Spilakassarnir eru versti vandi veðmála á Íslandi Sigurður G. Guðjónsson skrifar 13. mars 2024 11:01 Á undanförnum árum hefur ítrekað komið fram fram í útgáfu embættis Ríkislögreglustjóra á áhættumati um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ eru um að það hafi verið gert. Í nýjasta áhættumatinu er útskýrt að „peningaþvætti í gegnum spilakassa krefst ekki sérfræðiþekkingar, sérstaks undirbúnings eða tilkostnaðar.“ Aðferðin er einföld. Hægt er að hlaða reiðufé í spilakassana (allt að 100.000 kr. i hvert sinn) og svo prenta út vinningsmiða án þess að spila og fá greitt hjá gjaldkera. Þessi staða hefur verið þekkt í mörg ár, en þrátt fyrir það hafa viðbrögð félaganna tveggja sem reka spilakassana, Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og Íslandsspil (í eigu Rauða krossins og Landsbjargar), verið svo hverfandi lítil að Ríkislögreglustjóri vakti enn einu sinni athygli á þessari áhættu í nýjustu skýrslu sinni, sem kom út síðastliðinn desember. Betsson lýtur ströngum reglum ESB Á mánudag og þriðjudag hefur Bryndísi Hrafnkelsdóttur forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands verið í viðtölum við Morgunblaðið og Bylgjuna. Í viðtölum þessum vék forstjórinn ekki einu orði að því af hverju HHÍ hefur ekki brugðist við marg ítrekuðum ábendingum Ríkislögreglustjóra, heldur kaus að beina athyglinni að erlendum netspilunarsíðum, setja þær allar undir sama hatt og tengja ólöglegri starfsemi. Það er vel þekkt að á flestum sviðum athafnalífsins eru fyrirtæki sem standa illa að málum, ýmist af getuleysi eða ráðnum hug, en að það eigi við um öll erlend netspilafyrirtæki er víðs fjarri sannleikanum. Staðreyndin er sú að sum þeirra halda miklu betur utanum starfsemi sína og viðskiptavini en íslensku happdrættisfyrirtækin. Þar á meðal er umbjóðandi minn, sænska fyrirtækið Betsson sem hvílir á rúmlega 60 ára gömlum grunni og er skráð í sænsku kauphöllinni Nasdaq í Stokkhólmi, með tilheyrandi gagnsæis- og upplýsingaskyldu. Vefsíðan betsson.com er starfrækt af fyrirtækinu BML Group Ltd, sem er með heimili á Möltu. Malta er aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og lúta fyrirtæki með aðsetur þar ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtækið lýtur einnig reglum ESB um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja, þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum sínum og tilkynna grunsamleg viðskipti. Eru þessar reglur mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Íslensku fyrirtækin sinnulaus gagnvart spilafíkn En frammistaða íslensku happdrættisfélaganna er ekki aðeins dapurleg þegar kemur að vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sinnuleysi þeirra gagnvart þeim sem eru útsettir fyrir spilafíkn hefur verið þekkt löngu áður en Ríkislögreglustjóri hóf að benda á kæruleysi þeirra gagnvart misnotkun brotamanna á spilakössunum. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um „Réttarbætur á sviði happdrættismála“, sem kom út í desember 2022, er bent á að „umfangsmestu og viðkvæmustu álitamálin sem takast þyrfti á við snéru að rekstri spilakassa og spilavéla sem rekin eru á grundvelli ákvæða sérlaga, en rekstur þeirra virðist nátengdur vandamálum tengdum spilavanda og spilafíkn.“ Þetta voru ekki nýjar fréttir. Margsinnis hefur verið bent á að spilakassarnir eru uppspretta sorglegustu dæmanna um að fólk hafi ánetjast spilafíkn. Það var af þeim sökum sem SÁÁ ákvað 2020 að hætta þátttöku í rekstri þeirra. Sama gildir um önnur lönd. Spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Af þeirri ástæðu voru svokölluð spilakort tekin upp í Noregi 2009 og 2014 í Svíþjóð. Notkun þeirra hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Skylda er að nota spilakort í báðum löndum en með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína. Þetta er umfangsmikill rekstur. HHÍ er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir. Spilakassar Íslandsspila eru um 330 talsins og eru þeir aðgengilegir á um 50 stöðum, börum, söluturnum og sérstökum spilasölum. Heildarvelta árið 2022 í spilakössum var um tólf milljarðar, kemur fram í áhættumati Ríkislögreglustjóra. Ábyrg spilamennska lykilatriði Bryndís forstjóri HHÍ útskýrði ekki í viðtalinu við Morgunblaðið af hverju spilakassafélögin hafa dregið svona lappirnar í því að takast á við spilafíkn viðskiptavina sinna. Frammistaða þeirra í þeim efnum er hins vegar alveg á hinum endanum frá því hvernig Betsson hefur sinnt þessu málefni enda veit félagið að gott samband við viðskiptavini hefur verið er grunnurinn að farsælum rekstri í ríflega sextíu ára sögu þess. Betsson hefur um árabil verið leiðandi í nýsköpun og þróun á stafrænum lausnum í netleikjum. Félagið hefur alla tíð lagt ríka áherslu á ábyrga spilamennsku og vinur með Global Gambling Guidance Group (G4), sem vottar spilasíður á Netinu. Betsson býður ýmis tól og leiðir eru í boði til að koma í veg fyrir óheilbrigða spilamennsku. Gildir það bæði um ráðstafanir sem spilarar geta sjálfir stutt sig við og af hálfu fyrirtækisins, sem hefur samband við spilara ef hugbúnaður félagsins nemur vísbendingar um að spilamennska sé að fara úr böndunum. Ólöglegt fyrir aðila undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reiknigum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Hér er hægt að kynna sér betur þau tól Betsson sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Eru þessar ráðstafanir um eigin ábyrga spilamennsku og möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku mun umfangsmeiri en eru í boði hjá íslenskum spila- og happdrættisfyrirtækjum. Það var gott að lesa í spjallinu við Bryndísi að þau ætli nú að fara að bæta ráð sitt. Höfundur er lögmaður Betsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur ítrekað komið fram fram í útgáfu embættis Ríkislögreglustjóra á áhættumati um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ eru um að það hafi verið gert. Í nýjasta áhættumatinu er útskýrt að „peningaþvætti í gegnum spilakassa krefst ekki sérfræðiþekkingar, sérstaks undirbúnings eða tilkostnaðar.“ Aðferðin er einföld. Hægt er að hlaða reiðufé í spilakassana (allt að 100.000 kr. i hvert sinn) og svo prenta út vinningsmiða án þess að spila og fá greitt hjá gjaldkera. Þessi staða hefur verið þekkt í mörg ár, en þrátt fyrir það hafa viðbrögð félaganna tveggja sem reka spilakassana, Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og Íslandsspil (í eigu Rauða krossins og Landsbjargar), verið svo hverfandi lítil að Ríkislögreglustjóri vakti enn einu sinni athygli á þessari áhættu í nýjustu skýrslu sinni, sem kom út síðastliðinn desember. Betsson lýtur ströngum reglum ESB Á mánudag og þriðjudag hefur Bryndísi Hrafnkelsdóttur forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands verið í viðtölum við Morgunblaðið og Bylgjuna. Í viðtölum þessum vék forstjórinn ekki einu orði að því af hverju HHÍ hefur ekki brugðist við marg ítrekuðum ábendingum Ríkislögreglustjóra, heldur kaus að beina athyglinni að erlendum netspilunarsíðum, setja þær allar undir sama hatt og tengja ólöglegri starfsemi. Það er vel þekkt að á flestum sviðum athafnalífsins eru fyrirtæki sem standa illa að málum, ýmist af getuleysi eða ráðnum hug, en að það eigi við um öll erlend netspilafyrirtæki er víðs fjarri sannleikanum. Staðreyndin er sú að sum þeirra halda miklu betur utanum starfsemi sína og viðskiptavini en íslensku happdrættisfyrirtækin. Þar á meðal er umbjóðandi minn, sænska fyrirtækið Betsson sem hvílir á rúmlega 60 ára gömlum grunni og er skráð í sænsku kauphöllinni Nasdaq í Stokkhólmi, með tilheyrandi gagnsæis- og upplýsingaskyldu. Vefsíðan betsson.com er starfrækt af fyrirtækinu BML Group Ltd, sem er með heimili á Möltu. Malta er aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og lúta fyrirtæki með aðsetur þar ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtækið lýtur einnig reglum ESB um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja, þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum sínum og tilkynna grunsamleg viðskipti. Eru þessar reglur mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Íslensku fyrirtækin sinnulaus gagnvart spilafíkn En frammistaða íslensku happdrættisfélaganna er ekki aðeins dapurleg þegar kemur að vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sinnuleysi þeirra gagnvart þeim sem eru útsettir fyrir spilafíkn hefur verið þekkt löngu áður en Ríkislögreglustjóri hóf að benda á kæruleysi þeirra gagnvart misnotkun brotamanna á spilakössunum. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um „Réttarbætur á sviði happdrættismála“, sem kom út í desember 2022, er bent á að „umfangsmestu og viðkvæmustu álitamálin sem takast þyrfti á við snéru að rekstri spilakassa og spilavéla sem rekin eru á grundvelli ákvæða sérlaga, en rekstur þeirra virðist nátengdur vandamálum tengdum spilavanda og spilafíkn.“ Þetta voru ekki nýjar fréttir. Margsinnis hefur verið bent á að spilakassarnir eru uppspretta sorglegustu dæmanna um að fólk hafi ánetjast spilafíkn. Það var af þeim sökum sem SÁÁ ákvað 2020 að hætta þátttöku í rekstri þeirra. Sama gildir um önnur lönd. Spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Af þeirri ástæðu voru svokölluð spilakort tekin upp í Noregi 2009 og 2014 í Svíþjóð. Notkun þeirra hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Skylda er að nota spilakort í báðum löndum en með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína. Þetta er umfangsmikill rekstur. HHÍ er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir. Spilakassar Íslandsspila eru um 330 talsins og eru þeir aðgengilegir á um 50 stöðum, börum, söluturnum og sérstökum spilasölum. Heildarvelta árið 2022 í spilakössum var um tólf milljarðar, kemur fram í áhættumati Ríkislögreglustjóra. Ábyrg spilamennska lykilatriði Bryndís forstjóri HHÍ útskýrði ekki í viðtalinu við Morgunblaðið af hverju spilakassafélögin hafa dregið svona lappirnar í því að takast á við spilafíkn viðskiptavina sinna. Frammistaða þeirra í þeim efnum er hins vegar alveg á hinum endanum frá því hvernig Betsson hefur sinnt þessu málefni enda veit félagið að gott samband við viðskiptavini hefur verið er grunnurinn að farsælum rekstri í ríflega sextíu ára sögu þess. Betsson hefur um árabil verið leiðandi í nýsköpun og þróun á stafrænum lausnum í netleikjum. Félagið hefur alla tíð lagt ríka áherslu á ábyrga spilamennsku og vinur með Global Gambling Guidance Group (G4), sem vottar spilasíður á Netinu. Betsson býður ýmis tól og leiðir eru í boði til að koma í veg fyrir óheilbrigða spilamennsku. Gildir það bæði um ráðstafanir sem spilarar geta sjálfir stutt sig við og af hálfu fyrirtækisins, sem hefur samband við spilara ef hugbúnaður félagsins nemur vísbendingar um að spilamennska sé að fara úr böndunum. Ólöglegt fyrir aðila undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reiknigum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Hér er hægt að kynna sér betur þau tól Betsson sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Eru þessar ráðstafanir um eigin ábyrga spilamennsku og möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku mun umfangsmeiri en eru í boði hjá íslenskum spila- og happdrættisfyrirtækjum. Það var gott að lesa í spjallinu við Bryndísi að þau ætli nú að fara að bæta ráð sitt. Höfundur er lögmaður Betsson.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun