Um „slagsmálin“ í leik Utah og Houston: „Er ungt og leikur sér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 17:30 „Everybody was kung fu fighting. Those cats were fast as lightning,“ söng Carl Douglas á sínum tíma. Það átti ekki við hér. Tim Warner/Getty Images Leikur Houston Rockets og Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta er til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Aðallega eru þó verið að ræða „slagsmálin“ sem orsökuðu að Kris Dunn og Jabari Smith Jr. voru báðir dæmdir í leikbann. Dunn fer í tveggja leikja bann en Jabari eins leikja. „Það eru tveir leikmenn, Kris Dunn og Jabari Smith, sem eru á leiðinni í tveggja leikja bann. Það er baráttuandi í þessu Houston-liði, þeir eru alveg tilbúnir að láta finna fyrir sér,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi á meðan myndefni úr leiknum byrjar að rúlla. The NBA has suspended Kris Dunn (2 games) and Jabari Smith Jr. (1 game) for their altercation during Saturday's Rockets-Jazz game pic.twitter.com/NC7QttqIdW— Bleacher Report (@BleacherReport) March 24, 2024 „Þetta er ungt og leikur sér,“ skýtur Sigurður Orri Kristjánsson inn í. Það á við í tilfelli Jabari Smith sem er aðeins tvítugur á meðan Dunn er þrítugur. „Þetta er ójafn leikur, Kris Dunn er ekki hávaxinn á meðan Jabari Smith er hausnum hærri eða hátt í það,“ sagði Tómas Steindórsson og bætti svo við að það væri ákveðin „þykkt“ í Dunn. „Það er hundur í Kris Dunn, hann er alltaf í einhverju. Búinn að harka, datt út úr deildinni og lætur finna fyrir sér. Svolítið aumt (e. weak) samt, 30 stigum undir í fyrri hálfleik,“ bætir Sigurður Orri við. Klippa: Lögmál leiksins um slagsmálin í leik Utah og Houston: Er ungt og leikur sér „Þeir taka dálítið þeytivinduna þegar þeir eru að slást þessir NBA-leikmenn. Eru svolítið hér,“ sagði Tómas og baðaði út höndunum eins og einstaklingur sem kann ekki að synda en er þó að gera sitt besta. Í kjölfarið átti sér stað umræða hvort menn væru að reyna slá til annarra leikmanna með olnboganum eða framhandleggnum því þeir vilja alls ekki ná höggi með hnefanum. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni sem og í þætti kvöldsins sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
„Það eru tveir leikmenn, Kris Dunn og Jabari Smith, sem eru á leiðinni í tveggja leikja bann. Það er baráttuandi í þessu Houston-liði, þeir eru alveg tilbúnir að láta finna fyrir sér,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi á meðan myndefni úr leiknum byrjar að rúlla. The NBA has suspended Kris Dunn (2 games) and Jabari Smith Jr. (1 game) for their altercation during Saturday's Rockets-Jazz game pic.twitter.com/NC7QttqIdW— Bleacher Report (@BleacherReport) March 24, 2024 „Þetta er ungt og leikur sér,“ skýtur Sigurður Orri Kristjánsson inn í. Það á við í tilfelli Jabari Smith sem er aðeins tvítugur á meðan Dunn er þrítugur. „Þetta er ójafn leikur, Kris Dunn er ekki hávaxinn á meðan Jabari Smith er hausnum hærri eða hátt í það,“ sagði Tómas Steindórsson og bætti svo við að það væri ákveðin „þykkt“ í Dunn. „Það er hundur í Kris Dunn, hann er alltaf í einhverju. Búinn að harka, datt út úr deildinni og lætur finna fyrir sér. Svolítið aumt (e. weak) samt, 30 stigum undir í fyrri hálfleik,“ bætir Sigurður Orri við. Klippa: Lögmál leiksins um slagsmálin í leik Utah og Houston: Er ungt og leikur sér „Þeir taka dálítið þeytivinduna þegar þeir eru að slást þessir NBA-leikmenn. Eru svolítið hér,“ sagði Tómas og baðaði út höndunum eins og einstaklingur sem kann ekki að synda en er þó að gera sitt besta. Í kjölfarið átti sér stað umræða hvort menn væru að reyna slá til annarra leikmanna með olnboganum eða framhandleggnum því þeir vilja alls ekki ná höggi með hnefanum. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni sem og í þætti kvöldsins sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld.
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum