó hinir einu sönnu fákar. Hjólum skipt út fyrir hófa. Knapar með reiðtygi í lófa, í stýrisstað. Heiður er himinn, líkt og lóan sem snemma er komin og nágrannakonan, nokkrum húsum innar. Hratt hún hleypur yfir túnið. Sprettæfingar, ætisleit eða eintóm gleði? Loks fer hún að leita í beði. Vængjalangi vaðfuglinn, sko ekki nágrannakonan. Lauf, greinar og leifar síðasta sumars liggja enn í beðinu. Vernda lífið sem undir býr og auðvelda lóunni fæðuleit. Litríkt er það með eindæmum, þökk sé krúttlegum krókusum. Gulir blekkja og gefa von um hlýju, hinir heiðarlegri bláleitir af kulda. Ofar rísa þó blágrænir, breiðari stilkar, bíðandi þess að blása í lúðra. Blómstrar þar síðar páskalilja. Áður óx þar runni sem ég eitt sinn unni. Hvers nafn ég þó ekki kunni, fyrr en ég heyrði það úr nærliggjandi munni. Einhvern tíman runninn hvarf, sennilega látið lífið. Skömmu síðar fór nafnið sömu leið. Yfirgefinn fótbolti í útilegu, furðu loftmikill, bíður spenntur, enda vertíðin framundan. Skítugur pallurinn glottir og fagnar friðsældinni. Félagslyndur er hann, en hvíldin er góð. Geislar sólar flakka milli greina, skína á jörð, en vanda valið. Sofandi sinan ver það sem enn í dvala dvelur. Mér verður litið að læknum, sem voru skammt undan að brynna hestum sínum hjá læknum. Skrýtið að ríða út í vinnufötunum, með hlustunarpípuna um hálsinn. Líklega brjálað að gera og naumur tími til útivistar. Ætli þeir séu dýralæknar, kannski á vakt? Augun fylgdu rennslinu, þótt rólegt væri, eftir árfarveginum niður að vatni. Þar beið óvanaleg sjón. Árabátur á vatninu. Ekki nýr. Árin sem að mér sneri hafði greinilega lifað þau mörg, árin. Báturinn bar með sér að hafa ekki verið mikið notaður undanfarið og hélt varla vatni af spenningi. Eða af ónægu viðhaldi. Í honum sat einn maður. Sá sá um að sá fræjum efasemdar í hugum áhorfenda, þökk sé lítt íþróttamannslegum vexti. Virtist þó njóta lífsins. Hávær kvenrödd rauf skyndilega þögnina, ef þögn mætti kalla og hrópaði eitthvað óskiljanlegt meðan hún óð sem óð væri að bátnum. Gæsir flögruðu og flúðu lætin. Maðurinn, eftir mikinn róður, var másandi og móður. Átti ekki von á að sjá sína eigin móður og varð því strax í kinnum rjóður. Skömmu síðar skammir í ríkulegum skömmtum fylgdu fast á hæla konuskrefi hverju. Læddist að mér sá grunur að hún væri eitthvað ósátt. Velti fyrir mér að poppa og fylgjast áfram með framvindu mála, en lét þetta duga. Lagaði mér te og leiddi hugann að öðrum málum. Fínasta forskot á sæluna, enda kuldakeimur í lofti. Frostið ekki úr jörðu farið og nóg eftir af sveiflum niðurfyrir núllið. En samt, hrotunum farið að fækka og sumt farið að rumska. Áminning um fyrstu skrefin í átt að litríkari og líflegri tíð. Ár eftir ár við hringsólum milli tíða, svo lengi sem tíminn nennir. Hvort sem bráðnar eða fennir. Alltaf gerist þó eitthvað nýtt. Alltaf gerist alls konar og lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Á sólríkum síðvetrardegi, sá ég alls konar og lífið. Út um gluggann, úti í garði. Hundar viðra sína mennsku húsfélaga, gangandi um með bros á vör. Svartþrestir í beðum, róta öllu sem rótað geta. Glaðværir auðnutittlingar í trjánum, hástöfum syngja sitt hamingjulag. Stöku fluga, furðu lostin, flakkar um loftið. Skilur sjálf ekki af hverju hún er á ferli. Í fjarska situr fólk á fákum og náttúrunnar nýtur. Fæstir eru fákarnir vélvæddir. Frekar knúnir áfram af knapanum sem stígur pedalana. Inn á milli birtast þó hinir einu sönnu fákar. Hjólum skipt út fyrir hófa. Knapar með reiðtygi í lófa, í stýrisstað. Heiður er himinn, líkt og lóan sem snemma er komin og nágrannakonan, nokkrum húsum innar. Hratt hún hleypur yfir túnið. Sprettæfingar, ætisleit eða eintóm gleði? Loks fer hún að leita í beði. Vængjalangi vaðfuglinn, sko ekki nágrannakonan. Lauf, greinar og leifar síðasta sumars liggja enn í beðinu. Vernda lífið sem undir býr og auðvelda lóunni fæðuleit. Litríkt er það með eindæmum, þökk sé krúttlegum krókusum. Gulir blekkja og gefa von um hlýju, hinir heiðarlegri bláleitir af kulda. Ofar rísa þó blágrænir, breiðari stilkar, bíðandi þess að blása í lúðra. Blómstrar þar síðar páskalilja. Áður óx þar runni sem ég eitt sinn unni. Hvers nafn ég þó ekki kunni, fyrr en ég heyrði það úr nærliggjandi munni. Einhvern tíman runninn hvarf, sennilega látið lífið. Skömmu síðar fór nafnið sömu leið. Yfirgefinn fótbolti í útilegu, furðu loftmikill, bíður spenntur, enda vertíðin framundan. Skítugur pallurinn glottir og fagnar friðsældinni. Félagslyndur er hann, en hvíldin er góð. Geislar sólar flakka milli greina, skína á jörð, en vanda valið. Sofandi sinan ver það sem enn í dvala dvelur. Mér verður litið að læknum, sem voru skammt undan að brynna hestum sínum hjá læknum. Skrýtið að ríða út í vinnufötunum, með hlustunarpípuna um hálsinn. Líklega brjálað að gera og naumur tími til útivistar. Ætli þeir séu dýralæknar, kannski á vakt? Augun fylgdu rennslinu, þótt rólegt væri, eftir árfarveginum niður að vatni. Þar beið óvanaleg sjón. Árabátur á vatninu. Ekki nýr. Árin sem að mér sneri hafði greinilega lifað þau mörg, árin. Báturinn bar með sér að hafa ekki verið mikið notaður undanfarið og hélt varla vatni af spenningi. Eða af ónægu viðhaldi. Í honum sat einn maður. Sá sá um að sá fræjum efasemdar í hugum áhorfenda, þökk sé lítt íþróttamannslegum vexti. Virtist þó njóta lífsins. Hávær kvenrödd rauf skyndilega þögnina, ef þögn mætti kalla og hrópaði eitthvað óskiljanlegt meðan hún óð sem óð væri að bátnum. Gæsir flögruðu og flúðu lætin. Maðurinn, eftir mikinn róður, var másandi og móður. Átti ekki von á að sjá sína eigin móður og varð því strax í kinnum rjóður. Skömmu síðar skammir í ríkulegum skömmtum fylgdu fast á hæla konuskrefi hverju. Læddist að mér sá grunur að hún væri eitthvað ósátt. Velti fyrir mér að poppa og fylgjast áfram með framvindu mála, en lét þetta duga. Lagaði mér te og leiddi hugann að öðrum málum. Fínasta forskot á sæluna, enda kuldakeimur í lofti. Frostið ekki úr jörðu farið og nóg eftir af sveiflum niðurfyrir núllið. En samt, hrotunum farið að fækka og sumt farið að rumska. Áminning um fyrstu skrefin í átt að litríkari og líflegri tíð. Ár eftir ár við hringsólum milli tíða, svo lengi sem tíminn nennir. Hvort sem bráðnar eða fennir. Alltaf gerist þó eitthvað nýtt. Alltaf gerist alls konar og lífið.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun