Arnór frá út tímabilið eftir ömurlega tæklingu Ísraelans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2024 19:00 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu undir lok síðasta árs. Vísir/Getty Images Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson spilar ekki meira á þessari leiktíð vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik Íslands og Ísrael á dögunum. Arnór var í byrjunarliðinu á fræknum 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Hann gat þó ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Úkraínu þar sem hann fór meiddur af velli gegn Ísrael eftir ömurlega tæklingu Roy Revivo. Revivo trylltist þegar hann fékk að líta rauða spjaldið en það breytir því miður litlu fyrir Arnór sem verður frá út leiktíðina. Það staðfesti þjálfari hans hjá Blacburn Rovers, John Eustace, fyrr í dag. Um er að ræða mikið högg fyrir hinn 24 ára gamla Arnór sem var að ná sínum fyrri styrk en hann gekk í raðir Blackburns fyrr á leiktíðinni. Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli á nára var Arnór orðinn lykilmaður þegar Jon Dahl Tomasson var þjálfari. Sá tók við sænska landsliðinu og inn kom Eustace. Breytti hann um kerfi og setti Arnór á bekkinn þar sem hann notaði í raun ekki vængmenn heldur vængbakverði. Arnór var hins vegar búinn að vinna sér inn sæti í liðinu sem er í bullandi fallbaráttu. „Um er að ræða mikið högg fyrir okkur. Hann varð fyrir barðinu á ljótri tæklingu, fór í myndatöku og þetta verða að minnsta kosti 10 vikur. Hann hefur gert mjög vel í síðustu leikjum og ég hef verið mjög ánægður með hann og hans frammistöðu. Þetta er landsliðsmaður sem getur skorað mörk, þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur,“ sagði Eustace á blaðamannafundi. John Eustace provides an injury update on @arnorsigurdsson and @JBucko21 ahead of our Good Friday clash with Ipswich Town.#Rovers pic.twitter.com/uftke7AM0J— Blackburn Rovers (@Rovers) March 27, 2024 Blackburn er eins og áður sagði í bullandi fallbaráttu og mætir Ipswich Town, liði sem stefnir upp í ensku úrvalsdeildina, á morgun – föstudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 17.25. Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Arnór var í byrjunarliðinu á fræknum 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Hann gat þó ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Úkraínu þar sem hann fór meiddur af velli gegn Ísrael eftir ömurlega tæklingu Roy Revivo. Revivo trylltist þegar hann fékk að líta rauða spjaldið en það breytir því miður litlu fyrir Arnór sem verður frá út leiktíðina. Það staðfesti þjálfari hans hjá Blacburn Rovers, John Eustace, fyrr í dag. Um er að ræða mikið högg fyrir hinn 24 ára gamla Arnór sem var að ná sínum fyrri styrk en hann gekk í raðir Blackburns fyrr á leiktíðinni. Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli á nára var Arnór orðinn lykilmaður þegar Jon Dahl Tomasson var þjálfari. Sá tók við sænska landsliðinu og inn kom Eustace. Breytti hann um kerfi og setti Arnór á bekkinn þar sem hann notaði í raun ekki vængmenn heldur vængbakverði. Arnór var hins vegar búinn að vinna sér inn sæti í liðinu sem er í bullandi fallbaráttu. „Um er að ræða mikið högg fyrir okkur. Hann varð fyrir barðinu á ljótri tæklingu, fór í myndatöku og þetta verða að minnsta kosti 10 vikur. Hann hefur gert mjög vel í síðustu leikjum og ég hef verið mjög ánægður með hann og hans frammistöðu. Þetta er landsliðsmaður sem getur skorað mörk, þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur,“ sagði Eustace á blaðamannafundi. John Eustace provides an injury update on @arnorsigurdsson and @JBucko21 ahead of our Good Friday clash with Ipswich Town.#Rovers pic.twitter.com/uftke7AM0J— Blackburn Rovers (@Rovers) March 27, 2024 Blackburn er eins og áður sagði í bullandi fallbaráttu og mætir Ipswich Town, liði sem stefnir upp í ensku úrvalsdeildina, á morgun – föstudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 17.25.
Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira