Sást til ungmenna eftir háværan hvell í Kópavogi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 16:56 Lögregla telur að ungmenni standi að baki sprengingum sem heyrst hafa víða um höfuðborgarsvæðið, þar sem til slíkra sást eftir háværan hvell í Kópavogi. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að háværir hvellir sem heyrst hafa í íbuðahverfum að undanförnu skýrist af flugeldanotkun ungmenna. Slík mál geti verið erfitt að komast fyrir, en fólk er þó hvatt til að tilkynna hvellina. Fjallað var um háværan hvell sem heyrðist í Hlíðahverfinu í gær, líkt og margir íbúar greindu frá á sameiginlegum umræðuvettvangi sínum á Facebook. Þóra Jónasdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir talið líklegast að ungmenni með flugelda eða heimatilbúnar sprengjur séu að verki. „Í einu málinu sáust ungmenni hlaupa í burtu eftir sprengingu. Það var í Kópavogi og fyrir nokkru síðan,“ segir Þóra. Sprengingar hafa heyrst í Hlíðunum, Kópavogi, Garðabæ, Breiðholti og víðar. Lögreglan hafi lítið til að vinna út frá, annað en þá staðreynd að sést hafi til ungmenna í þessu eina máli. Erfitt sé að rannsaka málin. „Það er ekkert fyrir okkur til að fara eftir. Ekki nema einhver myndi láta okkur vita hvaða aðilar eru að verki,“ segir Þóra. Oftast hafi lögreglan lítið í höndunum þegar komið er á staðinn, þar sem tilkynningar berist, eðli málsins samkvæmt, eftir að sprengingarnar eru yfir staðnar. Gríðarleg slysahætta Þóra segir að athæfi sem þetta geti verið stórhættulegt. „Sérstaklega ef þetta eru ungmenni sem eru að sprengja þetta. Það getur haft skelfilegar afleiðingar eins og þekkt er. Það hafa orðið slys út frá svona, bæði þegar verið er að búa þetta til, eða handleika flugelda eða heimagerð víti. Ef þetta er svoleiðis, ég hef ekkert fyrir mér í því, en það er líklegt.“ Þeir sem tekið hafa eftir hvellunum hafa haft orð á því að þeir séu einkar háværir, og háværari en fólk á að venjast þegar kemur að flugeldum. Líklega skýringu á því telur Þóra vera að sprengjurnar séu sprengdar í undirgöngum, til að hámarka hávaðann. Fólk sleppi því að tilkynna sjálft Lögreglu berist mismargar tilkynningar í hvert skipti, en Þóra hvetur fólk til að tilkynna frekar en ekki. „Stundum heldur fólk að einhver annar hafi tilkynnt og sleppir því að tilkynna sjálft.“ Fólk sé heldur duglegra að greina frá þessu á samfélagsmiðlum. „Maður sér þetta oft á þessum hverfasíðum, en svo er ekkert til um þetta hjá okkur. Til þess að komast fyrir þetta þá eðlilega viljum við fá að vita þetta, og helst vita hverjir eru að þessu, ef fólk hefur upplýsingar um það. Svo við getum kannski leiðrétt þessa hegðun,“ segir Þóra. „Ef þetta eru ungmenni þá er gott að foreldrar séu meðvitaðir um þetta.“ Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Fjallað var um háværan hvell sem heyrðist í Hlíðahverfinu í gær, líkt og margir íbúar greindu frá á sameiginlegum umræðuvettvangi sínum á Facebook. Þóra Jónasdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir talið líklegast að ungmenni með flugelda eða heimatilbúnar sprengjur séu að verki. „Í einu málinu sáust ungmenni hlaupa í burtu eftir sprengingu. Það var í Kópavogi og fyrir nokkru síðan,“ segir Þóra. Sprengingar hafa heyrst í Hlíðunum, Kópavogi, Garðabæ, Breiðholti og víðar. Lögreglan hafi lítið til að vinna út frá, annað en þá staðreynd að sést hafi til ungmenna í þessu eina máli. Erfitt sé að rannsaka málin. „Það er ekkert fyrir okkur til að fara eftir. Ekki nema einhver myndi láta okkur vita hvaða aðilar eru að verki,“ segir Þóra. Oftast hafi lögreglan lítið í höndunum þegar komið er á staðinn, þar sem tilkynningar berist, eðli málsins samkvæmt, eftir að sprengingarnar eru yfir staðnar. Gríðarleg slysahætta Þóra segir að athæfi sem þetta geti verið stórhættulegt. „Sérstaklega ef þetta eru ungmenni sem eru að sprengja þetta. Það getur haft skelfilegar afleiðingar eins og þekkt er. Það hafa orðið slys út frá svona, bæði þegar verið er að búa þetta til, eða handleika flugelda eða heimagerð víti. Ef þetta er svoleiðis, ég hef ekkert fyrir mér í því, en það er líklegt.“ Þeir sem tekið hafa eftir hvellunum hafa haft orð á því að þeir séu einkar háværir, og háværari en fólk á að venjast þegar kemur að flugeldum. Líklega skýringu á því telur Þóra vera að sprengjurnar séu sprengdar í undirgöngum, til að hámarka hávaðann. Fólk sleppi því að tilkynna sjálft Lögreglu berist mismargar tilkynningar í hvert skipti, en Þóra hvetur fólk til að tilkynna frekar en ekki. „Stundum heldur fólk að einhver annar hafi tilkynnt og sleppir því að tilkynna sjálft.“ Fólk sé heldur duglegra að greina frá þessu á samfélagsmiðlum. „Maður sér þetta oft á þessum hverfasíðum, en svo er ekkert til um þetta hjá okkur. Til þess að komast fyrir þetta þá eðlilega viljum við fá að vita þetta, og helst vita hverjir eru að þessu, ef fólk hefur upplýsingar um það. Svo við getum kannski leiðrétt þessa hegðun,“ segir Þóra. „Ef þetta eru ungmenni þá er gott að foreldrar séu meðvitaðir um þetta.“ Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent