Misgengi í mannheimum Ingólfur Sverrisson skrifar 21. mars 2024 21:00 Enn er höggvið í sama knérunn. Fyrir ári síðan virtist eins og umræðan á Íslandi væri farin að beinast að því að íslenska krónan sé hugsanlega einn helsti skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar. Bólaði jafnvel á efasemdum um að minnsti gjaldmiðill í veröldinni sé brúklegur fyrir þjóð sem gerir kröfur um sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar búa við. Vegna smæðar sinnar og umkomuleysis hoppar örkrónan og skoppar eins og korktappi á opnu úthafi alþjóðlegrar samkeppni. Í því ölduróti er hún með öllu ófær að tryggja traust rekstrarumhverfi fyrir skuldug íslensk heimili og þau fyriræki í landinu sem ekki eru þegar búin að forða sér í skjól stærri gjaldmiðla eins og fjölmörg þeirra hafa þegar gert. Nú hafa flest stéttarfélög á almenna vinnumarkaðnum gengið frá kjarasamningum til fjögurra ára og vonuðust til að Seðlabankinn sýndi lit á móti og lækkaði vexti hið snarasta. Því miður treysti hann sér ekki til þess og mun halda áfram að þrautpína skuldsett heimili, sem aðallega eru í eigu unga fólksins, ásamt þeim fyrirtækjum sem eru föst í íslenska krónuhagkerfinu og okurvöxtum sem því fylgir. Við sem erum skuldlaus sleppum að mestu við þennan refsivönd ásamt þeim 250 fyrirtækjum sem færa allt sitt í evrum eða dollurum og geta nýtt sér mun hagstæðari lánskjör til reksturs og vaxta. Af þessum sökum búa í raun tvær þjóðir í þessu landi við mjög ólíkar aðstæður í fjárhagslegu tilliti. Ef Seðlabankinn hefði nú sýnt lit á móti og lækkað vexti – þó ekki væri nema lítið eitt - hefði kannski gefist svigrúm til að ræða af alvöru kosti þess að hverfa frá örmyntinni og taka upp stærri gjaldmiðil eins og til dæmis evruna. Ekki er langt síðan að virtir verkalýðsleiðtogar ræddu nauðsyn þess að skoða þessa hluti alvarlega enda sýndist þeim að ein meginástæða verðbólgunnar hér á landi sé gjaldmiðillinn okkar smái sem aðdáendur hans líkja ýmist við töfratæki eða aðeins hitamæli sem engin áhrif hefur á framvindu efnahagsmála. Eina sem gildi sé að stjórna efnahagsmálunum rétt og skynsamlega. Því miður hefur ekkert heyrst frá verkalýðsleiðtogunum um þennan vandræðagjaldmiðil undanfarið. Enn síður frá samtökum atvinnurekenda sem banna í raun alla umræðu um trúartáknið eina innan þeirra raða enda þótt ekkert þeirra fyrirtækja sem færa allt sitt í evrum eða dollurum í dag vilji komast undir íslensku krónuna aftur. Skiljanlega. Bankastjóri hallar sér værðarlega aftur í sæti sínu og segir gustuk að gefa krónunni enn eitt tækifærið enda mun hún tryggja að íslensku bankarnir haldi tryggilega einokunarstöðu sinni og græði áfram á tá og fingri. Þá þurfi ekki að óttast að erlendir bankar hafi áhuga á að hefja starfsemi hér á landi og bjóða upp á eðlilega samkeppni. Nei, áfram með einokunina og þá farsælu lausn að senda reikninginn fyrir verðbólgunni og háum vöxtum áfram til unga fólksins sem er að koma yfir sig þaki og ennfremur til efnilegra sprotafyrirtækja sem enn eru læst inni í krónuhagkerfinu. Á meðan getum við hin skuldlausu haldið áfram óáreitt að velja á milli margra álitlegra kosta sem birtast í auglýsingum um ferðalög erlendis og nú fylla alla fjölmiðla. Einnig eru fyrirtæki, sem nýta sér evru eða dollara áfram í færum að fá hagstæð lán til reksturs og fjárfestinga. Eftir sem áður fá margir andlegar innantökur af því að horfa upp á slíkt misgengi í þjóðfélagi sem vill kenna sig við jöfnuð og velferð. En þrátt fyrir allt ætti núverandi staða að blása þeim byr í brjóst sem vilja breyta þessu ólánsástandi til betri vegar. En þá verður fólk að hafa kjark til að tala um íslensku krónuna – minnsta gjaldmiðil í heimi. Hvort er hún töfratæki, bara hitamælir eða skaðvaldur í íslensku efnahagslífi? Engin ástæða til að forðast þá umræðu fyrir hræðslu sakir. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Ingólfur Sverrisson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Enn er höggvið í sama knérunn. Fyrir ári síðan virtist eins og umræðan á Íslandi væri farin að beinast að því að íslenska krónan sé hugsanlega einn helsti skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar. Bólaði jafnvel á efasemdum um að minnsti gjaldmiðill í veröldinni sé brúklegur fyrir þjóð sem gerir kröfur um sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar búa við. Vegna smæðar sinnar og umkomuleysis hoppar örkrónan og skoppar eins og korktappi á opnu úthafi alþjóðlegrar samkeppni. Í því ölduróti er hún með öllu ófær að tryggja traust rekstrarumhverfi fyrir skuldug íslensk heimili og þau fyriræki í landinu sem ekki eru þegar búin að forða sér í skjól stærri gjaldmiðla eins og fjölmörg þeirra hafa þegar gert. Nú hafa flest stéttarfélög á almenna vinnumarkaðnum gengið frá kjarasamningum til fjögurra ára og vonuðust til að Seðlabankinn sýndi lit á móti og lækkaði vexti hið snarasta. Því miður treysti hann sér ekki til þess og mun halda áfram að þrautpína skuldsett heimili, sem aðallega eru í eigu unga fólksins, ásamt þeim fyrirtækjum sem eru föst í íslenska krónuhagkerfinu og okurvöxtum sem því fylgir. Við sem erum skuldlaus sleppum að mestu við þennan refsivönd ásamt þeim 250 fyrirtækjum sem færa allt sitt í evrum eða dollurum og geta nýtt sér mun hagstæðari lánskjör til reksturs og vaxta. Af þessum sökum búa í raun tvær þjóðir í þessu landi við mjög ólíkar aðstæður í fjárhagslegu tilliti. Ef Seðlabankinn hefði nú sýnt lit á móti og lækkað vexti – þó ekki væri nema lítið eitt - hefði kannski gefist svigrúm til að ræða af alvöru kosti þess að hverfa frá örmyntinni og taka upp stærri gjaldmiðil eins og til dæmis evruna. Ekki er langt síðan að virtir verkalýðsleiðtogar ræddu nauðsyn þess að skoða þessa hluti alvarlega enda sýndist þeim að ein meginástæða verðbólgunnar hér á landi sé gjaldmiðillinn okkar smái sem aðdáendur hans líkja ýmist við töfratæki eða aðeins hitamæli sem engin áhrif hefur á framvindu efnahagsmála. Eina sem gildi sé að stjórna efnahagsmálunum rétt og skynsamlega. Því miður hefur ekkert heyrst frá verkalýðsleiðtogunum um þennan vandræðagjaldmiðil undanfarið. Enn síður frá samtökum atvinnurekenda sem banna í raun alla umræðu um trúartáknið eina innan þeirra raða enda þótt ekkert þeirra fyrirtækja sem færa allt sitt í evrum eða dollurum í dag vilji komast undir íslensku krónuna aftur. Skiljanlega. Bankastjóri hallar sér værðarlega aftur í sæti sínu og segir gustuk að gefa krónunni enn eitt tækifærið enda mun hún tryggja að íslensku bankarnir haldi tryggilega einokunarstöðu sinni og græði áfram á tá og fingri. Þá þurfi ekki að óttast að erlendir bankar hafi áhuga á að hefja starfsemi hér á landi og bjóða upp á eðlilega samkeppni. Nei, áfram með einokunina og þá farsælu lausn að senda reikninginn fyrir verðbólgunni og háum vöxtum áfram til unga fólksins sem er að koma yfir sig þaki og ennfremur til efnilegra sprotafyrirtækja sem enn eru læst inni í krónuhagkerfinu. Á meðan getum við hin skuldlausu haldið áfram óáreitt að velja á milli margra álitlegra kosta sem birtast í auglýsingum um ferðalög erlendis og nú fylla alla fjölmiðla. Einnig eru fyrirtæki, sem nýta sér evru eða dollara áfram í færum að fá hagstæð lán til reksturs og fjárfestinga. Eftir sem áður fá margir andlegar innantökur af því að horfa upp á slíkt misgengi í þjóðfélagi sem vill kenna sig við jöfnuð og velferð. En þrátt fyrir allt ætti núverandi staða að blása þeim byr í brjóst sem vilja breyta þessu ólánsástandi til betri vegar. En þá verður fólk að hafa kjark til að tala um íslensku krónuna – minnsta gjaldmiðil í heimi. Hvort er hún töfratæki, bara hitamælir eða skaðvaldur í íslensku efnahagslífi? Engin ástæða til að forðast þá umræðu fyrir hræðslu sakir. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun