Um „slagsmálin“ í leik Utah og Houston: „Er ungt og leikur sér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 17:30 „Everybody was kung fu fighting. Those cats were fast as lightning,“ söng Carl Douglas á sínum tíma. Það átti ekki við hér. Tim Warner/Getty Images Leikur Houston Rockets og Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta er til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Aðallega eru þó verið að ræða „slagsmálin“ sem orsökuðu að Kris Dunn og Jabari Smith Jr. voru báðir dæmdir í leikbann. Dunn fer í tveggja leikja bann en Jabari eins leikja. „Það eru tveir leikmenn, Kris Dunn og Jabari Smith, sem eru á leiðinni í tveggja leikja bann. Það er baráttuandi í þessu Houston-liði, þeir eru alveg tilbúnir að láta finna fyrir sér,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi á meðan myndefni úr leiknum byrjar að rúlla. The NBA has suspended Kris Dunn (2 games) and Jabari Smith Jr. (1 game) for their altercation during Saturday's Rockets-Jazz game pic.twitter.com/NC7QttqIdW— Bleacher Report (@BleacherReport) March 24, 2024 „Þetta er ungt og leikur sér,“ skýtur Sigurður Orri Kristjánsson inn í. Það á við í tilfelli Jabari Smith sem er aðeins tvítugur á meðan Dunn er þrítugur. „Þetta er ójafn leikur, Kris Dunn er ekki hávaxinn á meðan Jabari Smith er hausnum hærri eða hátt í það,“ sagði Tómas Steindórsson og bætti svo við að það væri ákveðin „þykkt“ í Dunn. „Það er hundur í Kris Dunn, hann er alltaf í einhverju. Búinn að harka, datt út úr deildinni og lætur finna fyrir sér. Svolítið aumt (e. weak) samt, 30 stigum undir í fyrri hálfleik,“ bætir Sigurður Orri við. Klippa: Lögmál leiksins um slagsmálin í leik Utah og Houston: Er ungt og leikur sér „Þeir taka dálítið þeytivinduna þegar þeir eru að slást þessir NBA-leikmenn. Eru svolítið hér,“ sagði Tómas og baðaði út höndunum eins og einstaklingur sem kann ekki að synda en er þó að gera sitt besta. Í kjölfarið átti sér stað umræða hvort menn væru að reyna slá til annarra leikmanna með olnboganum eða framhandleggnum því þeir vilja alls ekki ná höggi með hnefanum. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni sem og í þætti kvöldsins sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
„Það eru tveir leikmenn, Kris Dunn og Jabari Smith, sem eru á leiðinni í tveggja leikja bann. Það er baráttuandi í þessu Houston-liði, þeir eru alveg tilbúnir að láta finna fyrir sér,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi á meðan myndefni úr leiknum byrjar að rúlla. The NBA has suspended Kris Dunn (2 games) and Jabari Smith Jr. (1 game) for their altercation during Saturday's Rockets-Jazz game pic.twitter.com/NC7QttqIdW— Bleacher Report (@BleacherReport) March 24, 2024 „Þetta er ungt og leikur sér,“ skýtur Sigurður Orri Kristjánsson inn í. Það á við í tilfelli Jabari Smith sem er aðeins tvítugur á meðan Dunn er þrítugur. „Þetta er ójafn leikur, Kris Dunn er ekki hávaxinn á meðan Jabari Smith er hausnum hærri eða hátt í það,“ sagði Tómas Steindórsson og bætti svo við að það væri ákveðin „þykkt“ í Dunn. „Það er hundur í Kris Dunn, hann er alltaf í einhverju. Búinn að harka, datt út úr deildinni og lætur finna fyrir sér. Svolítið aumt (e. weak) samt, 30 stigum undir í fyrri hálfleik,“ bætir Sigurður Orri við. Klippa: Lögmál leiksins um slagsmálin í leik Utah og Houston: Er ungt og leikur sér „Þeir taka dálítið þeytivinduna þegar þeir eru að slást þessir NBA-leikmenn. Eru svolítið hér,“ sagði Tómas og baðaði út höndunum eins og einstaklingur sem kann ekki að synda en er þó að gera sitt besta. Í kjölfarið átti sér stað umræða hvort menn væru að reyna slá til annarra leikmanna með olnboganum eða framhandleggnum því þeir vilja alls ekki ná höggi með hnefanum. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni sem og í þætti kvöldsins sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld.
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum