Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 25. mars 2024 14:57 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi sínu. Ákallið er það fyrsta sem öryggisráðið sendir frá sér þar sem þess er krafist að hlé verði gert á átökum. Öryggisráðið hefur frá því að átökin stigmögnuðust í október sent frá sér tvær ályktanir um þau en hvorug þeirra hefur fjallað um vopnahlé. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að hlé á átökum geti leitt til varanlegra vopnahlés. Í ályktuninni er þess einnig krafist að öllum gíslum sem teknir voru í árás Hamas í Ísrael þann 7. október verði sleppt. Á vef AP segir að sú krafa sé ekki tengd við Ramadan eins og sú um vopnahléið. Þá er þess einnig krafist að mannúðarsamtökum verði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ályktuna skýra. The Security Council resolution passed today is clear: Immediate ceasefire. Immediate release of all hostages. Humanitarian assistance must reach Gaza and civilians must be protected. We call on all parties to the conflict to heed this clear call from the international community.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 25, 2024 Tillagan var lögð fram af alls tíu ríkjum sem meðlimir eru í öryggisráðinu og naut stuðnings bæði Kínverja og Rússa auk 22 Arabaríkja sem eru meðlimir í Sameinuðu þjóðunum. Alls eiga fimmtán ríki sæti í ráðinu. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Alþjóðastofnanir hafa varað við því síðustu vikur að mannúðarkrísa sé yfirvofandi á svæðinu og hungursneyð. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi sínu. Ákallið er það fyrsta sem öryggisráðið sendir frá sér þar sem þess er krafist að hlé verði gert á átökum. Öryggisráðið hefur frá því að átökin stigmögnuðust í október sent frá sér tvær ályktanir um þau en hvorug þeirra hefur fjallað um vopnahlé. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að hlé á átökum geti leitt til varanlegra vopnahlés. Í ályktuninni er þess einnig krafist að öllum gíslum sem teknir voru í árás Hamas í Ísrael þann 7. október verði sleppt. Á vef AP segir að sú krafa sé ekki tengd við Ramadan eins og sú um vopnahléið. Þá er þess einnig krafist að mannúðarsamtökum verði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ályktuna skýra. The Security Council resolution passed today is clear: Immediate ceasefire. Immediate release of all hostages. Humanitarian assistance must reach Gaza and civilians must be protected. We call on all parties to the conflict to heed this clear call from the international community.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 25, 2024 Tillagan var lögð fram af alls tíu ríkjum sem meðlimir eru í öryggisráðinu og naut stuðnings bæði Kínverja og Rússa auk 22 Arabaríkja sem eru meðlimir í Sameinuðu þjóðunum. Alls eiga fimmtán ríki sæti í ráðinu. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Alþjóðastofnanir hafa varað við því síðustu vikur að mannúðarkrísa sé yfirvofandi á svæðinu og hungursneyð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira