Fíknisjúkdómar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 20. mars 2024 10:15 Fíknisjúkdómar eru algjört helvíti. Allt of margir glíma við fíkn sem dregur því miður marga til dauða og sjúkdómurinn rýrir verulega lífsgæði fólks sem við sjúkdóminn glímir. Auk þess hafa fíknisjúkdómar mikil áhrif á aðstandendur sjúklinga og kosta samfélagið allt verulega fjármuni. Fíknisjúkdómar eru flóknir en nauðsynlegt er að nálgast þá eins og aðra langvinna sjúkdóma með gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum meðferðum. Vegna þess hve fíknisjúkdómar eru á breiðu sviði kallar lausn þeirra á fjölþætta nálgun, úrræði og meðferðir. Hingað til virðist umræðan um fíknisjúkdóma of oft einkennast af því að við ættum að veita fleiri milljónum til SÁÁ. Hér verður ekki efast um að SÁÁ gæti nýtt meiri fjármuni og þannig vonandi hjálpað fleirum að takast á við fíknisjúkdóma, sem vissulega er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni. En auknar fjárveitingar til SÁÁ getur ekki verið okkar eina stefna í málaflokknum. Við þurfum heildstæða stefnu um það hvernig takast eigi á við þennan alvarlega sjúkdóm. Þar þarf ráðuneyti heilbrigðismála að vera í leiðandi hlutverki og því hlutverki er ekki hægt að útvista. En í kjölfarið eiga Sjúkratryggingar svo að kaupa viðeigandi þjónustu frá fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða þjónustu sem er viðurkennd og skilar árangri í baráttunni við sjúkdóminn. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hafi nú skipað starfshóp til að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópurinn skal í störfum sínum hafa hliðsjón af vísindum, gagnreyndri þekkingu, klínískum leiðbeiningum og alþjóðlegum stöðlum. Jafnframt er gert ráð fyrir því að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa m.t.t. meðferðar við fíknisjúkdómum, s.s. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. Þess er jafnframt vænst að starfshópurinn geri tillögur að aðgerðum til að framkvæma stefnuna ásamt kostnaðaráætlun. Ég ber væntingar til þessar vinnu og vona að hún færi okkur til betri vegar í að takast á við fíknivanda. Ég vil jafnframt leggja það til að Sjúkratryggingum verði gert að greiða fyrir meðferðarúrræði sem boðið er upp á erlendis svo lengi sem þau uppfylla viðeigandi gæðaskilyrði eins og klínískar leiðbeiningar munu gera ráð fyrir. Sumir þurfa einfaldlega á því að halda að komast í annað umhverfi til að ná bata. Með þessu myndum við geta boðið upp á fleiri úrræði og mögulega aukið samkeppni og bætt þjónustu við þann viðkvæma hóp sem fíknisjúklingar eru. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Fíkn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru algjört helvíti. Allt of margir glíma við fíkn sem dregur því miður marga til dauða og sjúkdómurinn rýrir verulega lífsgæði fólks sem við sjúkdóminn glímir. Auk þess hafa fíknisjúkdómar mikil áhrif á aðstandendur sjúklinga og kosta samfélagið allt verulega fjármuni. Fíknisjúkdómar eru flóknir en nauðsynlegt er að nálgast þá eins og aðra langvinna sjúkdóma með gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum meðferðum. Vegna þess hve fíknisjúkdómar eru á breiðu sviði kallar lausn þeirra á fjölþætta nálgun, úrræði og meðferðir. Hingað til virðist umræðan um fíknisjúkdóma of oft einkennast af því að við ættum að veita fleiri milljónum til SÁÁ. Hér verður ekki efast um að SÁÁ gæti nýtt meiri fjármuni og þannig vonandi hjálpað fleirum að takast á við fíknisjúkdóma, sem vissulega er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni. En auknar fjárveitingar til SÁÁ getur ekki verið okkar eina stefna í málaflokknum. Við þurfum heildstæða stefnu um það hvernig takast eigi á við þennan alvarlega sjúkdóm. Þar þarf ráðuneyti heilbrigðismála að vera í leiðandi hlutverki og því hlutverki er ekki hægt að útvista. En í kjölfarið eiga Sjúkratryggingar svo að kaupa viðeigandi þjónustu frá fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða þjónustu sem er viðurkennd og skilar árangri í baráttunni við sjúkdóminn. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hafi nú skipað starfshóp til að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópurinn skal í störfum sínum hafa hliðsjón af vísindum, gagnreyndri þekkingu, klínískum leiðbeiningum og alþjóðlegum stöðlum. Jafnframt er gert ráð fyrir því að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa m.t.t. meðferðar við fíknisjúkdómum, s.s. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. Þess er jafnframt vænst að starfshópurinn geri tillögur að aðgerðum til að framkvæma stefnuna ásamt kostnaðaráætlun. Ég ber væntingar til þessar vinnu og vona að hún færi okkur til betri vegar í að takast á við fíknivanda. Ég vil jafnframt leggja það til að Sjúkratryggingum verði gert að greiða fyrir meðferðarúrræði sem boðið er upp á erlendis svo lengi sem þau uppfylla viðeigandi gæðaskilyrði eins og klínískar leiðbeiningar munu gera ráð fyrir. Sumir þurfa einfaldlega á því að halda að komast í annað umhverfi til að ná bata. Með þessu myndum við geta boðið upp á fleiri úrræði og mögulega aukið samkeppni og bætt þjónustu við þann viðkvæma hóp sem fíknisjúklingar eru. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefnd.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar