Bréf til þjóðarinnar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 27. mars 2024 14:46 Ballið á Bessastöðum hófst þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti þjóðinni að hann hyggðist ekki gefa kost á sér áfram. Fréttamiðlar riðu á vaðið með skoðanakannanir þar sem tilgreind voru nöfn ýmissa þekktra einstaklinga. Það er íslenskur samkvæmisleikur að draga frambjóðendur sundur og saman í háði og í aðdraganda forsetaskipta verða þetta hálfgerð vorblót. Það virðist auðveldara fyrir okkur – sem er umhugsunarefni – að telja upp vankosti fólks en að leita að því góða í hverjum og einum. Við sólundum tíma okkar í það sem okkur greinir á um frekar en að leita að því sem við getum áorkað saman. Sem væri miklu meira vit í og ólíkt uppbyggilegra og skemmtilegra. Áður en ég kem mér beint að efninu langar mig því að ræða af alvöru hverskonar fulltrúa við viljum á Bessastaði. Því þó einhverjir telji embættið óþarft og það ætti að leggja niður segir gildandi stjórnarskrá okkur annað. Við erum bundin af henni og því tómt mál að tala um annað. Í þessum tveimur fyrstu könnunum fjölmiðla var ég nefnd á nafn og fór heldur um mig við skensið í fyrstu. Ég get sjálfri mér um kennt því árið 2012, stuttu áður en við Stefán Karl heitinn fluttum heim frá Kaliforníu, fannst mér eins og fleirum kominn tími á að þjóðin eignaðist nýjan forseta. Með því að rétta upp höndina meira af óþekkt en alvöru í forsetakosningum 2012 vildi ég hvetja aðrar manneskjur úr röðum almennings til að gera slíkt hið sama. Ég bauð ekki fram krafta mína þegar á hólminn var komið enda hafði ég búið tæpan áratug í Bandaríkjunum og af þeim sökum utangátta í íslensku samfélagi. Ég skildi að ég væri of ung og óreynd til að hafa nokkra burði í starfið, en mér var sama þótt gert væri grín að uppátækinu. Ég tek mig ekki hátíðlega. Margir hvöttu mig til dáða á sínum tíma en fleiri réðu mér frá því og fyrir það er ég afskaplega þakklát. Þá var gott að eiga góða að. Það dylst engum sem þekkir mig að í mér er meðfædd andstaða við þrásetu fólks í opinberum embættum. Ég vil að vindar blási oft og úr öllum áttum. Annars er hætt við sumir gerist heimaríkir og að hæfileikafólk hvers tíma fái ekki að njóta sín og við þar með mannkosta þeirra. Einhver djúpstæð tilfinning var í mér þá, og reyndar líka nú, að á Íslandi eigi að sitja menningarlega sinnaður, alþýðlegur forseti, ekki of hátíðlegur, og sem unir við sinn heimavöll. Manneskja sem er tengd sínu samfélagi tryggðaböndum og sýnir það í verki, lætur stjórnmálin hafa sinn gang og sinnir embættisskyldum af alúð og samviskusemi. Forseti getur hinsvegar auðveldlega slegið tóninn í samfélaginu með framkomu sinni og látið gott af sér leiða. Öðrum þykir hæfa betur að í embætti sitji manneskja sem hefur bakgrunn í stjórnmálum, einhver sem líti svo á að embættið leyfi umtalsverð umsvif og íhlutun forseta á pólitíska sviðinu. Það hefur sýnt sig í sögu forsetaembættisins að þetta er túlkunaratriði. Ólafur Ragnar Grímsson braut ísinn þegar hann ákvað virkja 26. grein stjórnarskrárinnar með því að skrifa ekki undir svonefnd fjölmiðlalög sem þá voru nýsamþykkt. Við þetta urðu vatnaskil í umræðu um valdheimildir forseta Íslands. Þá fæddist sú hugmynd nánast fullsköpuð að forseti væri einskonar þröskuldur sem þingið þyrfti að fara yfir ef óánægja væri með þingstörfin. Brú milli þings og þjóðar, sem hljómar skáldlega en hvað þýðir það samt? Hvernig getur manneskja verið brú eða ventill? Ef þingið ræðst gegn almannaheill með landráðaverkum eða mannréttindabrotum og uppi er neyðarástand getur forseti sett hnefann í borðið, en einungis undir sérstökum kringumstæðum, sem erfitt er spá fyrir um hverjar gætu orðið. Málskotsrétturinn er ekki geðþóttaverkfæri forseta Íslands sem hann beitir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu ef honum býður svo hugur, ekki tækifæri til sjálfsupphafningar og ekki til vinsældakaupa. Forseti er eina manneskjan sem þjóðin velur sér með beinum hætti og einu atkvæði á mann. Eina manneskjan sem getur stigið fram fyrir hönd almennings ef aðrir handhafar ríkisvaldsins stofna lýðræðinu í hættu. Því er útilokað að forsetaframbjóðendur geti fyllilega séð fyrir allt sem hugsanlega getur gerst í ókominni framtíð eða svarað því hvernig þau myndu bregðast við ef í harðbakkann slær. Þjóðin þarf að treysta þeim sem hún kýs til embættisins – treysta þeim til að falla ekki í freistni og dramb en jafnframt til að hafa bein í nefinu til að taka erfiðar ákvarðanir í neyð. Hvað viljum við? Við viljum held ég flest búa áfram í lýðræðisríki þar sem við kjósendur veljum það fólk til starfa sem við treystum best til að stýra samfélagi okkar. Kannski væri öllum hollt að leggja ofurlítið meira á sig við að krefja stjórnmálafólk skýringa á fyrirætlunum sínum og gjörðum og afsala sér ekki með áhugaleysi því tækifæri að vera að virkur þátttakandi í samfélaginu. Að vera kjósandi útheimtir það að kynna sér stefnu stjórnmálaflokka og kjósa samkvæmt bestu vitund um það sem samfélaginu er fyrir bestu. Það er auðvelt að vera reiður eftir á en það krefst heimavinnu að minna stjórnmálamenn á skyldur sínar. Við greiðum launin þeirra með okkar skattfé og eigum að gera kröfur eftir því. Það gerum við meðal annars með þeirri kröfu að blaðamenn geti sinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart almenningi. Að þeir hafi ráðrúm til að rýna í stjórnmálin og og koma upplýsingum á framfæri svo allir landsmenn skilji. Mér er mikið í mun að fólk átti sig á því að við getum öll haft áhrif á okkar samfélag og að þátttaka í mótun samfélagsins stendur öllum til boða. Þetta er í raun það sem er einstakt hér í mannfæðinni. Við getum öll látið til okkar taka og eigum að gera það ef hjartað segir til. Hversu auðvelt það er að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands er dálítið fallegt, þótt það byggist á lögum sem samin voru þegar þjóðin var enn afar fámenn. Þú þarft að vera 35 ára og geta safnað 1500 meðmælendum. Þetta er bókstaflega krúttlegt á okkar dögum en í þessu leynist líka að mínu mati sú hógværa hugsun að forseti sé fyrst og fremst einn af mörgum. Nú eru páskar og þá er þjáningarinnar minnst. Þjáningin er hluti tilverunnar og hamingjan svokallaða, sem grimmt er markaðssett, verður aldrei skynjuð nema við áttum okkur á því að þjáning annarra er líka þjáning okkar. Það er ljúfsárt að vera manneskja og tilveran er furðulega angurvær því aðeins örfín hula er á milli sorgar og gleði. Ef maður gengst við vanköntum sínum kinnroðalaust og hörfar ekki undan þeirri sjálfsábyrgð, þá er umburðarlyndi í garð annarra ekki langt undan. Ef þú getur hugsað um annað fólk eins og það sé bara ein birtingarmynd mannsandans og þar með hluti af þér sjálfum verður dómharkan þér ekki eins töm. Hvernig get ég ráðist á það sammannlega, það sem leynist í mannlegu félagi, nema ráðast að og hafna sjálfri mér um leið? Enn er ekki komin fram forsetaframbjóðandi sem ég get fullyrt á þessari stundu að ég myndi kjósa án umhugsunar. Það má ekki túlka svo að mér finnist enginn frambærilegur, langt í frá. Ég er í sama vanda hvað stjórnmálin snertir því þar er enginn flokkur sem ég get fyllilega samsamað mig með og sem ég treysti til að setji þau mál á dagskrá sem mér finnast brýnast að sett verði á oddinn. Að gæta landsins, augasteins okkar allra. Náttúru þess og fegurðar, skringilegheita, og listfengis þjóðar og samfélagslegra hagsmuna. Ekkert í samskiptum við aðrar þjóðir má verða til þess að ógna tilveru okkar í friðsælu landi. Við erum fá og við getum gert hlutina eftir okkar höfði. Við þurfum ekki að apa eftir öðrum þjóðum í einu og öllu í þeirri von að mark sé á okkur tekið í hinum stóra heimi. Heimsveldin munu alltaf hafa lönd eins og okkar í hálfgerðum flimtingum og það er bara allt í lagi. Við megum ekki efast um virði okkar sjálfra og gera það að keppikefli að sækjast endalaust eftir viðurkenningu annarra þjóða með fylgispekt við dillur þeirra, oflæti eða óhæfuverk. Það sem aðrar þjóðir gera vel eigum við að grandskoða hvort henti til eftirbreytni og vera áfram í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar. Mér finnst Ísland eiga miklu meira sameiginlegt með Evrópuþjóðunum en stórveldunum í vestri eða austri. Við viljum vera sjálfstæð þjóð og það gerum við með því að þykjast aldrei vera neitt annað en við sjálf. Við höfum tækifæri til að búa í fallegu og réttlátu samfélagi. Við þurfum aðeins að hnippa í okkar eigin samlanda, í sókn sinni eftir auði og völdum, svo þeir gleymi ekki að við berum öll skyldur í samfélagi. Ef við getum ekki nýtt samtakamátt okkar til að hafna frekari gripdeildum gráðugra og horfa til nýrra skapandi tækifæra þá höfum við gefist upp. Og það viljum við varla gera. Okkur þykir vænna um heimkynni okkar og samfélag en svo, trúi ég. Þá er best ég tali hreint út Ég er alvarlega að hugleiða að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands af fullum heilindum, nú eldri og lífsreyndari. Þar vegur þyngst hvatning bláókunnugs fólks úr röðum almennings frá áramótum. Hvatning frá fólki sem finnst það þekkja mig, þykist vita hvar það hefur mig, hefur lesið það sem ég hef skrifað um samfélagsmál, og sem veit að ég hef persónulega staðist erfiðar áskoranir í lífinu og hræðist ekki mótlæti. Mér var kennt í foreldrahúsum að það að njóta menningar væri lífsnauðsynlegt bætiefni í lífi hvers og eins. Eflaust er það ástæða þess að mér þótti sjálfsagt að leggja leiklistina fyrir mig. Mér var einnig innrætt ungri að eini mælikvarðinn á samfélög væri framkoma við þá sem standa höllum fæti. Að auðsöfnun sem veldur öðrum beinum skaða sé ófyrirgefanleg og þá jafnframt óafsakanlegt að láta það sig engu varða, að látast ekki sjá það og samþykkja með þögninni. Þessum sjónarmiðum hef ég alla tíð verið sammála. Það hefur aldrei þvælst fyrir mér að vera þjóðþekkt persóna. Mér þykir ævinlega vænt um það þegar fólk gefur sig á tal við mig. Við erum lítið samfélag þar sem allir þekkja alla og það er notalegt. Fólk segir mér líka óspart til syndanna ef því er að skipta og það er bara gott á mig. Það hefur orðið mér hvatning til að líta í eigin barm og freista þess að skilja aðra fremur en afskrifa, sem er flóttaleið sem útheimtir enga sjálfsskoðun. Ég trúi að þátttaka í mótun samfélags sé skylda hverrar manneskju sem trúir á og vill verja lýðræðið. Ég hef mikið skrifað um samfélagsmál og ævinlega frá eign brjósti en aldrei til að þóknast kröfum annarra. Ég hef aldrei haft klappstýrur og jáfólk í kringum mig. Kannski finnst engum ég þurfa á því að halda og sennilega er það rétt. Mínir nánustu vinir letja mig ekki núna, ef til framboðs kemur og fyrir það er ég afar þakklát. Nú, eins og alltaf, er gott að eiga góða að. Ég er hörð af mér, hef ýmislegt reynt og bar ýmislegt þungbært í hljóði lengi framan af ævinni, sem gerði það af verkum að ég var oft óþarflega snakill og óvægin í garð annarra. Ég hef hinsvegar lært að þjáningin er skóli þar sem þú ert fráleitt eini nemandinn og aðeins með því að skilja það, lærist manni að þykja vænt um allar manneskjur þrátt fyrir að botna lítið í þeim og deila ekki skoðunum þeirra. Ég kann að meta hreinskiptin samskipti og vil að í lýðræðissamfélagi geti fólk tjáð sig óhikað án þess að eiga á hættu útskúfun og útilokun. Erfiðar kennslustundir lífsins hafa kennt mér æðruleysi og auðmýkt en einnig að í öllum manneskjum býr eitthvað fagurt og gott sem stundum þurfi að leita að til að sjá það. Mér er eðlislægt að efast þegar allir virðast sammála, ekki til þess eins að vera ósammála, heldur vegna þess að á öllum málum eru fleiri en ein hlið. Getur mér skjöplast? Auðvitað! Ég er jafn skeikul og allir aðrir. Ég vorkenni þeim sem alltaf þykjast vita allt best. Slíkt fólk hafnar því að breytast og þroskast. Ég lærði hvað raunveruleg verðmæti eru þegar þjóðin stóð með okkur hjónum í veikindum Stefáns Karls. Sú væntumþykja og hlýja sem streymdi til mín og barnanna okkar var svo áþreifanleg og heilandi að það gerði okkur fært að ganga upprétt þrátt fyrir mikinn missi. Slíkrar hlýju og ástar í erfiðum aðstæðum óska ég öllum, ekki bara útvöldum, þjóðþekktum einstaklingum. Þannig ætti okkar litla samfélag auðvitað að vera, samfélag sem heldur þétt utan um allt sitt fólk og kemur sér saman um að það sé hinn heilagi samfélagssáttmáli. Að byggja upp umburðarlynt og kærleiksríkt samfélag. Ég trúi því einlæglega að kærleikurinn trompi allt. Ég játa, ég er í grunninn hippi. Ef ég gef kost á mér í komandi forsetakosningum geri ég það af heilum hug. Af djúpu þakklæti fyrir að fæðast í þessu fallega og örugga landi og hafa notið þess atlætis sem raun ber vitni. Ástarjátningar til lands og þjóðar orða skáldin best og Halldór Laxness í Maístjörnunni á einstakan hátt, svo ég gerist nú ofurlítið formleg og forsetaleg: Það eru erfiðir tímar,það er atvinnuþref,ég hef ekkert að bjóða,ekki ögn sem ég gef,nema von mína og líf mitthvort ég vaki eða sef,þetta eitt sem þú gafst mérþað er alt sem ég hef.Með vinsemd og virðingu, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ballið á Bessastöðum hófst þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti þjóðinni að hann hyggðist ekki gefa kost á sér áfram. Fréttamiðlar riðu á vaðið með skoðanakannanir þar sem tilgreind voru nöfn ýmissa þekktra einstaklinga. Það er íslenskur samkvæmisleikur að draga frambjóðendur sundur og saman í háði og í aðdraganda forsetaskipta verða þetta hálfgerð vorblót. Það virðist auðveldara fyrir okkur – sem er umhugsunarefni – að telja upp vankosti fólks en að leita að því góða í hverjum og einum. Við sólundum tíma okkar í það sem okkur greinir á um frekar en að leita að því sem við getum áorkað saman. Sem væri miklu meira vit í og ólíkt uppbyggilegra og skemmtilegra. Áður en ég kem mér beint að efninu langar mig því að ræða af alvöru hverskonar fulltrúa við viljum á Bessastaði. Því þó einhverjir telji embættið óþarft og það ætti að leggja niður segir gildandi stjórnarskrá okkur annað. Við erum bundin af henni og því tómt mál að tala um annað. Í þessum tveimur fyrstu könnunum fjölmiðla var ég nefnd á nafn og fór heldur um mig við skensið í fyrstu. Ég get sjálfri mér um kennt því árið 2012, stuttu áður en við Stefán Karl heitinn fluttum heim frá Kaliforníu, fannst mér eins og fleirum kominn tími á að þjóðin eignaðist nýjan forseta. Með því að rétta upp höndina meira af óþekkt en alvöru í forsetakosningum 2012 vildi ég hvetja aðrar manneskjur úr röðum almennings til að gera slíkt hið sama. Ég bauð ekki fram krafta mína þegar á hólminn var komið enda hafði ég búið tæpan áratug í Bandaríkjunum og af þeim sökum utangátta í íslensku samfélagi. Ég skildi að ég væri of ung og óreynd til að hafa nokkra burði í starfið, en mér var sama þótt gert væri grín að uppátækinu. Ég tek mig ekki hátíðlega. Margir hvöttu mig til dáða á sínum tíma en fleiri réðu mér frá því og fyrir það er ég afskaplega þakklát. Þá var gott að eiga góða að. Það dylst engum sem þekkir mig að í mér er meðfædd andstaða við þrásetu fólks í opinberum embættum. Ég vil að vindar blási oft og úr öllum áttum. Annars er hætt við sumir gerist heimaríkir og að hæfileikafólk hvers tíma fái ekki að njóta sín og við þar með mannkosta þeirra. Einhver djúpstæð tilfinning var í mér þá, og reyndar líka nú, að á Íslandi eigi að sitja menningarlega sinnaður, alþýðlegur forseti, ekki of hátíðlegur, og sem unir við sinn heimavöll. Manneskja sem er tengd sínu samfélagi tryggðaböndum og sýnir það í verki, lætur stjórnmálin hafa sinn gang og sinnir embættisskyldum af alúð og samviskusemi. Forseti getur hinsvegar auðveldlega slegið tóninn í samfélaginu með framkomu sinni og látið gott af sér leiða. Öðrum þykir hæfa betur að í embætti sitji manneskja sem hefur bakgrunn í stjórnmálum, einhver sem líti svo á að embættið leyfi umtalsverð umsvif og íhlutun forseta á pólitíska sviðinu. Það hefur sýnt sig í sögu forsetaembættisins að þetta er túlkunaratriði. Ólafur Ragnar Grímsson braut ísinn þegar hann ákvað virkja 26. grein stjórnarskrárinnar með því að skrifa ekki undir svonefnd fjölmiðlalög sem þá voru nýsamþykkt. Við þetta urðu vatnaskil í umræðu um valdheimildir forseta Íslands. Þá fæddist sú hugmynd nánast fullsköpuð að forseti væri einskonar þröskuldur sem þingið þyrfti að fara yfir ef óánægja væri með þingstörfin. Brú milli þings og þjóðar, sem hljómar skáldlega en hvað þýðir það samt? Hvernig getur manneskja verið brú eða ventill? Ef þingið ræðst gegn almannaheill með landráðaverkum eða mannréttindabrotum og uppi er neyðarástand getur forseti sett hnefann í borðið, en einungis undir sérstökum kringumstæðum, sem erfitt er spá fyrir um hverjar gætu orðið. Málskotsrétturinn er ekki geðþóttaverkfæri forseta Íslands sem hann beitir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu ef honum býður svo hugur, ekki tækifæri til sjálfsupphafningar og ekki til vinsældakaupa. Forseti er eina manneskjan sem þjóðin velur sér með beinum hætti og einu atkvæði á mann. Eina manneskjan sem getur stigið fram fyrir hönd almennings ef aðrir handhafar ríkisvaldsins stofna lýðræðinu í hættu. Því er útilokað að forsetaframbjóðendur geti fyllilega séð fyrir allt sem hugsanlega getur gerst í ókominni framtíð eða svarað því hvernig þau myndu bregðast við ef í harðbakkann slær. Þjóðin þarf að treysta þeim sem hún kýs til embættisins – treysta þeim til að falla ekki í freistni og dramb en jafnframt til að hafa bein í nefinu til að taka erfiðar ákvarðanir í neyð. Hvað viljum við? Við viljum held ég flest búa áfram í lýðræðisríki þar sem við kjósendur veljum það fólk til starfa sem við treystum best til að stýra samfélagi okkar. Kannski væri öllum hollt að leggja ofurlítið meira á sig við að krefja stjórnmálafólk skýringa á fyrirætlunum sínum og gjörðum og afsala sér ekki með áhugaleysi því tækifæri að vera að virkur þátttakandi í samfélaginu. Að vera kjósandi útheimtir það að kynna sér stefnu stjórnmálaflokka og kjósa samkvæmt bestu vitund um það sem samfélaginu er fyrir bestu. Það er auðvelt að vera reiður eftir á en það krefst heimavinnu að minna stjórnmálamenn á skyldur sínar. Við greiðum launin þeirra með okkar skattfé og eigum að gera kröfur eftir því. Það gerum við meðal annars með þeirri kröfu að blaðamenn geti sinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart almenningi. Að þeir hafi ráðrúm til að rýna í stjórnmálin og og koma upplýsingum á framfæri svo allir landsmenn skilji. Mér er mikið í mun að fólk átti sig á því að við getum öll haft áhrif á okkar samfélag og að þátttaka í mótun samfélagsins stendur öllum til boða. Þetta er í raun það sem er einstakt hér í mannfæðinni. Við getum öll látið til okkar taka og eigum að gera það ef hjartað segir til. Hversu auðvelt það er að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands er dálítið fallegt, þótt það byggist á lögum sem samin voru þegar þjóðin var enn afar fámenn. Þú þarft að vera 35 ára og geta safnað 1500 meðmælendum. Þetta er bókstaflega krúttlegt á okkar dögum en í þessu leynist líka að mínu mati sú hógværa hugsun að forseti sé fyrst og fremst einn af mörgum. Nú eru páskar og þá er þjáningarinnar minnst. Þjáningin er hluti tilverunnar og hamingjan svokallaða, sem grimmt er markaðssett, verður aldrei skynjuð nema við áttum okkur á því að þjáning annarra er líka þjáning okkar. Það er ljúfsárt að vera manneskja og tilveran er furðulega angurvær því aðeins örfín hula er á milli sorgar og gleði. Ef maður gengst við vanköntum sínum kinnroðalaust og hörfar ekki undan þeirri sjálfsábyrgð, þá er umburðarlyndi í garð annarra ekki langt undan. Ef þú getur hugsað um annað fólk eins og það sé bara ein birtingarmynd mannsandans og þar með hluti af þér sjálfum verður dómharkan þér ekki eins töm. Hvernig get ég ráðist á það sammannlega, það sem leynist í mannlegu félagi, nema ráðast að og hafna sjálfri mér um leið? Enn er ekki komin fram forsetaframbjóðandi sem ég get fullyrt á þessari stundu að ég myndi kjósa án umhugsunar. Það má ekki túlka svo að mér finnist enginn frambærilegur, langt í frá. Ég er í sama vanda hvað stjórnmálin snertir því þar er enginn flokkur sem ég get fyllilega samsamað mig með og sem ég treysti til að setji þau mál á dagskrá sem mér finnast brýnast að sett verði á oddinn. Að gæta landsins, augasteins okkar allra. Náttúru þess og fegurðar, skringilegheita, og listfengis þjóðar og samfélagslegra hagsmuna. Ekkert í samskiptum við aðrar þjóðir má verða til þess að ógna tilveru okkar í friðsælu landi. Við erum fá og við getum gert hlutina eftir okkar höfði. Við þurfum ekki að apa eftir öðrum þjóðum í einu og öllu í þeirri von að mark sé á okkur tekið í hinum stóra heimi. Heimsveldin munu alltaf hafa lönd eins og okkar í hálfgerðum flimtingum og það er bara allt í lagi. Við megum ekki efast um virði okkar sjálfra og gera það að keppikefli að sækjast endalaust eftir viðurkenningu annarra þjóða með fylgispekt við dillur þeirra, oflæti eða óhæfuverk. Það sem aðrar þjóðir gera vel eigum við að grandskoða hvort henti til eftirbreytni og vera áfram í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar. Mér finnst Ísland eiga miklu meira sameiginlegt með Evrópuþjóðunum en stórveldunum í vestri eða austri. Við viljum vera sjálfstæð þjóð og það gerum við með því að þykjast aldrei vera neitt annað en við sjálf. Við höfum tækifæri til að búa í fallegu og réttlátu samfélagi. Við þurfum aðeins að hnippa í okkar eigin samlanda, í sókn sinni eftir auði og völdum, svo þeir gleymi ekki að við berum öll skyldur í samfélagi. Ef við getum ekki nýtt samtakamátt okkar til að hafna frekari gripdeildum gráðugra og horfa til nýrra skapandi tækifæra þá höfum við gefist upp. Og það viljum við varla gera. Okkur þykir vænna um heimkynni okkar og samfélag en svo, trúi ég. Þá er best ég tali hreint út Ég er alvarlega að hugleiða að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands af fullum heilindum, nú eldri og lífsreyndari. Þar vegur þyngst hvatning bláókunnugs fólks úr röðum almennings frá áramótum. Hvatning frá fólki sem finnst það þekkja mig, þykist vita hvar það hefur mig, hefur lesið það sem ég hef skrifað um samfélagsmál, og sem veit að ég hef persónulega staðist erfiðar áskoranir í lífinu og hræðist ekki mótlæti. Mér var kennt í foreldrahúsum að það að njóta menningar væri lífsnauðsynlegt bætiefni í lífi hvers og eins. Eflaust er það ástæða þess að mér þótti sjálfsagt að leggja leiklistina fyrir mig. Mér var einnig innrætt ungri að eini mælikvarðinn á samfélög væri framkoma við þá sem standa höllum fæti. Að auðsöfnun sem veldur öðrum beinum skaða sé ófyrirgefanleg og þá jafnframt óafsakanlegt að láta það sig engu varða, að látast ekki sjá það og samþykkja með þögninni. Þessum sjónarmiðum hef ég alla tíð verið sammála. Það hefur aldrei þvælst fyrir mér að vera þjóðþekkt persóna. Mér þykir ævinlega vænt um það þegar fólk gefur sig á tal við mig. Við erum lítið samfélag þar sem allir þekkja alla og það er notalegt. Fólk segir mér líka óspart til syndanna ef því er að skipta og það er bara gott á mig. Það hefur orðið mér hvatning til að líta í eigin barm og freista þess að skilja aðra fremur en afskrifa, sem er flóttaleið sem útheimtir enga sjálfsskoðun. Ég trúi að þátttaka í mótun samfélags sé skylda hverrar manneskju sem trúir á og vill verja lýðræðið. Ég hef mikið skrifað um samfélagsmál og ævinlega frá eign brjósti en aldrei til að þóknast kröfum annarra. Ég hef aldrei haft klappstýrur og jáfólk í kringum mig. Kannski finnst engum ég þurfa á því að halda og sennilega er það rétt. Mínir nánustu vinir letja mig ekki núna, ef til framboðs kemur og fyrir það er ég afar þakklát. Nú, eins og alltaf, er gott að eiga góða að. Ég er hörð af mér, hef ýmislegt reynt og bar ýmislegt þungbært í hljóði lengi framan af ævinni, sem gerði það af verkum að ég var oft óþarflega snakill og óvægin í garð annarra. Ég hef hinsvegar lært að þjáningin er skóli þar sem þú ert fráleitt eini nemandinn og aðeins með því að skilja það, lærist manni að þykja vænt um allar manneskjur þrátt fyrir að botna lítið í þeim og deila ekki skoðunum þeirra. Ég kann að meta hreinskiptin samskipti og vil að í lýðræðissamfélagi geti fólk tjáð sig óhikað án þess að eiga á hættu útskúfun og útilokun. Erfiðar kennslustundir lífsins hafa kennt mér æðruleysi og auðmýkt en einnig að í öllum manneskjum býr eitthvað fagurt og gott sem stundum þurfi að leita að til að sjá það. Mér er eðlislægt að efast þegar allir virðast sammála, ekki til þess eins að vera ósammála, heldur vegna þess að á öllum málum eru fleiri en ein hlið. Getur mér skjöplast? Auðvitað! Ég er jafn skeikul og allir aðrir. Ég vorkenni þeim sem alltaf þykjast vita allt best. Slíkt fólk hafnar því að breytast og þroskast. Ég lærði hvað raunveruleg verðmæti eru þegar þjóðin stóð með okkur hjónum í veikindum Stefáns Karls. Sú væntumþykja og hlýja sem streymdi til mín og barnanna okkar var svo áþreifanleg og heilandi að það gerði okkur fært að ganga upprétt þrátt fyrir mikinn missi. Slíkrar hlýju og ástar í erfiðum aðstæðum óska ég öllum, ekki bara útvöldum, þjóðþekktum einstaklingum. Þannig ætti okkar litla samfélag auðvitað að vera, samfélag sem heldur þétt utan um allt sitt fólk og kemur sér saman um að það sé hinn heilagi samfélagssáttmáli. Að byggja upp umburðarlynt og kærleiksríkt samfélag. Ég trúi því einlæglega að kærleikurinn trompi allt. Ég játa, ég er í grunninn hippi. Ef ég gef kost á mér í komandi forsetakosningum geri ég það af heilum hug. Af djúpu þakklæti fyrir að fæðast í þessu fallega og örugga landi og hafa notið þess atlætis sem raun ber vitni. Ástarjátningar til lands og þjóðar orða skáldin best og Halldór Laxness í Maístjörnunni á einstakan hátt, svo ég gerist nú ofurlítið formleg og forsetaleg: Það eru erfiðir tímar,það er atvinnuþref,ég hef ekkert að bjóða,ekki ögn sem ég gef,nema von mína og líf mitthvort ég vaki eða sef,þetta eitt sem þú gafst mérþað er alt sem ég hef.Með vinsemd og virðingu, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Höfundur er leikkona.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun