Sigurinn fordæmdur af evrópskum og bandarískum stjórnvöldum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. mars 2024 21:10 Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. AP Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fordæmt úrslit forsetakosninganna í Rússlandi sem fram fóru um helgina. Á meðan hafa stjórnvöld í Kína, Indlandi, Norður Kóreu og Íran óskað Pútín til hamingju með sigurinn. Vladimír Pútín vann yfirburðasigur í forsetakosningunum eins og búist var við. Hann hlaut um 87 prósent atvkæða og tryggði sér þar með fimmta kjörtímabilið. Hann mun að öllu óbreyttu sitja í embætti til árs 2030. Utanríkisráðherrar í Evrópusambandinu hittust í Brussel í dag, meðal annars til þess að samþykkja refsiaðgerðir á hendur einstaklingum sem komu að máli stjórnarandstöðumannsins Alexei Navalní, sem lést fyrr á árinu í fangelsi Rússa. Ráðherrarnir vísuðu niðurstöðum kosninganna á bug. „Kosningarnar í Rússlandi voru kosningar án vals,“ sagði Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands á fundinum. David Cameron utanríkisráðherra Bretland sagði niðurstöðurnar undirstrika hve mikil kúgun ríkir í landinu. „Pútín drepur pólitíska andstæðinga sína, stjórnar fjölmiðlunum, og krýnir sjálfan sig síðar sem sigurvegara. Það er ekki lýðræði.“ Þá fordæmdu ráðherrarnir þá staðreynd að kjörstaðir voru staðsettir á hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sagði ekkert lögmæti í kosningunum. „Það er ljóst að þessi stjórnmálamaður er einfaldlega sjúkur í vald og að hann er að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá að ráða þar sem hann á eftir ólifað,“ sagði Selenskí. Reuters hefur eftir talsmanni hvíta hússins að kosningarnar hafi augljóslega hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Í sömu andrá og leiðtogar vestrænu ríkjanna fordæmdu sigur Pútíns óskuðu leiðtogar hinu megin á hnettinum honum til hamingju. Xi Jinping forseti Kína sendi honum hamingjuóskir og hét áframhaldandi náins samstarfs Peking og Moskvu. Samningur um samstarfið var gerður í byrjun ársins 2022, skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands óskaði honum sömuleiðis til hamingju og sagðist hlakka til áframhaldandi samstarfs Nýju Delí og Mosku. Indland, Kína og Rússland eru öll aðildarríki í BRICS-bandalaginu svokallaða, sem er nokkurs konar efnahagsbandalag milli tíu ríkja sem staðsett eru í Asíu, Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku. Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu og Ebrahim Raisi forseti Íran óskuðu Pútín að auki til hamingju. Ríkin tvö hafa verið grunuð um að sjá Rússlandi fyrir vopnum í stríðinu gegn Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Vladimír Pútín vann yfirburðasigur í forsetakosningunum eins og búist var við. Hann hlaut um 87 prósent atvkæða og tryggði sér þar með fimmta kjörtímabilið. Hann mun að öllu óbreyttu sitja í embætti til árs 2030. Utanríkisráðherrar í Evrópusambandinu hittust í Brussel í dag, meðal annars til þess að samþykkja refsiaðgerðir á hendur einstaklingum sem komu að máli stjórnarandstöðumannsins Alexei Navalní, sem lést fyrr á árinu í fangelsi Rússa. Ráðherrarnir vísuðu niðurstöðum kosninganna á bug. „Kosningarnar í Rússlandi voru kosningar án vals,“ sagði Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands á fundinum. David Cameron utanríkisráðherra Bretland sagði niðurstöðurnar undirstrika hve mikil kúgun ríkir í landinu. „Pútín drepur pólitíska andstæðinga sína, stjórnar fjölmiðlunum, og krýnir sjálfan sig síðar sem sigurvegara. Það er ekki lýðræði.“ Þá fordæmdu ráðherrarnir þá staðreynd að kjörstaðir voru staðsettir á hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sagði ekkert lögmæti í kosningunum. „Það er ljóst að þessi stjórnmálamaður er einfaldlega sjúkur í vald og að hann er að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá að ráða þar sem hann á eftir ólifað,“ sagði Selenskí. Reuters hefur eftir talsmanni hvíta hússins að kosningarnar hafi augljóslega hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Í sömu andrá og leiðtogar vestrænu ríkjanna fordæmdu sigur Pútíns óskuðu leiðtogar hinu megin á hnettinum honum til hamingju. Xi Jinping forseti Kína sendi honum hamingjuóskir og hét áframhaldandi náins samstarfs Peking og Moskvu. Samningur um samstarfið var gerður í byrjun ársins 2022, skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands óskaði honum sömuleiðis til hamingju og sagðist hlakka til áframhaldandi samstarfs Nýju Delí og Mosku. Indland, Kína og Rússland eru öll aðildarríki í BRICS-bandalaginu svokallaða, sem er nokkurs konar efnahagsbandalag milli tíu ríkja sem staðsett eru í Asíu, Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku. Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu og Ebrahim Raisi forseti Íran óskuðu Pútín að auki til hamingju. Ríkin tvö hafa verið grunuð um að sjá Rússlandi fyrir vopnum í stríðinu gegn Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira