Íslenskur ríkisborgararéttur - markmið sem ber að fagna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 22. mars 2024 10:01 Hugmyndin um ríkisborgararétt á sér fornar rætur, nánar tiltekið í borgríkinu Aþenu í Grikklandi til forna, þar sem einstaklingar, reyndar bara frjálsir og fullveðja karlmenn, voru viðurkenndir sem borgarar með ákveðin réttindi og skyldur. Þetta var frávik frá hugmyndinni um fólk sem þegna konunga og harðstjóra og til varð fyrirmynd að kerfi sem viðurkenndi þátttöku og ábyrgð meðlima þess. Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga í Rómarveldi þar sem ríkisborgararéttur varð að eftirsóknarverðum gæðum og síðan auðvitað í kjölfar frönsku og bandarísku byltinganna undir áhrifum upplýsingarinnar, með hugmyndinni um borgaralega sjálfsmynd (civic identity). Ríkisborgararéttur nær yfir hugmyndina um að tilheyra samfélagi, þjóð eða ríki. Það er ekki bara lagaleg staða heldur sameiginleg sjálfsmynd, skuldbinding við gildismat og virk þátttaka í málefnum samfélagsins, t.d. í kosningum. Ríkisborgararéttur táknar réttindi og skyldur sem fylgja því að tilheyra pólitískri einingu. Undanfarið hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem hingað flytja í leit að betra lífi og er það ánægjuefni. Við eigum, þegar við loksins setjumst niður við það verkefni að móta okkur innflytjendastefnu, að gera upptöku íslensks ríkisborgararéttar að sérstöku markmiði þeirra sem kjósa að setjast hér að, rétt eins og gert er í Kanada. Þar er frá fyrstu stund frá því einstaklingur lendir á kanadískri grund, unnið að því markvisst að viðkomandi verði - að jafnaði að fimm árum liðnum - að kanadískum ríkisborgara. Þetta ættum við að gera líka. Til þess að svo megi verða þarf það að vera aðlaðandi, sérstaklega fyrir þau sem koma hingað með vegabréf sem veita þeim nánast full réttindi hér, þ.e. aðildarlanda EES, að verða íslenskur ríkisborgari. Það á að vera hátíðleg stund, sem fólk fagnar að fá íslenskan ríkisborgararétt og við eigum að koma á fót fallegri athöfn í kringum það, þar sem fólk mætir með fjölskylduna, uppáklætt og í hátíðarskapi, í stað þess að fólk fái bara tölvupóst og tilkynningu í tölvupósti um aðgang að ísland punktur is, eða hvernig sem þetta gerist í dag. Vegferðin til íslensks ríkisborgararéttar þarf líka að vera skilgreind og þar á færni í íslensku og þekking á sögu og lýðræðisgildum þjóðar og ríkis að skipa sess. Í Kanada er það einnig mjög skýrt, því ríkisborgararéttur er ekki aðeins réttarstaða; það er sameiginleg skuldbinding við þær meginreglur sem binda okkur saman sem samfélag. Hann snýst um að þekkja réttindi okkar, virða skyldur okkar og gildi, efla tilfinningu um einingu í fjölbreytileika og stuðla að velferð og farsæld lýðveldisins Íslands. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Hugmyndin um ríkisborgararétt á sér fornar rætur, nánar tiltekið í borgríkinu Aþenu í Grikklandi til forna, þar sem einstaklingar, reyndar bara frjálsir og fullveðja karlmenn, voru viðurkenndir sem borgarar með ákveðin réttindi og skyldur. Þetta var frávik frá hugmyndinni um fólk sem þegna konunga og harðstjóra og til varð fyrirmynd að kerfi sem viðurkenndi þátttöku og ábyrgð meðlima þess. Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga í Rómarveldi þar sem ríkisborgararéttur varð að eftirsóknarverðum gæðum og síðan auðvitað í kjölfar frönsku og bandarísku byltinganna undir áhrifum upplýsingarinnar, með hugmyndinni um borgaralega sjálfsmynd (civic identity). Ríkisborgararéttur nær yfir hugmyndina um að tilheyra samfélagi, þjóð eða ríki. Það er ekki bara lagaleg staða heldur sameiginleg sjálfsmynd, skuldbinding við gildismat og virk þátttaka í málefnum samfélagsins, t.d. í kosningum. Ríkisborgararéttur táknar réttindi og skyldur sem fylgja því að tilheyra pólitískri einingu. Undanfarið hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem hingað flytja í leit að betra lífi og er það ánægjuefni. Við eigum, þegar við loksins setjumst niður við það verkefni að móta okkur innflytjendastefnu, að gera upptöku íslensks ríkisborgararéttar að sérstöku markmiði þeirra sem kjósa að setjast hér að, rétt eins og gert er í Kanada. Þar er frá fyrstu stund frá því einstaklingur lendir á kanadískri grund, unnið að því markvisst að viðkomandi verði - að jafnaði að fimm árum liðnum - að kanadískum ríkisborgara. Þetta ættum við að gera líka. Til þess að svo megi verða þarf það að vera aðlaðandi, sérstaklega fyrir þau sem koma hingað með vegabréf sem veita þeim nánast full réttindi hér, þ.e. aðildarlanda EES, að verða íslenskur ríkisborgari. Það á að vera hátíðleg stund, sem fólk fagnar að fá íslenskan ríkisborgararétt og við eigum að koma á fót fallegri athöfn í kringum það, þar sem fólk mætir með fjölskylduna, uppáklætt og í hátíðarskapi, í stað þess að fólk fái bara tölvupóst og tilkynningu í tölvupósti um aðgang að ísland punktur is, eða hvernig sem þetta gerist í dag. Vegferðin til íslensks ríkisborgararéttar þarf líka að vera skilgreind og þar á færni í íslensku og þekking á sögu og lýðræðisgildum þjóðar og ríkis að skipa sess. Í Kanada er það einnig mjög skýrt, því ríkisborgararéttur er ekki aðeins réttarstaða; það er sameiginleg skuldbinding við þær meginreglur sem binda okkur saman sem samfélag. Hann snýst um að þekkja réttindi okkar, virða skyldur okkar og gildi, efla tilfinningu um einingu í fjölbreytileika og stuðla að velferð og farsæld lýðveldisins Íslands. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun