Ekki þykjast ekki vita neitt Hjálmtýr Heiðdal skrifar 25. mars 2024 14:31 Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hyggjast halda áfram að eiga samskipti við íþróttafélög í Ísrael. Það þýðir að forysta íþróttahreyfingarinnar tekur afstöðu með ofbeldinu - það er augljóst. Þegar forysta KSÍ sendir knattspyrnumenn til þess að leika gegn liði frá Ísrael þá geta þeir ekki sagt að þeir hafi enga hugmynd um það sem Ísrael aðhefst á Gaza. Það veit allur heimurinn hvað mörg börn og mæður hafa verið drepin af ísraelska hernum - og íslensk íþróttaforysta veit það einnig. Forysta íþróttahreyfingarinnar virðist ekki ræða málin - það heyrist ekkert opinberlega um þessi samskipti við fulltrúa þjóðar sem fremur þjóðarmorð – annað en bara einfaldar tilkynningar um stöðu í riðlum og næstu leiki. Þó er það ekki svo að forysta íþróttahreyfingarinnar sjái ekki út fyrir sinn sjóndeildarhring þegar afdrifaríkir atburðir gerast. 22. Febrúar 2022 kom eftirfarandi yfirlýsing frá KSÍ: „Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA … og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands.“ Í nóvember 2023 tilkynnti KSÍ: „ Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2024. Takist Íslandi að vinna Ísrael mætir það Bosníu og Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitum umspilsins .“ Ekkert um frestun leikja við Ísrael „meðan á hernaði ... stendur“. Forysta KSÍ á að vera leiðandi og kenna ungu fólki í íþróttahreyfingunni hver eru grunngildin sem við eigum að framfylgja. Í siðareglum KSÍ segir: „Fulltrúar skulu aðhyllast siðferðileg viðhorf við skyldustörf sín.“ og „ber fulltrúum KSÍ að vera hlutlausir í samskiptum sínum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök, sambönd og hópa.“ Brottrekstur Rússlands er í samræmi við „siðferðileg viðhorf“, ríkið braut gegn grundvallarréttindum og réðist á Úkraínu. En í afstöðunni gagnvart Ísrael er siðferðinu sleppt og hlutleysið tekið við – sem er að sjálfsögðu ekkert hlutleysi. Þetta er skýr afstaða og segir íþróttafólki, ungu sem öldnu, að forysta KSÍ telur að Ísrael geti haldið sínu striki bæði í íþróttum og þjóðarmorði. Sama lærdóm er haldið að Íslendingum vegna þátttöku í Eurovision á vegum RÚV. Við leikum og dönsum með þóknanlegum þjóðum þrátt fyrir að æðsti dómstóll alþjóðasamfélagsins, Alþjóðadómstóllinn í Haag, segi okkur að á Gaza sé Ísraelsher líklegast að fremja þjóðarmorð. Nú skal heiðra skálkinn og láta eins og ekkert sé Hlutleysi KSÍ og annarra gagnvart morðherferð Ísraels á Gaza og á Vesturbakkanum gagnast engum nema Ísrael og selur Palestínumenn í hendur þeirra sem vinna leynt og ljóst að því að hrekja þá burt úr sínum heimahögum. Það er mikið talað og miklar vangaveltur á vettvangi alþjóðasamfélagsins um hernað Ísraels, árásir á spítala, bann á flutningi hjálpargagna, skotárásir á fólk sem leitar matar og hungursneyðina sem dregur fólk unnvörpum til dauða. En það er ekkert gert til að stöðva Ísrael - ekkert. Afstaða KSÍ er í fellur að þessum skollaleik, þeir gera ekkert og hafa engin orð um það hvers vegna þeir láta siðferðileg viðhorf lönd og leið. Þó ætti sú staðreynd að Ísraelsher hefur drepið fjölda knattspyrnumanna frá Palestínu að hreyfa við forystu KSÍ. En leit á vefnum skilar engu um afstöðu KSÍ, gagnrýni á Ísrael fyrirfinnst ekki. Það er ekki til neitt hlutlaust svæði þegar morðárásir eru annarsvegar. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu KSÍ Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hyggjast halda áfram að eiga samskipti við íþróttafélög í Ísrael. Það þýðir að forysta íþróttahreyfingarinnar tekur afstöðu með ofbeldinu - það er augljóst. Þegar forysta KSÍ sendir knattspyrnumenn til þess að leika gegn liði frá Ísrael þá geta þeir ekki sagt að þeir hafi enga hugmynd um það sem Ísrael aðhefst á Gaza. Það veit allur heimurinn hvað mörg börn og mæður hafa verið drepin af ísraelska hernum - og íslensk íþróttaforysta veit það einnig. Forysta íþróttahreyfingarinnar virðist ekki ræða málin - það heyrist ekkert opinberlega um þessi samskipti við fulltrúa þjóðar sem fremur þjóðarmorð – annað en bara einfaldar tilkynningar um stöðu í riðlum og næstu leiki. Þó er það ekki svo að forysta íþróttahreyfingarinnar sjái ekki út fyrir sinn sjóndeildarhring þegar afdrifaríkir atburðir gerast. 22. Febrúar 2022 kom eftirfarandi yfirlýsing frá KSÍ: „Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA … og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands.“ Í nóvember 2023 tilkynnti KSÍ: „ Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2024. Takist Íslandi að vinna Ísrael mætir það Bosníu og Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitum umspilsins .“ Ekkert um frestun leikja við Ísrael „meðan á hernaði ... stendur“. Forysta KSÍ á að vera leiðandi og kenna ungu fólki í íþróttahreyfingunni hver eru grunngildin sem við eigum að framfylgja. Í siðareglum KSÍ segir: „Fulltrúar skulu aðhyllast siðferðileg viðhorf við skyldustörf sín.“ og „ber fulltrúum KSÍ að vera hlutlausir í samskiptum sínum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök, sambönd og hópa.“ Brottrekstur Rússlands er í samræmi við „siðferðileg viðhorf“, ríkið braut gegn grundvallarréttindum og réðist á Úkraínu. En í afstöðunni gagnvart Ísrael er siðferðinu sleppt og hlutleysið tekið við – sem er að sjálfsögðu ekkert hlutleysi. Þetta er skýr afstaða og segir íþróttafólki, ungu sem öldnu, að forysta KSÍ telur að Ísrael geti haldið sínu striki bæði í íþróttum og þjóðarmorði. Sama lærdóm er haldið að Íslendingum vegna þátttöku í Eurovision á vegum RÚV. Við leikum og dönsum með þóknanlegum þjóðum þrátt fyrir að æðsti dómstóll alþjóðasamfélagsins, Alþjóðadómstóllinn í Haag, segi okkur að á Gaza sé Ísraelsher líklegast að fremja þjóðarmorð. Nú skal heiðra skálkinn og láta eins og ekkert sé Hlutleysi KSÍ og annarra gagnvart morðherferð Ísraels á Gaza og á Vesturbakkanum gagnast engum nema Ísrael og selur Palestínumenn í hendur þeirra sem vinna leynt og ljóst að því að hrekja þá burt úr sínum heimahögum. Það er mikið talað og miklar vangaveltur á vettvangi alþjóðasamfélagsins um hernað Ísraels, árásir á spítala, bann á flutningi hjálpargagna, skotárásir á fólk sem leitar matar og hungursneyðina sem dregur fólk unnvörpum til dauða. En það er ekkert gert til að stöðva Ísrael - ekkert. Afstaða KSÍ er í fellur að þessum skollaleik, þeir gera ekkert og hafa engin orð um það hvers vegna þeir láta siðferðileg viðhorf lönd og leið. Þó ætti sú staðreynd að Ísraelsher hefur drepið fjölda knattspyrnumanna frá Palestínu að hreyfa við forystu KSÍ. En leit á vefnum skilar engu um afstöðu KSÍ, gagnrýni á Ísrael fyrirfinnst ekki. Það er ekki til neitt hlutlaust svæði þegar morðárásir eru annarsvegar. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun