Fyrirgefðu mér mín kæra Harpa Sævar Helgi Lárusson skrifar 26. mars 2024 11:00 Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið. Þetta hefur nú alltaf tekist hjá mér á Keflavíkurflugvelli, stundum dáldið erfið að fá hliðið til að opnast þegar ég kem heim, en greiðslan hefur alltaf gengið hjá mér þar og ég hef aldrei fengið sekt. Þeir eru víst búnir að taka hliðin burt og guði sé lof fyrir það. En allaveganna, þá kom ég keyrandi niður í kjallarann hjá þér og fann þetta fína stæði, dáldið erfitt að átta sig á hvar stæðin liggja, ég sé línurnar svo illa hjá ykkur, en ég er búinn að panta tíma hjá augnlækni. Já, hvar var ég. Ég opna appið, þú veist, það stendur hvaða app á að nota á miðum upp á vegg hjá ykkur, borga og skelli mér á tónleikana. Þeir voru alveg frábærir, en ég var ekki alveg að gera það sem ég veit núna að ég átti að gera. Mín mistök voru að ég fylgdist ekki með að ég væri að gera allt rétt. Greiðslan fór út af kortinu. Hélt að ég hefði gert allt rétt og, já, þú veist, spáði ekkert meira í þessu. Fór bara heim og horfði á Gísla Martein á tímaflakkinu. Svona eins og við miðaldra fólkið gerum. Eitt veit ég eftir þetta allt saman, ég veit ekki neitt þannig séð. Fyrirgefðu. Ég er að reyna að vera meira inn í hlutum, Gunni frændi, hann er nokkuð klár. Hann er kerfisfræðingur og mjög góður á tölvur og svona. Hann er búinn að lofa mér að kenna mér á appið. Það eru víst einhverjir fídusar sem hann segir að geti komið í veg fyrir svona misskilning. En ég veit ekkert um það, en hann ætlar að kenna mér. Svo gerði ég önnur mistök, ég varð reiður þegar þið settuð kröfu í heimabankann frá einhverju óþekktu fyrirtæki fyrir að hafa ekki greitt fyrir bílastæðið. Ég fékk enga skýringu eða nótu en það er víst bara gamaldags, eða svo segir Gunni frændi. Ég náttúrulega bara fattaði ekki að ég greiddi ekki fyrir „þetta“ stæði, ég greiddi víst fyrir eitthvað allt annað stæði. Ég lofa að reyna að læra þetta. Það er hvaða stæði ég á að greiða fyrir. Er eitthvað námskeið sem ég get tekið, veistu það? Kannski hjá Endurmenntun. Ég hef tekið námskeið hjá þeim og það hefur alltaf hjálpað mér að skilja hlutina betur. Svo fæ ég styrk hjá verkalýðsfélaginu sem er flott. Ég biðst líka afsökunar á að hafa orðið reiður fyrir að hafa ekki greitt fyrir tvö stæði þegar ég óvart keyrði inn á annað bílastæði á leiðinni út sem einhver annar rekstraraðli er með þarna í kjallaranum hjá þér, en þú veist, sjónin er farin að versna hjá mér. Ég á tíma hjá augnlækni í september, fyrsti tíminn sem ég fékk, en ég lofa að koma ekki aftur fyrr en ég er búinn að fá ný gleraugu. Svo ég sjái nú hvar ég má keyra og hvar ekki án þess að fá sekt. En mér finnst óþægilegt að fá sekt. Ég vill standa mína plikt gagnvart guði og mönnum. Kemst í uppnám þegar ég er skammaður. Þar liggur minn feill, ég reiðist þegar mér finnst á mér troðist, þegar aðrir eru ósanngjarnir og að reyna að plata mig. En ég veit það núna, ég var bara ekki búinn að kynna mér ykkar skipulag nógu vel. Ég biðst innilegrar afsökunar á hafa sakað ykkur um ósanngirni, ég meina það, sorrý. Næst þegar ég kem skal ég vera búinn að læra þetta. Höfundur er sorrý. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Bílastæði Harpa Reykjavík Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið. Þetta hefur nú alltaf tekist hjá mér á Keflavíkurflugvelli, stundum dáldið erfið að fá hliðið til að opnast þegar ég kem heim, en greiðslan hefur alltaf gengið hjá mér þar og ég hef aldrei fengið sekt. Þeir eru víst búnir að taka hliðin burt og guði sé lof fyrir það. En allaveganna, þá kom ég keyrandi niður í kjallarann hjá þér og fann þetta fína stæði, dáldið erfitt að átta sig á hvar stæðin liggja, ég sé línurnar svo illa hjá ykkur, en ég er búinn að panta tíma hjá augnlækni. Já, hvar var ég. Ég opna appið, þú veist, það stendur hvaða app á að nota á miðum upp á vegg hjá ykkur, borga og skelli mér á tónleikana. Þeir voru alveg frábærir, en ég var ekki alveg að gera það sem ég veit núna að ég átti að gera. Mín mistök voru að ég fylgdist ekki með að ég væri að gera allt rétt. Greiðslan fór út af kortinu. Hélt að ég hefði gert allt rétt og, já, þú veist, spáði ekkert meira í þessu. Fór bara heim og horfði á Gísla Martein á tímaflakkinu. Svona eins og við miðaldra fólkið gerum. Eitt veit ég eftir þetta allt saman, ég veit ekki neitt þannig séð. Fyrirgefðu. Ég er að reyna að vera meira inn í hlutum, Gunni frændi, hann er nokkuð klár. Hann er kerfisfræðingur og mjög góður á tölvur og svona. Hann er búinn að lofa mér að kenna mér á appið. Það eru víst einhverjir fídusar sem hann segir að geti komið í veg fyrir svona misskilning. En ég veit ekkert um það, en hann ætlar að kenna mér. Svo gerði ég önnur mistök, ég varð reiður þegar þið settuð kröfu í heimabankann frá einhverju óþekktu fyrirtæki fyrir að hafa ekki greitt fyrir bílastæðið. Ég fékk enga skýringu eða nótu en það er víst bara gamaldags, eða svo segir Gunni frændi. Ég náttúrulega bara fattaði ekki að ég greiddi ekki fyrir „þetta“ stæði, ég greiddi víst fyrir eitthvað allt annað stæði. Ég lofa að reyna að læra þetta. Það er hvaða stæði ég á að greiða fyrir. Er eitthvað námskeið sem ég get tekið, veistu það? Kannski hjá Endurmenntun. Ég hef tekið námskeið hjá þeim og það hefur alltaf hjálpað mér að skilja hlutina betur. Svo fæ ég styrk hjá verkalýðsfélaginu sem er flott. Ég biðst líka afsökunar á að hafa orðið reiður fyrir að hafa ekki greitt fyrir tvö stæði þegar ég óvart keyrði inn á annað bílastæði á leiðinni út sem einhver annar rekstraraðli er með þarna í kjallaranum hjá þér, en þú veist, sjónin er farin að versna hjá mér. Ég á tíma hjá augnlækni í september, fyrsti tíminn sem ég fékk, en ég lofa að koma ekki aftur fyrr en ég er búinn að fá ný gleraugu. Svo ég sjái nú hvar ég má keyra og hvar ekki án þess að fá sekt. En mér finnst óþægilegt að fá sekt. Ég vill standa mína plikt gagnvart guði og mönnum. Kemst í uppnám þegar ég er skammaður. Þar liggur minn feill, ég reiðist þegar mér finnst á mér troðist, þegar aðrir eru ósanngjarnir og að reyna að plata mig. En ég veit það núna, ég var bara ekki búinn að kynna mér ykkar skipulag nógu vel. Ég biðst innilegrar afsökunar á hafa sakað ykkur um ósanngirni, ég meina það, sorrý. Næst þegar ég kem skal ég vera búinn að læra þetta. Höfundur er sorrý.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun