Ekki þykjast ekki vita neitt Hjálmtýr Heiðdal skrifar 25. mars 2024 14:31 Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hyggjast halda áfram að eiga samskipti við íþróttafélög í Ísrael. Það þýðir að forysta íþróttahreyfingarinnar tekur afstöðu með ofbeldinu - það er augljóst. Þegar forysta KSÍ sendir knattspyrnumenn til þess að leika gegn liði frá Ísrael þá geta þeir ekki sagt að þeir hafi enga hugmynd um það sem Ísrael aðhefst á Gaza. Það veit allur heimurinn hvað mörg börn og mæður hafa verið drepin af ísraelska hernum - og íslensk íþróttaforysta veit það einnig. Forysta íþróttahreyfingarinnar virðist ekki ræða málin - það heyrist ekkert opinberlega um þessi samskipti við fulltrúa þjóðar sem fremur þjóðarmorð – annað en bara einfaldar tilkynningar um stöðu í riðlum og næstu leiki. Þó er það ekki svo að forysta íþróttahreyfingarinnar sjái ekki út fyrir sinn sjóndeildarhring þegar afdrifaríkir atburðir gerast. 22. Febrúar 2022 kom eftirfarandi yfirlýsing frá KSÍ: „Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA … og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands.“ Í nóvember 2023 tilkynnti KSÍ: „ Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2024. Takist Íslandi að vinna Ísrael mætir það Bosníu og Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitum umspilsins .“ Ekkert um frestun leikja við Ísrael „meðan á hernaði ... stendur“. Forysta KSÍ á að vera leiðandi og kenna ungu fólki í íþróttahreyfingunni hver eru grunngildin sem við eigum að framfylgja. Í siðareglum KSÍ segir: „Fulltrúar skulu aðhyllast siðferðileg viðhorf við skyldustörf sín.“ og „ber fulltrúum KSÍ að vera hlutlausir í samskiptum sínum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök, sambönd og hópa.“ Brottrekstur Rússlands er í samræmi við „siðferðileg viðhorf“, ríkið braut gegn grundvallarréttindum og réðist á Úkraínu. En í afstöðunni gagnvart Ísrael er siðferðinu sleppt og hlutleysið tekið við – sem er að sjálfsögðu ekkert hlutleysi. Þetta er skýr afstaða og segir íþróttafólki, ungu sem öldnu, að forysta KSÍ telur að Ísrael geti haldið sínu striki bæði í íþróttum og þjóðarmorði. Sama lærdóm er haldið að Íslendingum vegna þátttöku í Eurovision á vegum RÚV. Við leikum og dönsum með þóknanlegum þjóðum þrátt fyrir að æðsti dómstóll alþjóðasamfélagsins, Alþjóðadómstóllinn í Haag, segi okkur að á Gaza sé Ísraelsher líklegast að fremja þjóðarmorð. Nú skal heiðra skálkinn og láta eins og ekkert sé Hlutleysi KSÍ og annarra gagnvart morðherferð Ísraels á Gaza og á Vesturbakkanum gagnast engum nema Ísrael og selur Palestínumenn í hendur þeirra sem vinna leynt og ljóst að því að hrekja þá burt úr sínum heimahögum. Það er mikið talað og miklar vangaveltur á vettvangi alþjóðasamfélagsins um hernað Ísraels, árásir á spítala, bann á flutningi hjálpargagna, skotárásir á fólk sem leitar matar og hungursneyðina sem dregur fólk unnvörpum til dauða. En það er ekkert gert til að stöðva Ísrael - ekkert. Afstaða KSÍ er í fellur að þessum skollaleik, þeir gera ekkert og hafa engin orð um það hvers vegna þeir láta siðferðileg viðhorf lönd og leið. Þó ætti sú staðreynd að Ísraelsher hefur drepið fjölda knattspyrnumanna frá Palestínu að hreyfa við forystu KSÍ. En leit á vefnum skilar engu um afstöðu KSÍ, gagnrýni á Ísrael fyrirfinnst ekki. Það er ekki til neitt hlutlaust svæði þegar morðárásir eru annarsvegar. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu KSÍ Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hyggjast halda áfram að eiga samskipti við íþróttafélög í Ísrael. Það þýðir að forysta íþróttahreyfingarinnar tekur afstöðu með ofbeldinu - það er augljóst. Þegar forysta KSÍ sendir knattspyrnumenn til þess að leika gegn liði frá Ísrael þá geta þeir ekki sagt að þeir hafi enga hugmynd um það sem Ísrael aðhefst á Gaza. Það veit allur heimurinn hvað mörg börn og mæður hafa verið drepin af ísraelska hernum - og íslensk íþróttaforysta veit það einnig. Forysta íþróttahreyfingarinnar virðist ekki ræða málin - það heyrist ekkert opinberlega um þessi samskipti við fulltrúa þjóðar sem fremur þjóðarmorð – annað en bara einfaldar tilkynningar um stöðu í riðlum og næstu leiki. Þó er það ekki svo að forysta íþróttahreyfingarinnar sjái ekki út fyrir sinn sjóndeildarhring þegar afdrifaríkir atburðir gerast. 22. Febrúar 2022 kom eftirfarandi yfirlýsing frá KSÍ: „Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA … og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands.“ Í nóvember 2023 tilkynnti KSÍ: „ Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2024. Takist Íslandi að vinna Ísrael mætir það Bosníu og Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitum umspilsins .“ Ekkert um frestun leikja við Ísrael „meðan á hernaði ... stendur“. Forysta KSÍ á að vera leiðandi og kenna ungu fólki í íþróttahreyfingunni hver eru grunngildin sem við eigum að framfylgja. Í siðareglum KSÍ segir: „Fulltrúar skulu aðhyllast siðferðileg viðhorf við skyldustörf sín.“ og „ber fulltrúum KSÍ að vera hlutlausir í samskiptum sínum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök, sambönd og hópa.“ Brottrekstur Rússlands er í samræmi við „siðferðileg viðhorf“, ríkið braut gegn grundvallarréttindum og réðist á Úkraínu. En í afstöðunni gagnvart Ísrael er siðferðinu sleppt og hlutleysið tekið við – sem er að sjálfsögðu ekkert hlutleysi. Þetta er skýr afstaða og segir íþróttafólki, ungu sem öldnu, að forysta KSÍ telur að Ísrael geti haldið sínu striki bæði í íþróttum og þjóðarmorði. Sama lærdóm er haldið að Íslendingum vegna þátttöku í Eurovision á vegum RÚV. Við leikum og dönsum með þóknanlegum þjóðum þrátt fyrir að æðsti dómstóll alþjóðasamfélagsins, Alþjóðadómstóllinn í Haag, segi okkur að á Gaza sé Ísraelsher líklegast að fremja þjóðarmorð. Nú skal heiðra skálkinn og láta eins og ekkert sé Hlutleysi KSÍ og annarra gagnvart morðherferð Ísraels á Gaza og á Vesturbakkanum gagnast engum nema Ísrael og selur Palestínumenn í hendur þeirra sem vinna leynt og ljóst að því að hrekja þá burt úr sínum heimahögum. Það er mikið talað og miklar vangaveltur á vettvangi alþjóðasamfélagsins um hernað Ísraels, árásir á spítala, bann á flutningi hjálpargagna, skotárásir á fólk sem leitar matar og hungursneyðina sem dregur fólk unnvörpum til dauða. En það er ekkert gert til að stöðva Ísrael - ekkert. Afstaða KSÍ er í fellur að þessum skollaleik, þeir gera ekkert og hafa engin orð um það hvers vegna þeir láta siðferðileg viðhorf lönd og leið. Þó ætti sú staðreynd að Ísraelsher hefur drepið fjölda knattspyrnumanna frá Palestínu að hreyfa við forystu KSÍ. En leit á vefnum skilar engu um afstöðu KSÍ, gagnrýni á Ísrael fyrirfinnst ekki. Það er ekki til neitt hlutlaust svæði þegar morðárásir eru annarsvegar. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun